Umdeild refsing skilaði Hamilton enn einum sigrinum Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. júní 2019 20:19 Lewis Hamilton styrkti stöðu sína á toppnum í keppni ökuþóra í Formúla 1 en hann vann sigur þrátt fyrir að hafa komið annar í mark á Gilles Villenueve brautinni í Montreal í dag. Sebastian Vettel á Ferrari var nefnilega fyrstur í mark en hann fékk fimm sekúndna refsingu þegar skammt var eftir af kappakstrinum og var sú ákvörðun vægast sagt umdeild en Ferrari-menn voru æfir yfir dómnum og þá sérstaklega Vettel sjálfur. Hann gekk berserksgang um svæðið eftir kappaksturinn og lét dómarana hafa það óþvegið. Hann hugðist ekki mæta á blaðamannafund sem ætlaður er þeim sem enda í þremur efstu sætunum en lét að lokum segjast og mætti þangað. Áður en hann mætti þangað sýndi hann vanþóknun sína með því að skipta um skilti fyrir framan bíl Hamilton.Parc Ferme... #CanadianGP#F1pic.twitter.com/cJOuT5hnwP — Formula 1 (@F1) June 9, 2019"Ekki baula á Lewis"Áhorfendur í Kanada virtust á einu máli um ákvörðunina og var mikið baulað þegar Hamilton var krýndur sigurvegari. „Eina sem ég get sagt er að ég tók ekki þessa ákvörðun svo ég veit ekki af hverju þeir ættu að baula á mig,“ sagði Hamilton og Vettel tók undir orð hans. „Fólkið ætti ekki að baula á Lewis. Það á að baula á þá sem taka þessar ákvarðanir,“ sagði hundfúll Vettel.Hér fyrir neðan má sjá atvikið sem varð til þess að Vettel var refsað en líklegt má þykja að niðurstöður kappaksturins muni hafa einhverja eftirmála. Kanada kappakstrinum verður gerð frekari skil á Vísi á morgun.Race. Defining. Moment. #CanadianGP #F1 pic.twitter.com/053sau3we1— Formula 1 (@F1) June 9, 2019 Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton styrkti stöðu sína á toppnum í keppni ökuþóra í Formúla 1 en hann vann sigur þrátt fyrir að hafa komið annar í mark á Gilles Villenueve brautinni í Montreal í dag. Sebastian Vettel á Ferrari var nefnilega fyrstur í mark en hann fékk fimm sekúndna refsingu þegar skammt var eftir af kappakstrinum og var sú ákvörðun vægast sagt umdeild en Ferrari-menn voru æfir yfir dómnum og þá sérstaklega Vettel sjálfur. Hann gekk berserksgang um svæðið eftir kappaksturinn og lét dómarana hafa það óþvegið. Hann hugðist ekki mæta á blaðamannafund sem ætlaður er þeim sem enda í þremur efstu sætunum en lét að lokum segjast og mætti þangað. Áður en hann mætti þangað sýndi hann vanþóknun sína með því að skipta um skilti fyrir framan bíl Hamilton.Parc Ferme... #CanadianGP#F1pic.twitter.com/cJOuT5hnwP — Formula 1 (@F1) June 9, 2019"Ekki baula á Lewis"Áhorfendur í Kanada virtust á einu máli um ákvörðunina og var mikið baulað þegar Hamilton var krýndur sigurvegari. „Eina sem ég get sagt er að ég tók ekki þessa ákvörðun svo ég veit ekki af hverju þeir ættu að baula á mig,“ sagði Hamilton og Vettel tók undir orð hans. „Fólkið ætti ekki að baula á Lewis. Það á að baula á þá sem taka þessar ákvarðanir,“ sagði hundfúll Vettel.Hér fyrir neðan má sjá atvikið sem varð til þess að Vettel var refsað en líklegt má þykja að niðurstöður kappaksturins muni hafa einhverja eftirmála. Kanada kappakstrinum verður gerð frekari skil á Vísi á morgun.Race. Defining. Moment. #CanadianGP #F1 pic.twitter.com/053sau3we1— Formula 1 (@F1) June 9, 2019
Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti