Gerði sér ekki grein fyrir alvarleika veikindanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 13:31 Kristín vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona á 100, hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í tæp tólf ár þegar hún kom einn daginn að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín opnaði sig um þessa átakanlegu lífsreynslu og djúpstæðu sorg í tilfinningaþrungnu viðtali í Íslandi í dag. Hún vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar og barnanna. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi og að henni lokinni hélt Kristín að hann væri á batavegi. „Nokkrum dögum áður en hann fer í meðferð þá segi ég við hann: ég vil þennan djöfulsins fíkil burt úr okkar lífi og ég vil fá Brynjar til baka. Og ég vildi það af því ég var ekki tilbúin að gefast upp,“ segir Kristín sem bætir við að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hversu veikur hann hefði verið fyrr en eftir Brynjar lést.“ Daginn sem Brynjar lést sagðist hann þurfa að taka til í bílskúrnum og Kristín fór að venju í sína vinnu. Þegar Kristín kom heim úr vinnunni kom hún að Brynjari látnum í bílskúrnum. „Þar bara var hann, alveg við hurðina. Og það var bara eins og það hefði kjarnorkusprenging sprungið innan í mér. Ég bara trúði ekki að þetta væri að gerast. Þegar maður upplifir þetta. Við vorum saman í næstum tólf ár og búin að ganga í gegnum alls konar og ég trúði þessu ekki.“ Kristín hóf strax endurlífgun en án árangurs. „Mig minnir að ég hafi sagt við manninn hjá neyðarlínunni að ég vissi hvernig þetta var en á sama tíma var vonin svo sterk um að hann myndi hafa þetta af. Þetta gat ekki verið að koma fyrir okkur og hann og að þetta væri ákvörðun sem hann tók, sem svo seinna ég komst að að væri ekkert hans ákvörðun af því svona er þessi sjúkdómur og þessi veikindi.“ Kristín segir að hún hafi fengið góða aðstoð eftir áfallið. Henni hafi verið bent á að það væri gott að hún gæti ekki skilið hvernig það væri að fara þessa leið. „Það er gott fyrir okkur. Það væri mjög alvarlegt ef maður myndi skilja það.“ Kristín segir að það sé mikilvægt að halda á lofti opinni umræðu um fíknivanda og sjálfsvíg af hans völdum. „Við verðum að segja satt. Ég ákvað að segja satt líka til að brjóta þennan hlekk sem gengur niður margar fjölskyldur út af því að óheiðarleikinn heldur áfram.“ Kristín segist vilja segja satt um áfallið og segir hiklaust frá því sem dró hann til dauða. „Hann dó af því að hann var veikur.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona á 100, hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í tæp tólf ár þegar hún kom einn daginn að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín opnaði sig um þessa átakanlegu lífsreynslu og djúpstæðu sorg í tilfinningaþrungnu viðtali í Íslandi í dag. Hún vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar og barnanna. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi og að henni lokinni hélt Kristín að hann væri á batavegi. „Nokkrum dögum áður en hann fer í meðferð þá segi ég við hann: ég vil þennan djöfulsins fíkil burt úr okkar lífi og ég vil fá Brynjar til baka. Og ég vildi það af því ég var ekki tilbúin að gefast upp,“ segir Kristín sem bætir við að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hversu veikur hann hefði verið fyrr en eftir Brynjar lést.“ Daginn sem Brynjar lést sagðist hann þurfa að taka til í bílskúrnum og Kristín fór að venju í sína vinnu. Þegar Kristín kom heim úr vinnunni kom hún að Brynjari látnum í bílskúrnum. „Þar bara var hann, alveg við hurðina. Og það var bara eins og það hefði kjarnorkusprenging sprungið innan í mér. Ég bara trúði ekki að þetta væri að gerast. Þegar maður upplifir þetta. Við vorum saman í næstum tólf ár og búin að ganga í gegnum alls konar og ég trúði þessu ekki.“ Kristín hóf strax endurlífgun en án árangurs. „Mig minnir að ég hafi sagt við manninn hjá neyðarlínunni að ég vissi hvernig þetta var en á sama tíma var vonin svo sterk um að hann myndi hafa þetta af. Þetta gat ekki verið að koma fyrir okkur og hann og að þetta væri ákvörðun sem hann tók, sem svo seinna ég komst að að væri ekkert hans ákvörðun af því svona er þessi sjúkdómur og þessi veikindi.“ Kristín segir að hún hafi fengið góða aðstoð eftir áfallið. Henni hafi verið bent á að það væri gott að hún gæti ekki skilið hvernig það væri að fara þessa leið. „Það er gott fyrir okkur. Það væri mjög alvarlegt ef maður myndi skilja það.“ Kristín segir að það sé mikilvægt að halda á lofti opinni umræðu um fíknivanda og sjálfsvíg af hans völdum. „Við verðum að segja satt. Ég ákvað að segja satt líka til að brjóta þennan hlekk sem gengur niður margar fjölskyldur út af því að óheiðarleikinn heldur áfram.“ Kristín segist vilja segja satt um áfallið og segir hiklaust frá því sem dró hann til dauða. „Hann dó af því að hann var veikur.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira