Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2019 13:00 Murad 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva þá staðalímyndir. Hljómsveitin Hatari mun á næstu dögum gefa út lag sem var unnið með Bashar Murad, palestínskum hinsegin popplistamanni. Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Á meðan Eurovision stóð yfir í Tel Aviv var Murad einn þeirra sem stóð að Globalvision, tónlistarviðburði sem var haldið til höfuðs Eurovision og fór fram á sama tíma. Viðburðir á vegum Globalvision voru haldnir í Betlehem, Lundúnum, Haifa og Dyflinni. Bæði Hatari og Murad hafa birt þrjár myndir af Palestínska fánanum á Instagram með þeim skilaboðum að eitthvað sé í vændum.Hatari X Bashar Murad pic.twitter.com/YMZcgFdGh7 — Bashar Murad (@BasharMusic) May 20, 2019 Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði.Murad segist ekki kæra sig um að hernámið sé réttlætt á þeim grundvelli að víða sé pottur brotinn í Palestínu er varðar réttindi hinsegin fólks.„Við búum hérna og við lifum alveg af,“ segir Murad um hinsegin fólk í Palestínu og segir að vissulega séu ekki allir Palestínumenn sem sýni hinsegin fólki skilning en bætir við að öfgasinnar vaði uppi í öllum heimshlutum. „Það er samkynhneigt fólk í Palestínu – í Jerúsalem, Ramallah eins og á öðrum stöðum – við förum út og hittumst og tilheyrum samfélagi“. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Sjá meira
Hljómsveitin Hatari mun á næstu dögum gefa út lag sem var unnið með Bashar Murad, palestínskum hinsegin popplistamanni. Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Á meðan Eurovision stóð yfir í Tel Aviv var Murad einn þeirra sem stóð að Globalvision, tónlistarviðburði sem var haldið til höfuðs Eurovision og fór fram á sama tíma. Viðburðir á vegum Globalvision voru haldnir í Betlehem, Lundúnum, Haifa og Dyflinni. Bæði Hatari og Murad hafa birt þrjár myndir af Palestínska fánanum á Instagram með þeim skilaboðum að eitthvað sé í vændum.Hatari X Bashar Murad pic.twitter.com/YMZcgFdGh7 — Bashar Murad (@BasharMusic) May 20, 2019 Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði.Murad segist ekki kæra sig um að hernámið sé réttlætt á þeim grundvelli að víða sé pottur brotinn í Palestínu er varðar réttindi hinsegin fólks.„Við búum hérna og við lifum alveg af,“ segir Murad um hinsegin fólk í Palestínu og segir að vissulega séu ekki allir Palestínumenn sem sýni hinsegin fólki skilning en bætir við að öfgasinnar vaði uppi í öllum heimshlutum. „Það er samkynhneigt fólk í Palestínu – í Jerúsalem, Ramallah eins og á öðrum stöðum – við förum út og hittumst og tilheyrum samfélagi“.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12
Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45