Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2019 10:05 Sár að fjallabaki. Umhverfisstofnun Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. „Náttúran skartar sínu fegursta og gestir himinlifandi yfir því að komast á hálendið svo snemma sumars. Með aukinni bílaumferð fylgja þó vandamál, ólöglegur utanvegaakstur sem er ein mesta ógnin gegn verndargildi friðlandsins,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. „Í eftirliti starfsmanna Umhverfisstofnunar um friðlandið þegar fjallvegir voru opnaðir í vor komu í ljós mörg ljót sár eftir utanvegaakstur sbr. mynd sem hér fylgir. Neikvæð áhrif utanvegaaksturs eru margvísleg; ásýnd svæðisins versnar til muna, hjólförin skilja eftir rákir eða sár í gróðursverðinum sem getur tekið tugi ára að jafna sig. Það skapast kjöraðstæður fyrir vatnsrof sem veldur jarðvegsrofi og síðast en ekki síst hafa þessi ummerki neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna í óbyggðum.“ Umhverfisstofnun segist hafa ásamt fleiri aðilum staðið fyrir átaki í að reyna að sporna við þessum ósóma sem skilað hefur nokkrum árangri. „Almenningur og ferðaþjónustufyrirtæki eru meðvitaðri um alvarleika málsins og taka þátt í að sporna við og upplýsa um ólöglegan utanvegaakstur. Einnig hefur landvarsla verið aukin á hálendinu, en betur má ef duga skal. Landverðir starfa einungis yfir sumartímann í 3-4 mánuði á ári en ferðamenn fara um hálendið allt árið um kring. Drjúgur tími landvarða yfir sumartímann fer í eftirlit og lagfæringar á sárum eftir utanvegaakstur en fæstir þeirra sem valda skemmdunum eru gripnir á vettvangi.“ Mikilvægt sé að efla enn frekar fræðslu um neikvæð áhrif utanvegaaksturs og ná til gesta áður en lagt er upp í ferðalag um náttúru Íslands. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. „Náttúran skartar sínu fegursta og gestir himinlifandi yfir því að komast á hálendið svo snemma sumars. Með aukinni bílaumferð fylgja þó vandamál, ólöglegur utanvegaakstur sem er ein mesta ógnin gegn verndargildi friðlandsins,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. „Í eftirliti starfsmanna Umhverfisstofnunar um friðlandið þegar fjallvegir voru opnaðir í vor komu í ljós mörg ljót sár eftir utanvegaakstur sbr. mynd sem hér fylgir. Neikvæð áhrif utanvegaaksturs eru margvísleg; ásýnd svæðisins versnar til muna, hjólförin skilja eftir rákir eða sár í gróðursverðinum sem getur tekið tugi ára að jafna sig. Það skapast kjöraðstæður fyrir vatnsrof sem veldur jarðvegsrofi og síðast en ekki síst hafa þessi ummerki neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna í óbyggðum.“ Umhverfisstofnun segist hafa ásamt fleiri aðilum staðið fyrir átaki í að reyna að sporna við þessum ósóma sem skilað hefur nokkrum árangri. „Almenningur og ferðaþjónustufyrirtæki eru meðvitaðri um alvarleika málsins og taka þátt í að sporna við og upplýsa um ólöglegan utanvegaakstur. Einnig hefur landvarsla verið aukin á hálendinu, en betur má ef duga skal. Landverðir starfa einungis yfir sumartímann í 3-4 mánuði á ári en ferðamenn fara um hálendið allt árið um kring. Drjúgur tími landvarða yfir sumartímann fer í eftirlit og lagfæringar á sárum eftir utanvegaakstur en fæstir þeirra sem valda skemmdunum eru gripnir á vettvangi.“ Mikilvægt sé að efla enn frekar fræðslu um neikvæð áhrif utanvegaaksturs og ná til gesta áður en lagt er upp í ferðalag um náttúru Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira