Ingvar valinn besti leikarinn í Transylvaníu Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 12:23 Ingvar tekur við verðlaununum. Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu í gærkvöldi. Þetta er því önnur hátíðin í röð sem Ingvar hlýtur verðlaun fyrir leik sinn í myndinni, en fyrir eingöngu rúmum tveimur vikum var hann verðlaunaður á kvikmyndahátíðinni Critic´s Week í Cannes þar sem myndin var heimsfrumsýnd. Bandaríski leikarinn Nicolas Cage var einnig verðlaunaður á hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Þess má geta að Hlynur Pálmason hlaut einnig verðlaun á hátíðinni í Transylvaníu á síðasta ári, þá fyrir bestu leikstjórn fyrir fyrstu kvikmynd sína, hina dönsk/íslensku Vetrarbræður sem kom út árið 2017 og fór sigurför um heiminn í kjölfar heimsfrumsýningu í aðalkeppni Locarno kvikmyndahátíðarinnar í Sviss.Hér má sjá Ingvar veita verðlaununum viðurkenningu, en hann fékk meðal annars 1.500 evrur í sinn hlut. Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið mikið lof og fengið frábæra dóma hjá hinum ýmsu virtu kvikmyndatímaritum á borð við Cineuropa, Screen International og The Hollywood Reporter. Þá hafa gagnrýnendur farið fögrum orðum um leik Ingvars: „Ingimundur er heillandi og áhugaverður karakter, meistaralega dreginn upp af Ingvari Sigurðssyni“ segir t.a.m. í Screen International, og enn fremur að myndin sjálf sé „sjónrænt grípandi og áhrifamikil“. Myndin fjallar um lögreglustjórann Ingimund sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Myndin er framleidd af Join Motion Pictures og Sena sér um dreifingu hennar á Íslandi.Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi 6. september. Menning Tengdar fréttir Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu í gærkvöldi. Þetta er því önnur hátíðin í röð sem Ingvar hlýtur verðlaun fyrir leik sinn í myndinni, en fyrir eingöngu rúmum tveimur vikum var hann verðlaunaður á kvikmyndahátíðinni Critic´s Week í Cannes þar sem myndin var heimsfrumsýnd. Bandaríski leikarinn Nicolas Cage var einnig verðlaunaður á hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Þess má geta að Hlynur Pálmason hlaut einnig verðlaun á hátíðinni í Transylvaníu á síðasta ári, þá fyrir bestu leikstjórn fyrir fyrstu kvikmynd sína, hina dönsk/íslensku Vetrarbræður sem kom út árið 2017 og fór sigurför um heiminn í kjölfar heimsfrumsýningu í aðalkeppni Locarno kvikmyndahátíðarinnar í Sviss.Hér má sjá Ingvar veita verðlaununum viðurkenningu, en hann fékk meðal annars 1.500 evrur í sinn hlut. Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið mikið lof og fengið frábæra dóma hjá hinum ýmsu virtu kvikmyndatímaritum á borð við Cineuropa, Screen International og The Hollywood Reporter. Þá hafa gagnrýnendur farið fögrum orðum um leik Ingvars: „Ingimundur er heillandi og áhugaverður karakter, meistaralega dreginn upp af Ingvari Sigurðssyni“ segir t.a.m. í Screen International, og enn fremur að myndin sjálf sé „sjónrænt grípandi og áhrifamikil“. Myndin fjallar um lögreglustjórann Ingimund sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Myndin er framleidd af Join Motion Pictures og Sena sér um dreifingu hennar á Íslandi.Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi 6. september.
Menning Tengdar fréttir Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09