Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2019 07:30 Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, hvatti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að slíðra sverðið á nýjan leik í gær. Nordicphotos/AFP Suðurkóreski herinn hefur aukið eftirlit sitt með nágrönnunum í norðri og er í viðbragðsstöðu eftir að herinn greindi frá því að Norður-Kórea hefði skotið tveimur skammdrægum eldflaugum í gær. Norður-Kórea skaut síðast flaugum austur á haf á laugardaginn var. Samkvæmt yfirstjórn suðurkóreska hersins var flaugunum skotið í austur frá Kusong. Þær flugu 420 og 270 kílómetra og náðu fimmtíu kílómetra hæð áður en þær skullu á yfirborði sjávar. Ef rétt reynist eru þetta fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu frá því í nóvember 2017. Kim Jong-un einræðisherra hefur í millitíðinni fundað með leiðtogum Suður-Kóreu, Bandaríkjanna, Kína og Rússlands og undirritað yfirlýsingar um að sækjast ætti eftir friði og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðustu viðræður Kim og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fóru fram í febrúar en þar hafnaði Trump kröfu einræðisherrans um afléttingu þvingana áður en algjör kjarnorkuafvopnun fer fram. Fundinum lauk án undirritunar sameiginlegrar yfirlýsingar. Suðurkóreski miðillinn KBS hafði eftir Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að Norður-Kóreumenn virtust nú ósáttir við að ekkert samkomulag hefði náðst á umræddum fundi. Reuters sagði í umfjöllun sinni samskiptin hafa verið afar stirð frá því fundi var slitið og setti tilraunirnar í samhengi við þetta frost í viðræðunum. Moon sagði aukinheldur að tilraunir gærdagsins gætu talist brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar sé of snemmt að segja til um það. „Hvað sem því líður vil ég vara Norður-Kóreu við því að ef Norður-Kórea endurtekur þessa hegðun gæti það reynst erfið hindrun í yfirstandandi viðræðum.“ Norður-Kóreumenn hafa hins vegar ekki enn hótað því að ráðast á andstæðinga sína, eins og Kim hefur áður gert þegar togstreitan hefur verið sem mest. Norðurkóreska ríkissjónvarpið (KCNA) sagði um tilraunir laugardagsins að þetta hefðu verið hernaðaræfingar í sjálfsvarnarskyni. „Þessar æfingar eru ekkert annað en hefðbundnar hernaðaræfingar og beinast ekki gegn neinum. Ef ríki ógnar öðru ríki sérstaklega með hernaðaræfingum er það annað mál. Á síðustu tveimur mánuðum hafa Bandaríkin og Suður-Kórea staðið að sameiginlegum hernaðaræfingum sem beindust sérstaklega gegn okkur. Ekki er ljóst hvers vegna allir þegja um þessar ögrandi hernaðaræfingar,“ sagði í frétt KCNA. Aðgerðir Bandaríkjanna í deilunni við einræðisríkið virðast sömuleiðis vera að harðna. Mark Cassayre, erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi sérstaklega „fyrirlitlegt“ ástand mannréttindamála í Norður-Kóreu og sagði það ekki eiga sér nokkra hliðstæðu í heiminum. Talið er að á milli 80 til 120 þúsund pólitískir fangar séu í formlegum fangabúðum, sæti pyntingum og öðrum mannréttindabrotum í Norður-Kóreu. Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti svo í gær að Bandaríkjamenn hefðu lagt hald á norðurkóreskt fraktskip vegna gruns um að það hafi brotið gegn alþjóðlegum viðskiptaþvingunum með því að flytja kol frá Norður-Kóreu. Samkvæmt tilkynningunni lagði annað ríki fyrst hald á skipið í apríl á síðasta ári en það var í gær á leið inn í bandaríska landhelgi undir stjórn Bandaríkjamanna. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Suðurkóreski herinn hefur aukið eftirlit sitt með nágrönnunum í norðri og er í viðbragðsstöðu eftir að herinn greindi frá því að Norður-Kórea hefði skotið tveimur skammdrægum eldflaugum í gær. Norður-Kórea skaut síðast flaugum austur á haf á laugardaginn var. Samkvæmt yfirstjórn suðurkóreska hersins var flaugunum skotið í austur frá Kusong. Þær flugu 420 og 270 kílómetra og náðu fimmtíu kílómetra hæð áður en þær skullu á yfirborði sjávar. Ef rétt reynist eru þetta fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu frá því í nóvember 2017. Kim Jong-un einræðisherra hefur í millitíðinni fundað með leiðtogum Suður-Kóreu, Bandaríkjanna, Kína og Rússlands og undirritað yfirlýsingar um að sækjast ætti eftir friði og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðustu viðræður Kim og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fóru fram í febrúar en þar hafnaði Trump kröfu einræðisherrans um afléttingu þvingana áður en algjör kjarnorkuafvopnun fer fram. Fundinum lauk án undirritunar sameiginlegrar yfirlýsingar. Suðurkóreski miðillinn KBS hafði eftir Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að Norður-Kóreumenn virtust nú ósáttir við að ekkert samkomulag hefði náðst á umræddum fundi. Reuters sagði í umfjöllun sinni samskiptin hafa verið afar stirð frá því fundi var slitið og setti tilraunirnar í samhengi við þetta frost í viðræðunum. Moon sagði aukinheldur að tilraunir gærdagsins gætu talist brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar sé of snemmt að segja til um það. „Hvað sem því líður vil ég vara Norður-Kóreu við því að ef Norður-Kórea endurtekur þessa hegðun gæti það reynst erfið hindrun í yfirstandandi viðræðum.“ Norður-Kóreumenn hafa hins vegar ekki enn hótað því að ráðast á andstæðinga sína, eins og Kim hefur áður gert þegar togstreitan hefur verið sem mest. Norðurkóreska ríkissjónvarpið (KCNA) sagði um tilraunir laugardagsins að þetta hefðu verið hernaðaræfingar í sjálfsvarnarskyni. „Þessar æfingar eru ekkert annað en hefðbundnar hernaðaræfingar og beinast ekki gegn neinum. Ef ríki ógnar öðru ríki sérstaklega með hernaðaræfingum er það annað mál. Á síðustu tveimur mánuðum hafa Bandaríkin og Suður-Kórea staðið að sameiginlegum hernaðaræfingum sem beindust sérstaklega gegn okkur. Ekki er ljóst hvers vegna allir þegja um þessar ögrandi hernaðaræfingar,“ sagði í frétt KCNA. Aðgerðir Bandaríkjanna í deilunni við einræðisríkið virðast sömuleiðis vera að harðna. Mark Cassayre, erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi sérstaklega „fyrirlitlegt“ ástand mannréttindamála í Norður-Kóreu og sagði það ekki eiga sér nokkra hliðstæðu í heiminum. Talið er að á milli 80 til 120 þúsund pólitískir fangar séu í formlegum fangabúðum, sæti pyntingum og öðrum mannréttindabrotum í Norður-Kóreu. Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti svo í gær að Bandaríkjamenn hefðu lagt hald á norðurkóreskt fraktskip vegna gruns um að það hafi brotið gegn alþjóðlegum viðskiptaþvingunum með því að flytja kol frá Norður-Kóreu. Samkvæmt tilkynningunni lagði annað ríki fyrst hald á skipið í apríl á síðasta ári en það var í gær á leið inn í bandaríska landhelgi undir stjórn Bandaríkjamanna.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira