Sænskar landsliðskonur í fótbolta mæta samningslausar á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 19:30 Sofia Jakobsson. Getty/Maddie Meyer Tveir af lykilmönnunum í liði Svía á heimsmeistaramótinu í Frakklandi mæta á mótið án þess að vera með samning fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir eru Sofia Jakobsson og Linda Sembrant sem báðar hafa verið lykilmenn hjá Montpellier og sænska landsliðinu. Nú mun frammistaða þeirra á heimsmeistaramótinu skipta miklu máli upp á að vekja áhuga félaga á þeim fyrir næsta tímabil. Sofia Jakobsson er 29 ára gömul, spilar sem framherji og lék í apríl síðastliðnum sinn hundraðasta landsleik á ferlinum. Jakobsson var að klára sitt fimmta tímabil með franska liðinu Montpellier og var með 5 mörk í 22 leikjum. Sofia Jakobsson rann út á samningi eftir tímabilið og hefur ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið hjá sér. „Ég veit ekkert hvort ég skrifi undir eitthvað fyrir HM, á meðan HM stendur eða eftir HM,“ sagði Sofia Jakobsson við Expressen. „Mér hefur liðið mjög vel í bænum og kann vel við liðsfélagana. Ég vil kannski prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti,“ sagði Jakobsson. Það eru augljóslega einhverjar áherslubreytingar hjá Montpellier því liðsfélagi Sofia Jakobsson hjá félaginu, Linda Sembrant, fékk ekki nýjan samning. Linda Sembrant er þremur árum eldri og varnarmaður. Saman hafa þær spilað með franska félaginu frá 2014. Sofia hefur ekki alveg lokað á möguleikann á að snúa aftur til Montpellier en Linda Sembrant hefur endanlega lokað þeim dyrum. „Ég get ekki nefnt nein ákveðin félög sem hafa áhuga en þau eru ekki frá sama landi. Ég er ekki stressuð yfir þessu og hef engar áhyggjur af framtíðinni. Þetta mun bara taka þann sína sem þetta þarf,“ sagði Sofia Jakobsson. „Ég vil spila áfram í toppdeild og spila með góðum leikmönnum. Félagið verður að vera með sömu háu markmið og ég,“ sagði Jakobsson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Tveir af lykilmönnunum í liði Svía á heimsmeistaramótinu í Frakklandi mæta á mótið án þess að vera með samning fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir eru Sofia Jakobsson og Linda Sembrant sem báðar hafa verið lykilmenn hjá Montpellier og sænska landsliðinu. Nú mun frammistaða þeirra á heimsmeistaramótinu skipta miklu máli upp á að vekja áhuga félaga á þeim fyrir næsta tímabil. Sofia Jakobsson er 29 ára gömul, spilar sem framherji og lék í apríl síðastliðnum sinn hundraðasta landsleik á ferlinum. Jakobsson var að klára sitt fimmta tímabil með franska liðinu Montpellier og var með 5 mörk í 22 leikjum. Sofia Jakobsson rann út á samningi eftir tímabilið og hefur ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið hjá sér. „Ég veit ekkert hvort ég skrifi undir eitthvað fyrir HM, á meðan HM stendur eða eftir HM,“ sagði Sofia Jakobsson við Expressen. „Mér hefur liðið mjög vel í bænum og kann vel við liðsfélagana. Ég vil kannski prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti,“ sagði Jakobsson. Það eru augljóslega einhverjar áherslubreytingar hjá Montpellier því liðsfélagi Sofia Jakobsson hjá félaginu, Linda Sembrant, fékk ekki nýjan samning. Linda Sembrant er þremur árum eldri og varnarmaður. Saman hafa þær spilað með franska félaginu frá 2014. Sofia hefur ekki alveg lokað á möguleikann á að snúa aftur til Montpellier en Linda Sembrant hefur endanlega lokað þeim dyrum. „Ég get ekki nefnt nein ákveðin félög sem hafa áhuga en þau eru ekki frá sama landi. Ég er ekki stressuð yfir þessu og hef engar áhyggjur af framtíðinni. Þetta mun bara taka þann sína sem þetta þarf,“ sagði Sofia Jakobsson. „Ég vil spila áfram í toppdeild og spila með góðum leikmönnum. Félagið verður að vera með sömu háu markmið og ég,“ sagði Jakobsson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira