Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Bale Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 23:30 Gareth Bale kyssir Meistaradeildarbikairnn fyrir ári síðan.Margt hefur breyst síðan þá. Getty/Helios de la Rubia Það er ekki bara þjálfarinn Zinedine Zidane sem vill ekkert með Gareth Bale hafa á næstu leiktíð Real Madrid liðsins. Stuðningsmenn félagsins hafa líka látið sína skoðun í ljós. Það er búist við miklum breytingum á leikmannahópi Real Madrid í sumar eftir skelfilegt tímabil þar sem liðið fór í gegnum þrjá þjálfara og var hvergi nálægt því að vinna titil. Spænska íþróttablaðið AS gerði því könnun á því hvaða leikmönnum stuðningsmenn Real Madrid vilja halda og hvaða leikmenn þeir vilja losna við. Mikil þátttaka var í þessari skoðanakönnun en alls fékk AS fimm milljónir atkvæða í henni.Five million Real Madrid fans have voted on which players should stay and go this season... 24th - Gareth Bale (9% approval) 17th - Toni Kroos (36% approval) 10th - Thibaut Courtois (65% approval) ? 1st - Dani Carvajal (92% approval)#RMCFhttps://t.co/2PdXAjtnaZ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 21, 2019Þetta var erfitt tímabil fyrir menn eins og Gareth Bale, Marcelo, Isco og Mariano Diaz. Þeir koma líka illa út úr þessari skoðunarkönnun en enginn þó verr en sá velski. Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Gareth Bale og skipar hann 24. og síðasta sætið á lista AS. Næsti maður fyrir ofan hann er Mariano Diaz en hann fékk þó 24 prósent stuðning. Allir hjá Real Madrid tala um að Gareth Bale verði að fara en hann á enn eftir þrjú ár eftir af samningi sínum og það eru fá félög sem geta borgað eins há laun eins og hann fær frá spæsnska stórliðinu. Dani Carvajal er vinsælastur en hann fékk 92 prósent stuðning og þá var brasilíska undrabarnið Vinicius Junior með 89 prósent stuðning. Fyrirliðinn Sergio Ramos er ekki alveg óumdeildur því hann fékk „bara“ 84 prósent stuðning. Keylor Navas (76%) fékk líka mun meiri stuðning en Thibaut Courtois (65%) en belgíski markvörðurinn átti mjög erfitt fyrsta tímabil hjá Real Madrid eftir að hafa verið keyptur sem einn af bestu markvörðum heims.Hér fyrir neðan má sjá allan listann: 1. Dani Carvajal - 92% 2. Vinicius Junior - 89% 3. Sergio Ramos - 84% 4. Brahim Diaz - 83% 5. Alvaro Odriozola - 82% 6. Sergio Reguilon - 81% 7. Keylor Navas - 76% 8. Raphael Varane - 75% 9. Karim Benzema - 72% 10. Thibaut Courtois - 65% 11. Luka Modric - 63% 12. Nacho Fernandez - 60% 13. Casemiro - 59% 14. Fede Valverde - 59% 15. Marcos Llorente - 59% 16. Lucas Vazquez - 52% 17. Toni Kroos - 36% 18. Jesus Vallejo - 36% 19. Marcelo - 33% 20. Isco - 31% 21. Dani Ceballos - 30% 22. Luca Zidane - 28% 23. Mariano Diaz - 24% 24. Gareth Bale - 9% Spænski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Það er ekki bara þjálfarinn Zinedine Zidane sem vill ekkert með Gareth Bale hafa á næstu leiktíð Real Madrid liðsins. Stuðningsmenn félagsins hafa líka látið sína skoðun í ljós. Það er búist við miklum breytingum á leikmannahópi Real Madrid í sumar eftir skelfilegt tímabil þar sem liðið fór í gegnum þrjá þjálfara og var hvergi nálægt því að vinna titil. Spænska íþróttablaðið AS gerði því könnun á því hvaða leikmönnum stuðningsmenn Real Madrid vilja halda og hvaða leikmenn þeir vilja losna við. Mikil þátttaka var í þessari skoðanakönnun en alls fékk AS fimm milljónir atkvæða í henni.Five million Real Madrid fans have voted on which players should stay and go this season... 24th - Gareth Bale (9% approval) 17th - Toni Kroos (36% approval) 10th - Thibaut Courtois (65% approval) ? 1st - Dani Carvajal (92% approval)#RMCFhttps://t.co/2PdXAjtnaZ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 21, 2019Þetta var erfitt tímabil fyrir menn eins og Gareth Bale, Marcelo, Isco og Mariano Diaz. Þeir koma líka illa út úr þessari skoðunarkönnun en enginn þó verr en sá velski. Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Gareth Bale og skipar hann 24. og síðasta sætið á lista AS. Næsti maður fyrir ofan hann er Mariano Diaz en hann fékk þó 24 prósent stuðning. Allir hjá Real Madrid tala um að Gareth Bale verði að fara en hann á enn eftir þrjú ár eftir af samningi sínum og það eru fá félög sem geta borgað eins há laun eins og hann fær frá spæsnska stórliðinu. Dani Carvajal er vinsælastur en hann fékk 92 prósent stuðning og þá var brasilíska undrabarnið Vinicius Junior með 89 prósent stuðning. Fyrirliðinn Sergio Ramos er ekki alveg óumdeildur því hann fékk „bara“ 84 prósent stuðning. Keylor Navas (76%) fékk líka mun meiri stuðning en Thibaut Courtois (65%) en belgíski markvörðurinn átti mjög erfitt fyrsta tímabil hjá Real Madrid eftir að hafa verið keyptur sem einn af bestu markvörðum heims.Hér fyrir neðan má sjá allan listann: 1. Dani Carvajal - 92% 2. Vinicius Junior - 89% 3. Sergio Ramos - 84% 4. Brahim Diaz - 83% 5. Alvaro Odriozola - 82% 6. Sergio Reguilon - 81% 7. Keylor Navas - 76% 8. Raphael Varane - 75% 9. Karim Benzema - 72% 10. Thibaut Courtois - 65% 11. Luka Modric - 63% 12. Nacho Fernandez - 60% 13. Casemiro - 59% 14. Fede Valverde - 59% 15. Marcos Llorente - 59% 16. Lucas Vazquez - 52% 17. Toni Kroos - 36% 18. Jesus Vallejo - 36% 19. Marcelo - 33% 20. Isco - 31% 21. Dani Ceballos - 30% 22. Luca Zidane - 28% 23. Mariano Diaz - 24% 24. Gareth Bale - 9%
Spænski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira