Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 07:45 John Oliver varði rúmlega einni og hálfri mínútu af þætti sínum í gærkvöld til að ræða Hatara. Skjáskot Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. Háðfuglinn John Oliver, sem stýrir hinum vinsæla Last Week Tonight, gerði sér þannig mat úr framgöngu Hatara í þætti sínum í gærkvöldi. Eftir upptalningu á mörgum af áhugaverðari atriðum keppninnar, til að mynda lýsti Oliver ástralska keppandanum sem „Elsu úr Frozen á priki,“ sagði þáttastjórnandinn að ekkert atriði hefði þó verið jafn sláandi og hið íslenska - „sem tók allt aðra stefnu.“ Því næst spilaði hann brot úr laginu, við mikla kátínu áhorfenda. „Indælt! Loksins erum við komin með svarið við spurningunni: „Hvað myndi gerast ef þú myndir dreifa englaryki yfir sýningu hjá Chris Angel,“ sagði Oliver og vísaði þar til bandarísks töframanns.Þá greindi Oliver frá því að Hatari hefði farið á svig við reglur keppninnar, sem banna pólitískan áróður, og setti það í samhengi við fyrirætlanir Hatara um að knésetja kapítalismann. „Ef þú spyrð þig hvers vegna þau telja sig hæf til að ræða alþjóðastjórnmál, þá er það raunar í ættinni,“ sagði Oliver og vísaði þar til þess að Einar Hrafn Stefánsson, trommari sveitarinnar, er sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Eftir að hafa spilað brot úr „viðtali“ Good Morning Britain við Einar, sem tekið var á ströndinni í Tel Aviv á dögunum, sagði Oliver og lauk þannig innslagi sínu um Hatara: „Vá, þið gætuð verið að hugsa með ykkur að þetta sé vandræðalegasta barn stjórnmálamanns sem þið hafið nokkurn tímann séð. Leyfið mér þá að minna ykkur á tilvist Meghan McCain.“ Athygli vekur að John Oliver minntist ekki einu orði á palestínska fánann sem Hatari dró fram á úrslitakvöldinu, sem ætla má að hafi vakið hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla um helgina. Hér að ofan má sjá brotið með Hatara úr þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum. Eurovision Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. Háðfuglinn John Oliver, sem stýrir hinum vinsæla Last Week Tonight, gerði sér þannig mat úr framgöngu Hatara í þætti sínum í gærkvöldi. Eftir upptalningu á mörgum af áhugaverðari atriðum keppninnar, til að mynda lýsti Oliver ástralska keppandanum sem „Elsu úr Frozen á priki,“ sagði þáttastjórnandinn að ekkert atriði hefði þó verið jafn sláandi og hið íslenska - „sem tók allt aðra stefnu.“ Því næst spilaði hann brot úr laginu, við mikla kátínu áhorfenda. „Indælt! Loksins erum við komin með svarið við spurningunni: „Hvað myndi gerast ef þú myndir dreifa englaryki yfir sýningu hjá Chris Angel,“ sagði Oliver og vísaði þar til bandarísks töframanns.Þá greindi Oliver frá því að Hatari hefði farið á svig við reglur keppninnar, sem banna pólitískan áróður, og setti það í samhengi við fyrirætlanir Hatara um að knésetja kapítalismann. „Ef þú spyrð þig hvers vegna þau telja sig hæf til að ræða alþjóðastjórnmál, þá er það raunar í ættinni,“ sagði Oliver og vísaði þar til þess að Einar Hrafn Stefánsson, trommari sveitarinnar, er sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Eftir að hafa spilað brot úr „viðtali“ Good Morning Britain við Einar, sem tekið var á ströndinni í Tel Aviv á dögunum, sagði Oliver og lauk þannig innslagi sínu um Hatara: „Vá, þið gætuð verið að hugsa með ykkur að þetta sé vandræðalegasta barn stjórnmálamanns sem þið hafið nokkurn tímann séð. Leyfið mér þá að minna ykkur á tilvist Meghan McCain.“ Athygli vekur að John Oliver minntist ekki einu orði á palestínska fánann sem Hatari dró fram á úrslitakvöldinu, sem ætla má að hafi vakið hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla um helgina. Hér að ofan má sjá brotið með Hatara úr þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum.
Eurovision Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37
Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00