Fótbolti

Gattuso hættur: „Saga mín og Milan má aldrei snúast um peninga“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gattuso tókst ekki að koma AC Milan í Meistaradeildina.
Gattuso tókst ekki að koma AC Milan í Meistaradeildina. vísir/getty
Gennaro Gattuso hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri AC Milan. Hann átti tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

Gattuso sagði að það væri erfitt að yfirgefa Milan, félagið sem hann þjálfaði í tæp tvö ár og spilaði með í 13 ár.

„Það er ekki auðvelt að kveðja Milan. En ég þurfti að taka þessa ákvörðun. Hún er sársaukafull en nauðsynleg. Ég afsala mér tveimur árum af samningi mínum en saga mín og Milan má aldrei snúast um peninga,“ sagði hinn 41 árs Gattuso.

Hann tók við Milan af Vicenzo Montella undir lok árs 2017. Milan endaði í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabilinu undir stjórn Gattusos.

Í vetur varð 5. sætið niðurstaðan og Milan komst því ekki í Meistaradeild Evrópu.

Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Milan eru Simone Inzaghi, stjóri Lazio, og Leonardo Jardim, stjóri Monaco.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×