Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 3-1 | Tvenna Kolbeins sá um Víkinga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2019 23:00 vísir/bára Breiðablik tyllti sér á topp Pepsi Max-deildar karla með sannfærandi 3-1 sigri á Víkingum á Würth-vellinum í Árbænum í kvöld. Vegna framkvæmda á Kópavogsvelli þurftu Blikar að spila „heimaleikinn“ sinn í kvöld í Árbænum. Það virtist þó ekki að koma að sök þar sem að Blikar voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu. Blikar eru enn ósigraðir eftir fyrstu þrjár umferðirnar og með sjö stig af níu mögulegum. Hinn ungi Kolbeinn Þórðarson stal senunni í kvöld með tveimur mörkum en Höskuldur Gunnlaugsson átti einnig frábæran leik - hann skoraði þriðja mark Blika og átti lykilsendingu í öðru marka Kolbeins. Kolbeinn kom Blikum yfir eftir frábært einstaklingsframtak snemma leiks. Víkingar náðu þó að svara aðeins 85 sekúndum síðar. Það hefði getað slegið einhver lið af laginu en Blikar héldu sínu striki. Þeir náðu aftur yfirhöndinni áður en flautað var til hálfleiks og aftur var Kolbeinn þar að verki. Síðari hálfleikur var eign Blika. Framan af gekk þeim illa að ógna marki Víkinga nema með langskotum utan af velli en þegar Höskuldur skoraði þriðja mark Blika með góðum skalla fór allur máttur úr Víkingsliðinu. Blikar fengu góð færi til að auka forystuna enn frekar en urðu að gera sér 3-1 sigur að góðu.Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru vel skipulagðir í kvöld og greinilega vel stemmdir fyrir þessum leik. Þeir leystu vel úr pressu Víkinga sem höfðu náð að valda bæði Val og FH usla í fyrstu tveimur umferðunum. En Blikar voru einfaldlega talsvert sterkari aðilinn í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Kolbeinn og Höskuldur voru bestu menn Breiðabliks í kvöld en margir áttu fínan leik í grænu treyjunni. Liðsframmistaða Blikanna var öflug að þessu sinni.Hvað gekk illa? Það verður að hrósa Víkingum fyrir að halda í sín gildi og reyna að spila sinn fótbolta en það bar ekki árangur í kvöld. Blikar voru undir það búnir að taka á móti Víkingunum og spila sig í gegnum þeirra pressu. Gestirnir misstu svo dampinn enn frekar eftir því sem leið á leikinn.Hvað gerist næst? Breiðablik heimsækir KA norðan heiða á miðvikudaginn en Víkingar mæta enn einu stórliði deildarinnar, í þetta sinn Stjörnunni á heimavelli.Klippa: Breiðablik - Víkingur 3-1Ágúst: Litum bara nokkuð vel út Ágúst Þór Gylfason var stoltur af sínu liði í kvöld sem vann sannfærandi 3-1 sigur á Víkingum. „Það eru allir leikir erfiðir og við lögðum gríðarlega vinnu í þennan leik. Framlag leikmanna var til sóma og við uppskárum samkvæmt því,“ sagði Ágúst sem var ánægður með sigurinn, eins og gefur að skilja. „Við litum bara nokkuð vel út í dag. Þetta var flott kvöld.“ Víkingur kom mörgum á óvart með því að ná jafntefli gegn Val og FH í fyrstu tveimur umferðunum og Ágúst hrósaði Víkungunum. „Þetta er gott lið sem vill halda boltanum. Þeir vilja oft fá liðin framarlega á sig til að geta spilað úr því og það gera þeir vel. En okkur tókst að leysa það vel, unnum boltann á hættulegum stöðum og náðum að refsa þeim nokkrum sinnum,“ sagði Ágúst. „Við verðum alltaf betri og betri með hverjum leiknum og það hefur einkennt lið Blika í gegnum árin. Nú eigum við erfiðan útileik gegn KA á Akureyri á miðvikudag. Svo fáum við vonandi á eftir því heimaleik á móti Skaganum. Það er því verk að vinna,“ sagði Ágúst að lokum.Arnar: Of bitlaust hjá okkur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, reyndi að sjá ljósu punktana hjá sínum mönnum eftir 3-1 tap fyrir Breiðabliki í kvöld. „Við mættum sterku liði Blika sem spiluðu flottan fótbolta. Við reyndum hvað við gátum til að pressa og byggja upp sóknir en þeir gerðu okkur erfitt fyrir,“ sagði Arnar. „Blikarnir voru eins og sært ljón eftir síðasta leik. Þetta er frábært lið sem við mættum alveg eins og Valur og FH sem við höfum líka spilað við. Ég er því bara nokkuð sáttur, þrátt fyrir allt. Við hefðum vel getað pakkað í vörn og gert þetta leiðinlegt en það er bara ekki okkar stíll,“ sagði hann enn fremur. Blikar leiddu 2-1 að loknum fyrri hálfleik en sá síðari var svo að mestu eign Blika. „Mér fannst við reyndar fínir fyrsta korterið í seinni hálfleik. Við ýttum þeim aftar og aftar en eftir að þriðja markið kom var þetta erfitt. Það skiptir ekki máli hvort þú tapar 3-1 eða 5-1. Við fórum að opna okkur enn meira og þeir fengu nokkur dauðafæri eftir mistök okkar,“ sagði Arnar. „En við vorum ekki nægilega ógnandi. Ég man ekki eftir neinu almennilegu færi hjá okkur í dag. Þetta var bitlaust hjá okkur og of mikið af ónákvæmum sendingum.“ Arnar er þó ekki að örvænta þrátt fyrir að Víkingar séu enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. „Það er þó að bíta okkur í afturendann að vera bara með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina þegar þau hefðu getað verið fjögur eða jafnvel sex. Þá finna menn kannski fyrir aðeins meiri pressu. En við höfum verið að spila við topplið og gefið öllum fínan leik.“ „Okkur var spáð falli fyrir tímabilið en við erum að reyna að spila fótbolta og reyna að spila leikinn á réttan hátt. Ég held að við höfum áunnið okkur virðingu margra.“Kolbeinn: Ætlaði að taka klobbaskotið Kolbeinn Þórðarson átti frábæran leik í 3-1 sigri Breiðabliks á Víkingsi í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld. „Við vorum mjög öflugir í dag og unnum sanngjarnan 3-1 sigur,“ sagði Kolbeinn eftir leikinn. Leikurinn var heimaleikur Blika en þar sem að framkvæmdir standa yfir á Kópavogsvelli fór leikurinn í kvöld fram á Würth-vellinum í Árbænum. „Það var ekkert öðruvísi tilfinning fyrir þennan leik en aðra. Okkur líður vel í Árbænum og við gerðum hann að okkar heimavelli í dag. Við mættum vel peppaðir í þennan leik.“ Kolbeinn segir að hans menn hafi verði staðráðnir í að bæta fyrir 2-2 jafnteflið gegn HK í síðustu umferð. „Það voru allir vel gíraðir í leikinn og við fengum fyrir vikið frábæra liðsframmistöðu,“ sagði hann. Fyrra mark hans var sérlega glæsilegt - þrumuskot utan teigs eftir kröftugan sprett. „Ég sá að ég var með tíma og gat snúið. Svo keyrði ég bara á þetta. Ég ætlaði reyndar að taka klobbaskotið fræga. Þetta var svo ekki klobbi en hann endaði inni, þannig að þetta var í góðu lagi,“ sagði Kolbeinn og vísaði til marks Víkingsins Loga Tómassonar gegn Val í fyrstu umferð tímabilsins. Hann var ánægður með hvernig gekk að fylgja eftir leikáætlun þjálfarans í dag. „Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið. Þeir vilja halda boltanum en við náðum að riðla spilinu þeirra. Við héldum bara okkar plani allan leikinn,“ sagði Kolbeinn. Pepsi Max-deild karla
Breiðablik tyllti sér á topp Pepsi Max-deildar karla með sannfærandi 3-1 sigri á Víkingum á Würth-vellinum í Árbænum í kvöld. Vegna framkvæmda á Kópavogsvelli þurftu Blikar að spila „heimaleikinn“ sinn í kvöld í Árbænum. Það virtist þó ekki að koma að sök þar sem að Blikar voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu. Blikar eru enn ósigraðir eftir fyrstu þrjár umferðirnar og með sjö stig af níu mögulegum. Hinn ungi Kolbeinn Þórðarson stal senunni í kvöld með tveimur mörkum en Höskuldur Gunnlaugsson átti einnig frábæran leik - hann skoraði þriðja mark Blika og átti lykilsendingu í öðru marka Kolbeins. Kolbeinn kom Blikum yfir eftir frábært einstaklingsframtak snemma leiks. Víkingar náðu þó að svara aðeins 85 sekúndum síðar. Það hefði getað slegið einhver lið af laginu en Blikar héldu sínu striki. Þeir náðu aftur yfirhöndinni áður en flautað var til hálfleiks og aftur var Kolbeinn þar að verki. Síðari hálfleikur var eign Blika. Framan af gekk þeim illa að ógna marki Víkinga nema með langskotum utan af velli en þegar Höskuldur skoraði þriðja mark Blika með góðum skalla fór allur máttur úr Víkingsliðinu. Blikar fengu góð færi til að auka forystuna enn frekar en urðu að gera sér 3-1 sigur að góðu.Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru vel skipulagðir í kvöld og greinilega vel stemmdir fyrir þessum leik. Þeir leystu vel úr pressu Víkinga sem höfðu náð að valda bæði Val og FH usla í fyrstu tveimur umferðunum. En Blikar voru einfaldlega talsvert sterkari aðilinn í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Kolbeinn og Höskuldur voru bestu menn Breiðabliks í kvöld en margir áttu fínan leik í grænu treyjunni. Liðsframmistaða Blikanna var öflug að þessu sinni.Hvað gekk illa? Það verður að hrósa Víkingum fyrir að halda í sín gildi og reyna að spila sinn fótbolta en það bar ekki árangur í kvöld. Blikar voru undir það búnir að taka á móti Víkingunum og spila sig í gegnum þeirra pressu. Gestirnir misstu svo dampinn enn frekar eftir því sem leið á leikinn.Hvað gerist næst? Breiðablik heimsækir KA norðan heiða á miðvikudaginn en Víkingar mæta enn einu stórliði deildarinnar, í þetta sinn Stjörnunni á heimavelli.Klippa: Breiðablik - Víkingur 3-1Ágúst: Litum bara nokkuð vel út Ágúst Þór Gylfason var stoltur af sínu liði í kvöld sem vann sannfærandi 3-1 sigur á Víkingum. „Það eru allir leikir erfiðir og við lögðum gríðarlega vinnu í þennan leik. Framlag leikmanna var til sóma og við uppskárum samkvæmt því,“ sagði Ágúst sem var ánægður með sigurinn, eins og gefur að skilja. „Við litum bara nokkuð vel út í dag. Þetta var flott kvöld.“ Víkingur kom mörgum á óvart með því að ná jafntefli gegn Val og FH í fyrstu tveimur umferðunum og Ágúst hrósaði Víkungunum. „Þetta er gott lið sem vill halda boltanum. Þeir vilja oft fá liðin framarlega á sig til að geta spilað úr því og það gera þeir vel. En okkur tókst að leysa það vel, unnum boltann á hættulegum stöðum og náðum að refsa þeim nokkrum sinnum,“ sagði Ágúst. „Við verðum alltaf betri og betri með hverjum leiknum og það hefur einkennt lið Blika í gegnum árin. Nú eigum við erfiðan útileik gegn KA á Akureyri á miðvikudag. Svo fáum við vonandi á eftir því heimaleik á móti Skaganum. Það er því verk að vinna,“ sagði Ágúst að lokum.Arnar: Of bitlaust hjá okkur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, reyndi að sjá ljósu punktana hjá sínum mönnum eftir 3-1 tap fyrir Breiðabliki í kvöld. „Við mættum sterku liði Blika sem spiluðu flottan fótbolta. Við reyndum hvað við gátum til að pressa og byggja upp sóknir en þeir gerðu okkur erfitt fyrir,“ sagði Arnar. „Blikarnir voru eins og sært ljón eftir síðasta leik. Þetta er frábært lið sem við mættum alveg eins og Valur og FH sem við höfum líka spilað við. Ég er því bara nokkuð sáttur, þrátt fyrir allt. Við hefðum vel getað pakkað í vörn og gert þetta leiðinlegt en það er bara ekki okkar stíll,“ sagði hann enn fremur. Blikar leiddu 2-1 að loknum fyrri hálfleik en sá síðari var svo að mestu eign Blika. „Mér fannst við reyndar fínir fyrsta korterið í seinni hálfleik. Við ýttum þeim aftar og aftar en eftir að þriðja markið kom var þetta erfitt. Það skiptir ekki máli hvort þú tapar 3-1 eða 5-1. Við fórum að opna okkur enn meira og þeir fengu nokkur dauðafæri eftir mistök okkar,“ sagði Arnar. „En við vorum ekki nægilega ógnandi. Ég man ekki eftir neinu almennilegu færi hjá okkur í dag. Þetta var bitlaust hjá okkur og of mikið af ónákvæmum sendingum.“ Arnar er þó ekki að örvænta þrátt fyrir að Víkingar séu enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. „Það er þó að bíta okkur í afturendann að vera bara með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina þegar þau hefðu getað verið fjögur eða jafnvel sex. Þá finna menn kannski fyrir aðeins meiri pressu. En við höfum verið að spila við topplið og gefið öllum fínan leik.“ „Okkur var spáð falli fyrir tímabilið en við erum að reyna að spila fótbolta og reyna að spila leikinn á réttan hátt. Ég held að við höfum áunnið okkur virðingu margra.“Kolbeinn: Ætlaði að taka klobbaskotið Kolbeinn Þórðarson átti frábæran leik í 3-1 sigri Breiðabliks á Víkingsi í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld. „Við vorum mjög öflugir í dag og unnum sanngjarnan 3-1 sigur,“ sagði Kolbeinn eftir leikinn. Leikurinn var heimaleikur Blika en þar sem að framkvæmdir standa yfir á Kópavogsvelli fór leikurinn í kvöld fram á Würth-vellinum í Árbænum. „Það var ekkert öðruvísi tilfinning fyrir þennan leik en aðra. Okkur líður vel í Árbænum og við gerðum hann að okkar heimavelli í dag. Við mættum vel peppaðir í þennan leik.“ Kolbeinn segir að hans menn hafi verði staðráðnir í að bæta fyrir 2-2 jafnteflið gegn HK í síðustu umferð. „Það voru allir vel gíraðir í leikinn og við fengum fyrir vikið frábæra liðsframmistöðu,“ sagði hann. Fyrra mark hans var sérlega glæsilegt - þrumuskot utan teigs eftir kröftugan sprett. „Ég sá að ég var með tíma og gat snúið. Svo keyrði ég bara á þetta. Ég ætlaði reyndar að taka klobbaskotið fræga. Þetta var svo ekki klobbi en hann endaði inni, þannig að þetta var í góðu lagi,“ sagði Kolbeinn og vísaði til marks Víkingsins Loga Tómassonar gegn Val í fyrstu umferð tímabilsins. Hann var ánægður með hvernig gekk að fylgja eftir leikáætlun þjálfarans í dag. „Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið. Þeir vilja halda boltanum en við náðum að riðla spilinu þeirra. Við héldum bara okkar plani allan leikinn,“ sagði Kolbeinn.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti