Stikla Terminator: Sarah Connor er í fullu fjöri Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 13:30 Sarah Connor er mætt aftur. Fyrsta stikla myndarinnar Terminator: Dark Fate hefur verið birt. Sú mynd gerist á eftir Terminator 2: Judgement Day og er þetta þriðja tilraunin til að endurræsa kvikmyndaseríuna vinsælu og er kannski hægt að segja að þessi þurrki þrjár myndir úr tímalínunni, þar sem þetta er sjötta Terminator-myndin. Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. Linda Hamilton er mætt aftur í hlutverki Söruh Connor. Það er óhætt að segja að hún hafi engu gleymt en Tortímandanum sjálfum, Arnold Schwarzenegger bregður einnig fyrir í stiklunni, sem er undarlegt, þar sem hann bræddi sjálfan sig í Judgement Day. Mögulega spilar tímaflakk þar inn í. Auk hans sjást tveir tortímandar til viðbótar. Gabriel Luna leikur einn sem virðist vera vondur. Hann getur búið til ný eintök af sjálfum sér. Hinn er leikinn af Mackenzie Davis. Hún virðist standa í því að vernda unga stúlku sem leikin er af Natalia Reyes gegn Luna. Þrátt fyrir að vera rúmar tvær mínútur að lengd gefur stiklan lítið sem ekkert upp. Hvar er John Connor til dæmis? Skynet virðist heldur ekki hafa unnið stríðið gegn mannkyninu á þessum tímapunkti. Tim Miller leikstýrir Dark Fate og er áætlað að hún verði frumsýnd í október. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Fyrsta stikla myndarinnar Terminator: Dark Fate hefur verið birt. Sú mynd gerist á eftir Terminator 2: Judgement Day og er þetta þriðja tilraunin til að endurræsa kvikmyndaseríuna vinsælu og er kannski hægt að segja að þessi þurrki þrjár myndir úr tímalínunni, þar sem þetta er sjötta Terminator-myndin. Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. Linda Hamilton er mætt aftur í hlutverki Söruh Connor. Það er óhætt að segja að hún hafi engu gleymt en Tortímandanum sjálfum, Arnold Schwarzenegger bregður einnig fyrir í stiklunni, sem er undarlegt, þar sem hann bræddi sjálfan sig í Judgement Day. Mögulega spilar tímaflakk þar inn í. Auk hans sjást tveir tortímandar til viðbótar. Gabriel Luna leikur einn sem virðist vera vondur. Hann getur búið til ný eintök af sjálfum sér. Hinn er leikinn af Mackenzie Davis. Hún virðist standa í því að vernda unga stúlku sem leikin er af Natalia Reyes gegn Luna. Þrátt fyrir að vera rúmar tvær mínútur að lengd gefur stiklan lítið sem ekkert upp. Hvar er John Connor til dæmis? Skynet virðist heldur ekki hafa unnið stríðið gegn mannkyninu á þessum tímapunkti. Tim Miller leikstýrir Dark Fate og er áætlað að hún verði frumsýnd í október.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira