Árnar sem lifa af þurrkasumar Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2019 10:23 Það er spáð þurrki næstu daga og jafnvel vikur. Það er alveg ótrúlegt að vera skoða veðurspánna næstu daga og viku þar sem það er aðeins verið að spá meiri hlýindum og þurrki. Veiðimenn sem eru þegar búnir að bóka daga verða bara að vera á hnjánum og eiga samtal við almættið um einhverja vætutíð í óþökk þeirra sem ennþá hugsa sama almætti þegjandi þörfina eftir ekkert nema rok og rigningu á síðasta sumri. Nú er sem sagt runnið upp langþráð skeið sólardýrkanda en geta veiðimenn ekki líka veitt í smá sólskini? Það er vel hægt að tilheyra báðum hópunum og eins og staðan er er það líklega ekki svo slæmur valkostur. Það eru nokkrar ár sem finna ekkert mikið ef nokkuð fyrir þessu vatnsleysi og það er ansi líklegt að veiðimenn gjóu nú hýru auga til þeirra í þeirri von um að veiða í almennilega vatni í sumar. Þessar ár eru til dæmis Blanda, Sogið, Þjórsá, Skjálfandafljót, Ytri Rangá, Eystri Rangá og Jökla. Það er eitthvað til af stöngum í öllum ánum á misjöfnum tíma en ef ég ætlaði mér að vera viss um að veiða eitthvað í sumar myndi plan B vera að bóka dag í einhverri af þessum ám þó það væri ekki einu sinni nema síðsumars eða í haust. Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði
Það er alveg ótrúlegt að vera skoða veðurspánna næstu daga og viku þar sem það er aðeins verið að spá meiri hlýindum og þurrki. Veiðimenn sem eru þegar búnir að bóka daga verða bara að vera á hnjánum og eiga samtal við almættið um einhverja vætutíð í óþökk þeirra sem ennþá hugsa sama almætti þegjandi þörfina eftir ekkert nema rok og rigningu á síðasta sumri. Nú er sem sagt runnið upp langþráð skeið sólardýrkanda en geta veiðimenn ekki líka veitt í smá sólskini? Það er vel hægt að tilheyra báðum hópunum og eins og staðan er er það líklega ekki svo slæmur valkostur. Það eru nokkrar ár sem finna ekkert mikið ef nokkuð fyrir þessu vatnsleysi og það er ansi líklegt að veiðimenn gjóu nú hýru auga til þeirra í þeirri von um að veiða í almennilega vatni í sumar. Þessar ár eru til dæmis Blanda, Sogið, Þjórsá, Skjálfandafljót, Ytri Rangá, Eystri Rangá og Jökla. Það er eitthvað til af stöngum í öllum ánum á misjöfnum tíma en ef ég ætlaði mér að vera viss um að veiða eitthvað í sumar myndi plan B vera að bóka dag í einhverri af þessum ám þó það væri ekki einu sinni nema síðsumars eða í haust.
Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði