Vatnsflaska óvart í lokaþætti Game of Thrones Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2019 11:15 Glöggir aðdáendur Game of Thrones komu auga á vatnsflösku í lokaþættinum. Vísir/ap Komið er að leiðarlokum hinnar geysivinsælu þáttaraðar Game of Thrones eftir átta farsæl ár á skjánum. Lokaþátturinn, sem er númer 73. í röðinni, var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO og Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Í þessari frétt verður ekki farið ofan í saumana á atburðarásinni en greining Samúels Karls Ólasonar, blaðamanns Vísis, á lokaþættinum mun birtast í kvöld. Kaffibolli frá Starbucks-keðjunni sást fyrir slysni í einu atriðinu í fjórða þætti Game of Thrones og olli þetta miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Hið sama var uppi á teningnum í lokaþættinum í gær því glöggir aðdáendur þáttanna tóku eftir því að vatnsflaska sást gægjast fyrir aftan vinstri fótlegg Samwells Tarly í King‘s Landing, höfuðborg Westeros.a water bottle in King’s Landing!! #got#gameofthronespic.twitter.com/mwGQlsLwnh — Beth (@bethisloco) May 20, 2019 Variety hafði eftir Hauke Richter, listrænum stjórnanda þáttanna, að það væri alls ekki óalgengt að hlutir gleymdust á setti og sæjust í þáttunum jafnvel eftir alla eftirvinnslu. Óhætt er að segja að mikil spenna hafði byggst upp fyrir lokaþáttinn en blásið var til Game of Thrones áhorfsveislna víða um heim. Þættirnir í nýjustu seríunni slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru og hefur enginn sjónvarpsþáttur hlotið jafn mörg Emmy-verðlaun. Þó eru alls ekki allir sáttir við lokaseríuna og rúm milljón áhorfenda hafa skrifað undir ákall um að lokaserían yrði endurgerð „með hæfari handritshöfundum“. Er það mat margra að handritið að síðustu seríunni hefði verið skrifað í of miklum flýti. Rithöfundurinn Stephen King kom handritshöfundum þáttanna til varnar. „Það hefur verið heilmikil neikvæðni gagnvart lokaþáttaröðinni en ég held að skýringin sé einfaldlega sú að fólk hafi yfir höfuð ekki viljað nein endalok.“ Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45 Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07 Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00 Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Fleiri fréttir Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Sjá meira
Komið er að leiðarlokum hinnar geysivinsælu þáttaraðar Game of Thrones eftir átta farsæl ár á skjánum. Lokaþátturinn, sem er númer 73. í röðinni, var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO og Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Í þessari frétt verður ekki farið ofan í saumana á atburðarásinni en greining Samúels Karls Ólasonar, blaðamanns Vísis, á lokaþættinum mun birtast í kvöld. Kaffibolli frá Starbucks-keðjunni sást fyrir slysni í einu atriðinu í fjórða þætti Game of Thrones og olli þetta miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Hið sama var uppi á teningnum í lokaþættinum í gær því glöggir aðdáendur þáttanna tóku eftir því að vatnsflaska sást gægjast fyrir aftan vinstri fótlegg Samwells Tarly í King‘s Landing, höfuðborg Westeros.a water bottle in King’s Landing!! #got#gameofthronespic.twitter.com/mwGQlsLwnh — Beth (@bethisloco) May 20, 2019 Variety hafði eftir Hauke Richter, listrænum stjórnanda þáttanna, að það væri alls ekki óalgengt að hlutir gleymdust á setti og sæjust í þáttunum jafnvel eftir alla eftirvinnslu. Óhætt er að segja að mikil spenna hafði byggst upp fyrir lokaþáttinn en blásið var til Game of Thrones áhorfsveislna víða um heim. Þættirnir í nýjustu seríunni slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru og hefur enginn sjónvarpsþáttur hlotið jafn mörg Emmy-verðlaun. Þó eru alls ekki allir sáttir við lokaseríuna og rúm milljón áhorfenda hafa skrifað undir ákall um að lokaserían yrði endurgerð „með hæfari handritshöfundum“. Er það mat margra að handritið að síðustu seríunni hefði verið skrifað í of miklum flýti. Rithöfundurinn Stephen King kom handritshöfundum þáttanna til varnar. „Það hefur verið heilmikil neikvæðni gagnvart lokaþáttaröðinni en ég held að skýringin sé einfaldlega sú að fólk hafi yfir höfuð ekki viljað nein endalok.“
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45 Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07 Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00 Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Fleiri fréttir Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Sjá meira
Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45
Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07
Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00