Íslensku ökumennirnir með yfirburði í Noregi Bragi Þórðarson skrifar 26. maí 2019 06:00 Ingólfur Guðvarðarson varð annar á Hellu, nú leiðir hann Norðurlandamótið í torfæru eftir fyrsta dag. Sveinn Haraldsson Alls fóru átta íslenskir ökumenn með bíla sína til Noregs til að keppa í Norðurlandamótinu í torfæru sem fram fer um helgina. Aðeins er keppt í torfæru á norðurlöndunum og jafngildir keppnin því heimsmeistaramóti. Alls verða eknar tólf brautir yfir tvo daga. Eftir fyrstu sex brautirnar sem eknar voru í dag eru allir íslensku ökumennirnir í tíu efstu sætunum af sautján keppendum, þar af eru Íslendingar í fimm efstu sætunum. Ingólfur Guðvarðarson leiðir á bíl sínum, Guttanum Reborn. Ingólfur varð annar í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins sem fram fór á Hellu í byrjun mánaðarins. Í öðru sæti eftir fyrsta dag er nýliðinn Skúli Kristjánsson á Simba, 138 stigum á eftir fyrsta sætinu. Frábær árangur hjá ökumanni sem er að keppa í aðeins sinni annari keppni á nýsmíðuðum bíl. Haukur Viðar Einarsson er þriðji í lok dags og fjórði er Atli Jamil Ásgeirsson. Atli leiddi framan af en gerði afdregarík mistök í fimmtu braut er hann skoraði aðeins 30 stig af 350 mögulegum. Sigurvegari Hellutorfærunnar, Geir Evert Grímsson, situr í fimmta sætinu. Keppnin heldur áfram í dag er eknar verða sex brautir í viðbót. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Alls fóru átta íslenskir ökumenn með bíla sína til Noregs til að keppa í Norðurlandamótinu í torfæru sem fram fer um helgina. Aðeins er keppt í torfæru á norðurlöndunum og jafngildir keppnin því heimsmeistaramóti. Alls verða eknar tólf brautir yfir tvo daga. Eftir fyrstu sex brautirnar sem eknar voru í dag eru allir íslensku ökumennirnir í tíu efstu sætunum af sautján keppendum, þar af eru Íslendingar í fimm efstu sætunum. Ingólfur Guðvarðarson leiðir á bíl sínum, Guttanum Reborn. Ingólfur varð annar í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins sem fram fór á Hellu í byrjun mánaðarins. Í öðru sæti eftir fyrsta dag er nýliðinn Skúli Kristjánsson á Simba, 138 stigum á eftir fyrsta sætinu. Frábær árangur hjá ökumanni sem er að keppa í aðeins sinni annari keppni á nýsmíðuðum bíl. Haukur Viðar Einarsson er þriðji í lok dags og fjórði er Atli Jamil Ásgeirsson. Atli leiddi framan af en gerði afdregarík mistök í fimmtu braut er hann skoraði aðeins 30 stig af 350 mögulegum. Sigurvegari Hellutorfærunnar, Geir Evert Grímsson, situr í fimmta sætinu. Keppnin heldur áfram í dag er eknar verða sex brautir í viðbót.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira