Vænar bleikjur á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2019 08:21 Vatnaveiðin er í miklum blóma þessa dagana í það minnsta á suður og vesturlandi og það eru vænar bleikjur að veiðast. Það eru margir sem hafa verið duglegir að fara upp að Þingvallavatni síðustu daga og það er gaman að sjá hvað mörgum er farið að ganga vel í vatninu. Það er kannski ekki mikil veiði en það er algengt að veiðimenn séu að fá tvær til þrjár bleikjur, stundum meira, á vaktinni. Það sem vekur sérstaka athygli en það er mjög væn bleikja sem er að veiðast þessa dagana en algengt er að sjá myndir af 4-5 punda bleikjum. Veiðin er alls staðar í vatninu. Þjóðgarðurinn er mest stundaður en við höfum líka heyrt af góðri veiði við Miðfell, Arnarfell og víða sunnanmeginn í vatninu. Það hefur ekki veiðst mikið af smærri bleikjunni eins og oft áður á þessum árstíma sem fróðir menn útskýra að sé vegna þess að vatnið hefur verið mjög kalt. Það kólnar mikið á næturnar sem auðvitað kælir vatnið en núna þegar dagarnir eru bjartir og hlýrri fram eftir degi, dag eftir dag, nær vatnið þeim kjörhita sem gerir það að verkum að smærri bleikjan mætir að grynningunum og oft í miklu magni. Það eru sem sagt skemmtilegir dagar framundan við vatnið. Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði
Vatnaveiðin er í miklum blóma þessa dagana í það minnsta á suður og vesturlandi og það eru vænar bleikjur að veiðast. Það eru margir sem hafa verið duglegir að fara upp að Þingvallavatni síðustu daga og það er gaman að sjá hvað mörgum er farið að ganga vel í vatninu. Það er kannski ekki mikil veiði en það er algengt að veiðimenn séu að fá tvær til þrjár bleikjur, stundum meira, á vaktinni. Það sem vekur sérstaka athygli en það er mjög væn bleikja sem er að veiðast þessa dagana en algengt er að sjá myndir af 4-5 punda bleikjum. Veiðin er alls staðar í vatninu. Þjóðgarðurinn er mest stundaður en við höfum líka heyrt af góðri veiði við Miðfell, Arnarfell og víða sunnanmeginn í vatninu. Það hefur ekki veiðst mikið af smærri bleikjunni eins og oft áður á þessum árstíma sem fróðir menn útskýra að sé vegna þess að vatnið hefur verið mjög kalt. Það kólnar mikið á næturnar sem auðvitað kælir vatnið en núna þegar dagarnir eru bjartir og hlýrri fram eftir degi, dag eftir dag, nær vatnið þeim kjörhita sem gerir það að verkum að smærri bleikjan mætir að grynningunum og oft í miklu magni. Það eru sem sagt skemmtilegir dagar framundan við vatnið.
Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði