Veiðistaðakynning í Þjórsá á sunnudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2019 14:49 Urriðafoss í Þjórsá gaf 755 laxa í fyrrasumnar Mynd: Iceland Outfitters Það er óhætt að segja að Urriðafoss í Þjórsá hafio verið óvæntasta veiðisvæðið í fyrra en þá veiddust 1320 laxar á fjórar stangir. Þetta nýja veiðisvæði er algjörlega búið að slá í gegn og er staðan þannig að aðeins örfáar stangir eru lausar í sumar. Veiðin þarna byrjaði sem tilraunaveið og það átti engin von á því að þetta myndi takast jafnvel og raun ber vitni. Nú ber svo við að tilraunaveiðar hefjast á fleiri spennandi svæðum í Þjórsá en þau eru Urriðafoss B & Þjótandi, Þjórsártún og Kálfholt. Af þessu tilefni ætlar Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters að bjóða öllum áhugasömum að kynnast veiðisvæðum Iceland Outfitters í Þjórsá. Veiðistaðakynningin verður þann 26. maí kl 12:00 og verður tekið á móti veiðimönnum sem eru áhugasamir um svæðið á bílastæðinu við Urriðafoss kl 12:00. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast veiðinni í Þjórsá, hvernig best er bera sig að og hvað ber að varast. Vinsamlegast skráið ykkur til þáttöku hér. Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði
Það er óhætt að segja að Urriðafoss í Þjórsá hafio verið óvæntasta veiðisvæðið í fyrra en þá veiddust 1320 laxar á fjórar stangir. Þetta nýja veiðisvæði er algjörlega búið að slá í gegn og er staðan þannig að aðeins örfáar stangir eru lausar í sumar. Veiðin þarna byrjaði sem tilraunaveið og það átti engin von á því að þetta myndi takast jafnvel og raun ber vitni. Nú ber svo við að tilraunaveiðar hefjast á fleiri spennandi svæðum í Þjórsá en þau eru Urriðafoss B & Þjótandi, Þjórsártún og Kálfholt. Af þessu tilefni ætlar Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters að bjóða öllum áhugasömum að kynnast veiðisvæðum Iceland Outfitters í Þjórsá. Veiðistaðakynningin verður þann 26. maí kl 12:00 og verður tekið á móti veiðimönnum sem eru áhugasamir um svæðið á bílastæðinu við Urriðafoss kl 12:00. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast veiðinni í Þjórsá, hvernig best er bera sig að og hvað ber að varast. Vinsamlegast skráið ykkur til þáttöku hér.
Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði