Eins og ef Messi eða Ronaldo neituðu að taka þátt í HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 09:30 Ada Hegerberg kyssir Meistaradeildarbikarinn í Búdapest um helgina. Getty/Matthew Ashton Það er auðvelt að ímynda sér fjölmiðlafárið ef Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu neitað að spila með landsliðum sínum á HM í Rússlandi í fyrra en þannig er einmitt staðan í heimi kvennaknattspyrnunnar. Hin norska Ada Hegerberg var valin besta knattspyrnukona heims í fyrra en hún er ekki í HM-hóp Norðmanna sem eru á leiðinni á HM í Frakklandi í næsta mánuði. Ada Hegerberg minnti á sig um helgina þegar hún skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hún vann þriðja árið í röð með Lyon. Hegerberg útskýrði afstöðu sína gagnvart norska landsliðinu í viðtali við Ólympíusjónvarpsstöðina eftir leikinn."I don’t think most of the female players get what they deserve today." - Ada Hegerberg, who scored a hattrick in the #UWCLfinal, on why equality is important in sports and how she became the best https://t.co/FnNtaarOLT#UWCL #WomenInFootball@FIFAWWC@AdaStolsmo — Olympic Channel (@olympicchannel) May 19, 2019„Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt en ég sakna þess ekki að spila fyrir knattspyrnusambandið mitt eða frekar knattspyrnusamband ykkar,“ sagði Ada Hegerberg sem hefur átt í deilum við forráðamenn norska knattspyrnusambandsins. Ada vildi ekkert ræða þetta mál við norska ríkisútvarpið en fréttamaður Ólympíusjónvarpsstöðvarinnar fékk aðeins meira frá henni. „Ég er ennþá stolt af því að vera Norðmaður. Ég elska landsliðið mitt. Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt og það ætti að útskýra stöðuna. Ég bað aldrei um að enda í þessari stöðu en svona er bara veruleikinn,“ sagði Ada Hegerberg. Hegerberg hefur gagnrýnt kúltúrinn í kringum kvennalandsliðið og segir að það þurfi að gera miklu meira til að hjálpa kvennafótboltanum í Noregi. „Ég reyndi að hafa eins mikil áhrif og ég gat á síðustu árunum sem ég spilaði með landsliðinu en það hafði hjálpaði ekki. Þeir vildu ekki heyra þetta,“ sagði Hegerberg. Hún er tilbúin að fórna HM til að berjast fyrir rét Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul og ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Hún lék sinn síðasta landslið árið 2017 og er með 38 mörk í 66 landsleikjum. Hún hefur aftur á móti skorað 193 mörk í 165 leikjum með Lyon þar af 40 mörk í 39 leikjum í Meistaradeildinni. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira
Það er auðvelt að ímynda sér fjölmiðlafárið ef Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu neitað að spila með landsliðum sínum á HM í Rússlandi í fyrra en þannig er einmitt staðan í heimi kvennaknattspyrnunnar. Hin norska Ada Hegerberg var valin besta knattspyrnukona heims í fyrra en hún er ekki í HM-hóp Norðmanna sem eru á leiðinni á HM í Frakklandi í næsta mánuði. Ada Hegerberg minnti á sig um helgina þegar hún skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hún vann þriðja árið í röð með Lyon. Hegerberg útskýrði afstöðu sína gagnvart norska landsliðinu í viðtali við Ólympíusjónvarpsstöðina eftir leikinn."I don’t think most of the female players get what they deserve today." - Ada Hegerberg, who scored a hattrick in the #UWCLfinal, on why equality is important in sports and how she became the best https://t.co/FnNtaarOLT#UWCL #WomenInFootball@FIFAWWC@AdaStolsmo — Olympic Channel (@olympicchannel) May 19, 2019„Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt en ég sakna þess ekki að spila fyrir knattspyrnusambandið mitt eða frekar knattspyrnusamband ykkar,“ sagði Ada Hegerberg sem hefur átt í deilum við forráðamenn norska knattspyrnusambandsins. Ada vildi ekkert ræða þetta mál við norska ríkisútvarpið en fréttamaður Ólympíusjónvarpsstöðvarinnar fékk aðeins meira frá henni. „Ég er ennþá stolt af því að vera Norðmaður. Ég elska landsliðið mitt. Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt og það ætti að útskýra stöðuna. Ég bað aldrei um að enda í þessari stöðu en svona er bara veruleikinn,“ sagði Ada Hegerberg. Hegerberg hefur gagnrýnt kúltúrinn í kringum kvennalandsliðið og segir að það þurfi að gera miklu meira til að hjálpa kvennafótboltanum í Noregi. „Ég reyndi að hafa eins mikil áhrif og ég gat á síðustu árunum sem ég spilaði með landsliðinu en það hafði hjálpaði ekki. Þeir vildu ekki heyra þetta,“ sagði Hegerberg. Hún er tilbúin að fórna HM til að berjast fyrir rét Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul og ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Hún lék sinn síðasta landslið árið 2017 og er með 38 mörk í 66 landsleikjum. Hún hefur aftur á móti skorað 193 mörk í 165 leikjum með Lyon þar af 40 mörk í 39 leikjum í Meistaradeildinni.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira