Lífið er spennandi ráðgáta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. júní 2019 09:30 Páll eldar á hverjum degi og fær sér alltaf fisk og grænmeti. Hann gerir leikfimisæfingar og fer í gönguferðir og síðast en ekki síst þá grúskar hann í veðurfræðunum. Fréttablaðið/Stefán Reykjavík N 4 stinningsgola, 4°n/9°d.“ Þetta er veðurspá Páls Bergþórssonar, fyrrverandi veðurstofustjóra, á björtum degi í borginni í byrjun vikunnar. Snemma á hverjum degi sest hann niður við borðstofuborðið á heimili sínu í austurborginni og gerir veðurspá sem hann birtir svo á Facebook. En ekki fyrr en hann hefur gert leikfimisæfingarnar sem hann gerir um leið og hann vaknar. Hann verður 96 ára í sumar og er merkilega kátur og orkumikill. „Ég vakna alltaf á mínútunni klukkan sjö og þá geri ég æfingar á höndum og fótum í um það bil tíu mínútur, ég hlífi mér ekki og þarf oftast að hvíla mig svolítið á eftir. Svo fer ég að gá að veðrinu,“ segir Páll. Hann segir nú varla tilefni til þess að halda upp á 96 ára afmæli sitt 13. ágúst. „Þetta er nú ekki merkilegt, ég bíð þangað til ég verð hundrað ára. Þetta er í genunum, amma varð 102 ára gömul. Þegar hún var hundrað ára voru systur mínar að segja henni að hún ætti nú að hlífa sér og leggja sig um miðjan daginn, þá sagði hún: Nei, ég ætla ekki að venja mig á það!“Fallhlífarstökk og fjallgöngur Páll fagnaði afmæli sínu síðasta sumar með sérstökum hætti og prófaði fallhlífarstökk. „Ég fór reyndar ekki á afmælisdaginn því veðrið var ekki gott. Ég stökk úr 10.000 feta hæð og var á 200 kílómetra hraða. Sonur minn Bergþór og maðurinn hans Albert voru búnir að fara og ég fékk áhuga á því að prófa þetta. Það er svolítið skrýtið að ég var aldrei hræddur og fannst mér gjörsamlega óhætt en vanalega er ég svolítið lofthræddur,“ segir Páll og segist hafa upplifað mikla frelsistilfinningu þegar hann sveif niður áður en fallhlífin opnaðist.Páll sést reglulega í gönguferðum í Bústaðahverfi og þá sinnir hann garðinum við heimili sitt. Það er ekki langt síðan hann gekk á Esjuna. Ekki alla leið upp á topp en naut þess að ganga í hlíðum fjallsins. Hann eldar sjálfur á hverjum degi og borðar fisk og grænmeti á hverjum degi. „Það er kannski ekki merkilegt, ég geng alltaf upp hitaveitustokkinn á hverjum degi og ég finn að það gerir mér gott. Mér fannst gaman að ganga á Esjuna þótt ég komist ekki jafn langt og margir fara. Það sem skiptir máli er að fara og vera virkur, þannig verður lífið svo miklu betra. Ég fæ mér 100 grömm af fiski á dag og grænmeti. Ég vigta matinn og elda sjálfur á hverjum degi. Svo fæ ég mér kannski kakóbolla og brauðsneið með ávaxtaáleggi,“ segir Páll um lífsstíl sinn.Að taka þátt í lífinuHver er þín lífsspeki?„Það er að vera virkur, taka þátt í þessu lífi. Það er alveg hræðilegt hlutskipti að liggja aðgerðarlaus og mér heyrist að það sé alltof mikið af gömlu fólki sem gerir það. Það er ekki eingöngu því að kenna, það hafa orðið miklar breytingar á lífsháttum,“ segir Páll og minnir á gamla tíma þegar kynslóðir bjuggu saman undir einu þaki. „Það var allt annað líf, ekki eins einmanalegt og betur fylgst með fólki. Eldra fólk, frá sjötugsaldri og upp í níutíu ára er alveg hæft til þess að taka þátt í þessu samfélagi og umgangast fólk. Þetta er þýðingarmikið og hefur góð áhrif,“ segir Páll og segist einnig hafa verið svo heppinn að hafa veðurfræðina til þess að grúska í síðasta aldarfjórðunginn eftir að hann hætti að vinna.Ást og vinátta Eiginkona Páls, Hulda Baldursdóttir, lést fyrir fimm árum á Hrafnistu þá níutíu ára gömul. Þau voru afar náin og Páll barðist fyrir því að fá að dvelja með henni á Hrafnistu. Hann fékk það í gegn síðustu daga Huldu. „Það er nú eiginlega kraftaverk að hún hafi náð svona háum aldri því þegar hún var rétt orðin fermd fékk hún berkla. Hún var veik af þeim í tvö ár en veiktist ekki í lungum. Veikindin höfðu áhrif á liðina og fleira og hún átti erfitt út af þessu. Við vorum góðir vinir og hún var dásamleg manneskja.“ Páll og Hulda eignuðust þrjú börn, elstur er Baldur fæddur 1951, Kristín fæddist ári síðar og Bergþór er fæddur 1957. Páll á níu barnabörn. „Þetta er mikil gæfa og ég hef svo gaman af barnabörnunum og barnabarnabörnunum. Ég hef það líka ofsalega gott því dótturdóttir mín og dóttir hennar búa hér hjá mér.“Veðurspá um vor í framtíð Nýlega ávarpaði Páll nýstúdenta í MR fyrir hönd þeirra stúdenta sem útskrifuðust úr skólanum árið 1944, fyrir 75 árum. Hann notaði tækifærið og minnti unga áheyrendur sína á að það væri dásamleg heppni að fá að lifa. Þó ekki væri nema einu sinni í allri eilífðinni. Hann ræddi einnig um loftslagsvandann og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir mannslífum og setti að lokum fram 75 ára veðurspá um vorið í framtíð þeirra. Þetta er spá fyrir fjöll, fugl og fólk. Hún ætti ekki að bregðast.Hljóðir fuglar eggjum áeiga von á góðu.Akrafjall og Esjan bláuna í sumarmóðu. „Það er nefnilega svo mikilvægt að meta lífið, bera virðingu fyrir því og skilja það,“ segir Páll sem er á móti því sem stuðlar að vanvirðingu fyrir lífinu og stuðlar að ofbeldi. Til dæmis ofbeldisíþróttum. „Það skiptir máli fyrir ungt fólk að vita yfir hverju það býr og reyna að ná eins langt og það getur í einhverju jákvæðu en ekki því sem spillir og er leifar frá eldgömlum tíma.“Ró og yfirsýnHvernig er að verða gamall?„Eldra fólk frá sjötugsaldri og upp í níutíu ára er alveg hæft til að taka þátt í þessu samfélagi.“ Fréttablaðið/Stefán„Mér finnst það merkilega gott og eiginlega líður mér að sumu leyti betur en áður. Það verður miklu minni spenna í manni eftir því sem maður eldist og ég get grúskað í mínu fagi svo lengi sem það er glóra í kollinum á mér. Ég er heppinn með það og ég hugsa að ég sé ekki orðinn vitlaus. Auðvitað er ég farinn að týna miklu niður og gleyma og stundum verð ég mér til skammar og man ekki nöfn. En fyrir það sem maður tapar fær maður kannski vissa yfirsýn og almennan skilning. Ég hreyfði mig ekki mikið áður, sat mest við borðið og grúfði mig ofan í bækurnar. Ég geri það svo sem ennþá en ég finn það hvað það er þýðingarmikið að hreyfa sig á hverjum degi. Svo sé ég betur, það er nú merkilegt. Fyrir nokkrum árum var ég nærri því orðinn blindur en þá kom indælis augnlæknir, kona sem stakk inn í augun á mér steinum og nú sé ég betur en nokkru sinni fyrr,“ segir Páll sem segist einnig hafa breytt mataræði sínu með hærri aldri og uppskera í meiri orku. „Ég var lengi með verki í kviðarholinu, fyrir nokkrum árum hætti ég að smakka kjöt og þá hurfu þeir. Nú finn ég enga verki og það er bara allt annað líf.“Las þrjá bekki utanskóla Hann segist hugsa oft til æskuáranna og hafa fengið gott atlæti. Páll fæddist í Fljótstungu í Hvítársíðu og bjó fyrstu tíu árin í burstabæ. Hann átti sex systkini sem öll fóru í bóknám. Foreldrar Páls voru Bergþór Jónsson og Kristín Pálsdóttir. „Pabbi kenndi okkur systkinunum mikið, hann tók nefnilega að sér kennslu á yngri árum í sveitinni og kenndi þá okkur líka. Hann skrifaði forskriftarbækur fyrir okkur og var afskaplega hjálplegur og vakti áhuga okkar, við vorum sjö börnin og fórum eiginlega öll í einhvers konar bóknám.“ Páll þótti fyrirmyndar nemandi og lauk gagnfræðaskólaprófi frá Alþýðuskólanum í Reykholti og var hvattur til þess að læra í Menntaskólanum í Reykjavík en þaðan lauk hann stúdentsprófi árið 1944. „Ég hafði ekki ætlað mér að fara í Menntaskólann í Reykjavík og á þessum árum var óalgengt að bændasynir yrðu stúdentar. Ég var eiginlega rekinn í þetta. Það var nú svona erfiðara að fá pláss í Reykjavík fyrir sveitafólk að búa þar svo ég tók þann póst að læra bara utanskóla,“ segir Pál sem las þrjá bekki á tveimur vetrum. „Ég skrapp stundum til Reykjavíkur og hitti kennarana og Pálma rektor. Svo settist ég í sjötta bekk og fékk herbergi hjá frændfólki mínu og mér gekk bara furðuvel. Þegar Pálmi var að útskrifa stúdenta þá las hann alltaf upp þá sem voru þrír hæstir í hverjum bekk nema í einum, þá las hann fjóra. Það var ég sem var fjórði hæstur og hann vissi að ég átti dálítið sérstaka sögu.“Tók þátt í þróun á veðurspám Páll segist hafa verið heppinn að hafa fundið sér fag til að læra sem hafi orðið ástríða hans. „Ég byrjaði í verkfræði en hafði bara alls ekki nógan áhuga og sinnti náminu ekki vel. Það gengur ekki og ég var að grúska í hinu og þessu líka. Einn daginn kemur til mín Finnbogi Rútur Þorvaldsson, prófessor í veðurfræði, og segir mér að Teresía Guðmundsson veðurstofustjóri sé að leita að stúdent til að læra veðurfræði. Hann sagðist vilja mæla með mér og ég var ráðinn til starfa á Veðurstofunni. Þar lærði ég mjög mikið áður en ég hélt utan til Stokkhólms til að læra veðurfræði. Nú vissi ég hvað ég ætlaði að gera, þetta væri það sem mig hafði dreymt um að gera,“ segir hann. Páll, sem hafði aldrei farið til útlanda áður, starfaði hjá prófessor sem var sá fyrsti til að gera veðurspá með nýtilkominni tölvutækni. „Ég átti að láta tölvuna teikna veðurkort og það hafði aldrei verið gert áður í heiminum. Í fyrstu gátum við aðeins sett inn fimm veðurstöðvar í einu í tölvuna til að gera kortið. Þessar spár voru grunnurinn að þeirri tækni sem er enn notuð í dag um allan heim,“ segir Páll frá og segir þessi ár hafa verið spennandi og gaman að hafa átt hlut í þessari þróun. „Þarna vorum við fimmtán nemendur og nú var ég hæstur í bekknum, því áhuginn fleytti mér áfram.“ Páll stundaði rannsóknir í veðurfræði við Stokkhólmsháskóla og seinna í Noregi og Englandi. Hann hefur rannsakað tölvugreiningu veðurkorta, hafísspár, vöxt og hop skriðjökla og loftslagssögu. Hann sagði veðurfréttir í Ríkissjónvarpinu í 23 ár og kenndi einnig veðurfræði við Háskóla Íslands. Nýlega birtist grein um ævi hans og störf í sænsku tímariti um loftslagsmál og þar var að sjálfsögðu einnig minnst á fallhlífarstökkið ævintýralega. Greinarhöfundurinn var fyrrverandi samnemandi Páls. „Þetta var mjög spennandi tími og þarna starfaði ég með Carli Gustav Rossby að upphafi tölvugreininga veðurkorta og þetta markaði straumhvörf,“ segir Páll en rannsóknir þeirra eru þær sem mest er vitnað til enn þann dag í dag um gerð veðurspár með tölvugreiningu.Stjórnendur standa í veginum Páll segist viss um að hægt verði að leysa loftslagsvandann ef mannkynið stendur saman. Hann segist ætla á loftslagsmótmæli með börnum sem skrópa í skólann til þess að krefja stjórnvöld um breytingar. „Já, þarna ætti ég að vera með unga fólkinu. Það eru stjórnendur sem standa í vegi fyrir því að takast á við loftslagsvandann því þeir eru bundnir við gamla tíma, börnin eru það ekki og Greta Thunberg hefur sterka sýn og rödd. Hún er frábær stúlka. Mannkynið stefnir í að verða 20 milljarðar. Fyrir hundrað árum var það einn milljarður og við erum að nota of mikið af jarðefnum á borð við kol og olíu. Í flug og ferðalög og verksmiðjur, þetta gengur ekki svona lengur því þessi orkunotkun er það sem veldur hlýnuninni. Það hlýnar og hlýnar en það er hægt að vinna á móti þessu. En við verðum að nota aðra orku og það er núna hægt að nota sólina og vindinn. Ég vona að það verði fljótt þau tímamót að við skiptum um orkugjafa því það er mikilvægt að gera það sem allra fyrst og það er líka mikilvægt að vona það besta, ég hef trú á því að unga kynslóðin geti leyst vandann á heiðarlegan og snjallan hátt.“Spennandi ráðgátaEr hann hræddur við dauðann? Og er hann trúaður?„Það er svo óskaplega mikið sem við vitum ekki og svo margt í þessu lífi og þessum heimi sem vekur ótrúlega furðu. Hugsaðu þér bara að við séum til yfirhöfuð og svona fullkomin hvert og eitt okkar. Það er alveg ótrúlegt. Ég er nú kannski ekki trúaður en ég reyni að útiloka ekki neitt. Því það er svo mikið sem við getum ekki tjáð okkur um. Eigum við ekki bara að kíkja aðeins í Almanak Háskóla Íslands?“ spyr Páll og teygir sig í það á borðstofuborðinu og les upp úr því nokkuð sem við þó vitum en minnir á smæð okkar í alheiminum: „Fjöldi smástirna um staðfestar brautir 560.000. Fjöldi vetrarbrauta í hinum sýnilega heimi, 200 milljarðar vetrarbrauta. Hugsaðu þér, og við erum bara á einni sem okkur finnst nógu stór. Stærðin á vetrarbrautinni okkar, breiddin á henni er 150 þúsund ljósár. Þessari einu af þessum 200 milljörðum. Maður yrði 150 þúsund ár að komast á endimörk vetrarbrautarinnar. Það er alltaf að bætast við í almanakið,“ segir Páll. „Lífið er spennandi ráðgáta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Sjá meira
Reykjavík N 4 stinningsgola, 4°n/9°d.“ Þetta er veðurspá Páls Bergþórssonar, fyrrverandi veðurstofustjóra, á björtum degi í borginni í byrjun vikunnar. Snemma á hverjum degi sest hann niður við borðstofuborðið á heimili sínu í austurborginni og gerir veðurspá sem hann birtir svo á Facebook. En ekki fyrr en hann hefur gert leikfimisæfingarnar sem hann gerir um leið og hann vaknar. Hann verður 96 ára í sumar og er merkilega kátur og orkumikill. „Ég vakna alltaf á mínútunni klukkan sjö og þá geri ég æfingar á höndum og fótum í um það bil tíu mínútur, ég hlífi mér ekki og þarf oftast að hvíla mig svolítið á eftir. Svo fer ég að gá að veðrinu,“ segir Páll. Hann segir nú varla tilefni til þess að halda upp á 96 ára afmæli sitt 13. ágúst. „Þetta er nú ekki merkilegt, ég bíð þangað til ég verð hundrað ára. Þetta er í genunum, amma varð 102 ára gömul. Þegar hún var hundrað ára voru systur mínar að segja henni að hún ætti nú að hlífa sér og leggja sig um miðjan daginn, þá sagði hún: Nei, ég ætla ekki að venja mig á það!“Fallhlífarstökk og fjallgöngur Páll fagnaði afmæli sínu síðasta sumar með sérstökum hætti og prófaði fallhlífarstökk. „Ég fór reyndar ekki á afmælisdaginn því veðrið var ekki gott. Ég stökk úr 10.000 feta hæð og var á 200 kílómetra hraða. Sonur minn Bergþór og maðurinn hans Albert voru búnir að fara og ég fékk áhuga á því að prófa þetta. Það er svolítið skrýtið að ég var aldrei hræddur og fannst mér gjörsamlega óhætt en vanalega er ég svolítið lofthræddur,“ segir Páll og segist hafa upplifað mikla frelsistilfinningu þegar hann sveif niður áður en fallhlífin opnaðist.Páll sést reglulega í gönguferðum í Bústaðahverfi og þá sinnir hann garðinum við heimili sitt. Það er ekki langt síðan hann gekk á Esjuna. Ekki alla leið upp á topp en naut þess að ganga í hlíðum fjallsins. Hann eldar sjálfur á hverjum degi og borðar fisk og grænmeti á hverjum degi. „Það er kannski ekki merkilegt, ég geng alltaf upp hitaveitustokkinn á hverjum degi og ég finn að það gerir mér gott. Mér fannst gaman að ganga á Esjuna þótt ég komist ekki jafn langt og margir fara. Það sem skiptir máli er að fara og vera virkur, þannig verður lífið svo miklu betra. Ég fæ mér 100 grömm af fiski á dag og grænmeti. Ég vigta matinn og elda sjálfur á hverjum degi. Svo fæ ég mér kannski kakóbolla og brauðsneið með ávaxtaáleggi,“ segir Páll um lífsstíl sinn.Að taka þátt í lífinuHver er þín lífsspeki?„Það er að vera virkur, taka þátt í þessu lífi. Það er alveg hræðilegt hlutskipti að liggja aðgerðarlaus og mér heyrist að það sé alltof mikið af gömlu fólki sem gerir það. Það er ekki eingöngu því að kenna, það hafa orðið miklar breytingar á lífsháttum,“ segir Páll og minnir á gamla tíma þegar kynslóðir bjuggu saman undir einu þaki. „Það var allt annað líf, ekki eins einmanalegt og betur fylgst með fólki. Eldra fólk, frá sjötugsaldri og upp í níutíu ára er alveg hæft til þess að taka þátt í þessu samfélagi og umgangast fólk. Þetta er þýðingarmikið og hefur góð áhrif,“ segir Páll og segist einnig hafa verið svo heppinn að hafa veðurfræðina til þess að grúska í síðasta aldarfjórðunginn eftir að hann hætti að vinna.Ást og vinátta Eiginkona Páls, Hulda Baldursdóttir, lést fyrir fimm árum á Hrafnistu þá níutíu ára gömul. Þau voru afar náin og Páll barðist fyrir því að fá að dvelja með henni á Hrafnistu. Hann fékk það í gegn síðustu daga Huldu. „Það er nú eiginlega kraftaverk að hún hafi náð svona háum aldri því þegar hún var rétt orðin fermd fékk hún berkla. Hún var veik af þeim í tvö ár en veiktist ekki í lungum. Veikindin höfðu áhrif á liðina og fleira og hún átti erfitt út af þessu. Við vorum góðir vinir og hún var dásamleg manneskja.“ Páll og Hulda eignuðust þrjú börn, elstur er Baldur fæddur 1951, Kristín fæddist ári síðar og Bergþór er fæddur 1957. Páll á níu barnabörn. „Þetta er mikil gæfa og ég hef svo gaman af barnabörnunum og barnabarnabörnunum. Ég hef það líka ofsalega gott því dótturdóttir mín og dóttir hennar búa hér hjá mér.“Veðurspá um vor í framtíð Nýlega ávarpaði Páll nýstúdenta í MR fyrir hönd þeirra stúdenta sem útskrifuðust úr skólanum árið 1944, fyrir 75 árum. Hann notaði tækifærið og minnti unga áheyrendur sína á að það væri dásamleg heppni að fá að lifa. Þó ekki væri nema einu sinni í allri eilífðinni. Hann ræddi einnig um loftslagsvandann og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir mannslífum og setti að lokum fram 75 ára veðurspá um vorið í framtíð þeirra. Þetta er spá fyrir fjöll, fugl og fólk. Hún ætti ekki að bregðast.Hljóðir fuglar eggjum áeiga von á góðu.Akrafjall og Esjan bláuna í sumarmóðu. „Það er nefnilega svo mikilvægt að meta lífið, bera virðingu fyrir því og skilja það,“ segir Páll sem er á móti því sem stuðlar að vanvirðingu fyrir lífinu og stuðlar að ofbeldi. Til dæmis ofbeldisíþróttum. „Það skiptir máli fyrir ungt fólk að vita yfir hverju það býr og reyna að ná eins langt og það getur í einhverju jákvæðu en ekki því sem spillir og er leifar frá eldgömlum tíma.“Ró og yfirsýnHvernig er að verða gamall?„Eldra fólk frá sjötugsaldri og upp í níutíu ára er alveg hæft til að taka þátt í þessu samfélagi.“ Fréttablaðið/Stefán„Mér finnst það merkilega gott og eiginlega líður mér að sumu leyti betur en áður. Það verður miklu minni spenna í manni eftir því sem maður eldist og ég get grúskað í mínu fagi svo lengi sem það er glóra í kollinum á mér. Ég er heppinn með það og ég hugsa að ég sé ekki orðinn vitlaus. Auðvitað er ég farinn að týna miklu niður og gleyma og stundum verð ég mér til skammar og man ekki nöfn. En fyrir það sem maður tapar fær maður kannski vissa yfirsýn og almennan skilning. Ég hreyfði mig ekki mikið áður, sat mest við borðið og grúfði mig ofan í bækurnar. Ég geri það svo sem ennþá en ég finn það hvað það er þýðingarmikið að hreyfa sig á hverjum degi. Svo sé ég betur, það er nú merkilegt. Fyrir nokkrum árum var ég nærri því orðinn blindur en þá kom indælis augnlæknir, kona sem stakk inn í augun á mér steinum og nú sé ég betur en nokkru sinni fyrr,“ segir Páll sem segist einnig hafa breytt mataræði sínu með hærri aldri og uppskera í meiri orku. „Ég var lengi með verki í kviðarholinu, fyrir nokkrum árum hætti ég að smakka kjöt og þá hurfu þeir. Nú finn ég enga verki og það er bara allt annað líf.“Las þrjá bekki utanskóla Hann segist hugsa oft til æskuáranna og hafa fengið gott atlæti. Páll fæddist í Fljótstungu í Hvítársíðu og bjó fyrstu tíu árin í burstabæ. Hann átti sex systkini sem öll fóru í bóknám. Foreldrar Páls voru Bergþór Jónsson og Kristín Pálsdóttir. „Pabbi kenndi okkur systkinunum mikið, hann tók nefnilega að sér kennslu á yngri árum í sveitinni og kenndi þá okkur líka. Hann skrifaði forskriftarbækur fyrir okkur og var afskaplega hjálplegur og vakti áhuga okkar, við vorum sjö börnin og fórum eiginlega öll í einhvers konar bóknám.“ Páll þótti fyrirmyndar nemandi og lauk gagnfræðaskólaprófi frá Alþýðuskólanum í Reykholti og var hvattur til þess að læra í Menntaskólanum í Reykjavík en þaðan lauk hann stúdentsprófi árið 1944. „Ég hafði ekki ætlað mér að fara í Menntaskólann í Reykjavík og á þessum árum var óalgengt að bændasynir yrðu stúdentar. Ég var eiginlega rekinn í þetta. Það var nú svona erfiðara að fá pláss í Reykjavík fyrir sveitafólk að búa þar svo ég tók þann póst að læra bara utanskóla,“ segir Pál sem las þrjá bekki á tveimur vetrum. „Ég skrapp stundum til Reykjavíkur og hitti kennarana og Pálma rektor. Svo settist ég í sjötta bekk og fékk herbergi hjá frændfólki mínu og mér gekk bara furðuvel. Þegar Pálmi var að útskrifa stúdenta þá las hann alltaf upp þá sem voru þrír hæstir í hverjum bekk nema í einum, þá las hann fjóra. Það var ég sem var fjórði hæstur og hann vissi að ég átti dálítið sérstaka sögu.“Tók þátt í þróun á veðurspám Páll segist hafa verið heppinn að hafa fundið sér fag til að læra sem hafi orðið ástríða hans. „Ég byrjaði í verkfræði en hafði bara alls ekki nógan áhuga og sinnti náminu ekki vel. Það gengur ekki og ég var að grúska í hinu og þessu líka. Einn daginn kemur til mín Finnbogi Rútur Þorvaldsson, prófessor í veðurfræði, og segir mér að Teresía Guðmundsson veðurstofustjóri sé að leita að stúdent til að læra veðurfræði. Hann sagðist vilja mæla með mér og ég var ráðinn til starfa á Veðurstofunni. Þar lærði ég mjög mikið áður en ég hélt utan til Stokkhólms til að læra veðurfræði. Nú vissi ég hvað ég ætlaði að gera, þetta væri það sem mig hafði dreymt um að gera,“ segir hann. Páll, sem hafði aldrei farið til útlanda áður, starfaði hjá prófessor sem var sá fyrsti til að gera veðurspá með nýtilkominni tölvutækni. „Ég átti að láta tölvuna teikna veðurkort og það hafði aldrei verið gert áður í heiminum. Í fyrstu gátum við aðeins sett inn fimm veðurstöðvar í einu í tölvuna til að gera kortið. Þessar spár voru grunnurinn að þeirri tækni sem er enn notuð í dag um allan heim,“ segir Páll frá og segir þessi ár hafa verið spennandi og gaman að hafa átt hlut í þessari þróun. „Þarna vorum við fimmtán nemendur og nú var ég hæstur í bekknum, því áhuginn fleytti mér áfram.“ Páll stundaði rannsóknir í veðurfræði við Stokkhólmsháskóla og seinna í Noregi og Englandi. Hann hefur rannsakað tölvugreiningu veðurkorta, hafísspár, vöxt og hop skriðjökla og loftslagssögu. Hann sagði veðurfréttir í Ríkissjónvarpinu í 23 ár og kenndi einnig veðurfræði við Háskóla Íslands. Nýlega birtist grein um ævi hans og störf í sænsku tímariti um loftslagsmál og þar var að sjálfsögðu einnig minnst á fallhlífarstökkið ævintýralega. Greinarhöfundurinn var fyrrverandi samnemandi Páls. „Þetta var mjög spennandi tími og þarna starfaði ég með Carli Gustav Rossby að upphafi tölvugreininga veðurkorta og þetta markaði straumhvörf,“ segir Páll en rannsóknir þeirra eru þær sem mest er vitnað til enn þann dag í dag um gerð veðurspár með tölvugreiningu.Stjórnendur standa í veginum Páll segist viss um að hægt verði að leysa loftslagsvandann ef mannkynið stendur saman. Hann segist ætla á loftslagsmótmæli með börnum sem skrópa í skólann til þess að krefja stjórnvöld um breytingar. „Já, þarna ætti ég að vera með unga fólkinu. Það eru stjórnendur sem standa í vegi fyrir því að takast á við loftslagsvandann því þeir eru bundnir við gamla tíma, börnin eru það ekki og Greta Thunberg hefur sterka sýn og rödd. Hún er frábær stúlka. Mannkynið stefnir í að verða 20 milljarðar. Fyrir hundrað árum var það einn milljarður og við erum að nota of mikið af jarðefnum á borð við kol og olíu. Í flug og ferðalög og verksmiðjur, þetta gengur ekki svona lengur því þessi orkunotkun er það sem veldur hlýnuninni. Það hlýnar og hlýnar en það er hægt að vinna á móti þessu. En við verðum að nota aðra orku og það er núna hægt að nota sólina og vindinn. Ég vona að það verði fljótt þau tímamót að við skiptum um orkugjafa því það er mikilvægt að gera það sem allra fyrst og það er líka mikilvægt að vona það besta, ég hef trú á því að unga kynslóðin geti leyst vandann á heiðarlegan og snjallan hátt.“Spennandi ráðgátaEr hann hræddur við dauðann? Og er hann trúaður?„Það er svo óskaplega mikið sem við vitum ekki og svo margt í þessu lífi og þessum heimi sem vekur ótrúlega furðu. Hugsaðu þér bara að við séum til yfirhöfuð og svona fullkomin hvert og eitt okkar. Það er alveg ótrúlegt. Ég er nú kannski ekki trúaður en ég reyni að útiloka ekki neitt. Því það er svo mikið sem við getum ekki tjáð okkur um. Eigum við ekki bara að kíkja aðeins í Almanak Háskóla Íslands?“ spyr Páll og teygir sig í það á borðstofuborðinu og les upp úr því nokkuð sem við þó vitum en minnir á smæð okkar í alheiminum: „Fjöldi smástirna um staðfestar brautir 560.000. Fjöldi vetrarbrauta í hinum sýnilega heimi, 200 milljarðar vetrarbrauta. Hugsaðu þér, og við erum bara á einni sem okkur finnst nógu stór. Stærðin á vetrarbrautinni okkar, breiddin á henni er 150 þúsund ljósár. Þessari einu af þessum 200 milljörðum. Maður yrði 150 þúsund ár að komast á endimörk vetrarbrautarinnar. Það er alltaf að bætast við í almanakið,“ segir Páll. „Lífið er spennandi ráðgáta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Sjá meira