Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2019 21:11 Hljómsveitin KEiiNO frá Noregi vann símakosninguna í úrslitum Eurovision í ár en hafnaði að endingu í 5. sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð með. Getty/Guy Prives Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. Yfir tvö þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina sem stofnað var til í kjölfar úrslita Eurovision á laugardag, þar sem Holland bar sigur úr býtum. Hollenski flytjandinn, Duncan Laurence, hlaut 231 stig frá dómnefndum og 261 úr símakosningu en stig dómnefndar og símakosning gilda til helminga.Sjá einnig: Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Úrslit keppninnar hefðu þó farið á annan veg ef aðeins er horft til símakosningarinnar. Þar varð norska framlagið hlutskarpast með 291 stig en hafnaði í fimmta sæti að viðbættum dómnefndastigum. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar rökstyðja einmitt afstöðu sína með örlögum Noregs. „Atkvæði dómara geta breytt uppröðun landanna algjörlega og það er mjög ósanngjarnt í ljósi þess að dómnefndirnar eru aðeins nokkrar manneskjur frá hverju landi. Atkvæði þjóðanna ættu að vera einu atkvæðin sem skipta máli.“Eurovision-sérfræðingurinn Per Andre Sundnes sagði í samtali við Mbl daginn eftir úrslit Eurovision að Norðmönnum fyndist þeir sviknir vegna dómnefndakerfisins. Þá hefði Ísland hafnað í sjötta sæti í keppninni en ekki því tíunda ef dómnefnda hefði ekki notið við. Framlag Íslands fékk 48 stig frá dómnefndum en 186 úr símakosningu. Þá var Hatari, fulltrúi Íslands í keppninni, efstur í símakosningu á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar en hafnaði að endingu í þriðja sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð saman við. Töluverðar breytingar hafa orðið á kosningakerfi Eurovision í gegnum tíðina en árin 2003-8 var aðeins notast við símakosningu, eftir að dómnefndir höfðu komið að stigagjöfinni frá stofnun keppninnar. Dómnefndakerfið var svo tekið upp að nýju árið 2009 en hefur síðan tekið nokkrum breytingum. Eurovision Tengdar fréttir Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08 Mest lesið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Sjá meira
Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. Yfir tvö þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina sem stofnað var til í kjölfar úrslita Eurovision á laugardag, þar sem Holland bar sigur úr býtum. Hollenski flytjandinn, Duncan Laurence, hlaut 231 stig frá dómnefndum og 261 úr símakosningu en stig dómnefndar og símakosning gilda til helminga.Sjá einnig: Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Úrslit keppninnar hefðu þó farið á annan veg ef aðeins er horft til símakosningarinnar. Þar varð norska framlagið hlutskarpast með 291 stig en hafnaði í fimmta sæti að viðbættum dómnefndastigum. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar rökstyðja einmitt afstöðu sína með örlögum Noregs. „Atkvæði dómara geta breytt uppröðun landanna algjörlega og það er mjög ósanngjarnt í ljósi þess að dómnefndirnar eru aðeins nokkrar manneskjur frá hverju landi. Atkvæði þjóðanna ættu að vera einu atkvæðin sem skipta máli.“Eurovision-sérfræðingurinn Per Andre Sundnes sagði í samtali við Mbl daginn eftir úrslit Eurovision að Norðmönnum fyndist þeir sviknir vegna dómnefndakerfisins. Þá hefði Ísland hafnað í sjötta sæti í keppninni en ekki því tíunda ef dómnefnda hefði ekki notið við. Framlag Íslands fékk 48 stig frá dómnefndum en 186 úr símakosningu. Þá var Hatari, fulltrúi Íslands í keppninni, efstur í símakosningu á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar en hafnaði að endingu í þriðja sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð saman við. Töluverðar breytingar hafa orðið á kosningakerfi Eurovision í gegnum tíðina en árin 2003-8 var aðeins notast við símakosningu, eftir að dómnefndir höfðu komið að stigagjöfinni frá stofnun keppninnar. Dómnefndakerfið var svo tekið upp að nýju árið 2009 en hefur síðan tekið nokkrum breytingum.
Eurovision Tengdar fréttir Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08 Mest lesið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Sjá meira
Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02
Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36
Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið