Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 10. maí 2019 14:00 Sleggjan er mætt aftur í atriði Hatara sem nú hafa lokið báðum sviðsæfingum sínum í Tel Aviv fyrir stóru stundina á þriðjudaginn. Æfingum er þó hvergi nærri lokið. Thomas Hanses Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. Ferðalagið hingað til Tel Aviv, borgarinnar sem sagt er að sofi aldrei, gekk áfallalaust fyrir sig og var um margt áhugavert. Flugstöðin í Keflavík er í öðrum gír þegar farið er í næturflug. Gleymdu heimsókn í Elko, að skoða sólgleraugu eða reifarakaupum í Eymundsson. Meira að segja Loksins bar er lokaður. Sem betur er samt hægt að nesta sig upp með sælgæti í Fríhöfninni, sem er einhverra hluta vegna engu ódýrara en í bænum, og kaupa sér svo langloku og flöskubjór á bensínstöðvarverði.Wizz air minnir um margt á WOW air, ekki síst hinn fjólublái einkennislitur.Wiki commonsSvefnlaus næturleggur Þetta er í annað skiptið sem ég flýg með ungverska lággjaldaflugfélaginu Wizz air og þar virðist eins til tveggja tíma seinkun vera regla frekar en undantekning. Pólverjar voru í miklum meirihluta í vélinni sem lagði af stað til Varsjár á öðrum tímanum aðfaranótt fimmtudags. Þeir á leið heim í heiðardalinn en ég aðeins lengra. Næturflug er fínn ferðamáti þegar maður ætlar að sofa í vélinni. En þegar þú ert lentur fjórum tímum síðar í Varsjá, klukkan er átta að morgni og þú náðir lítið sem ekkert að sofa því þér og hinum tveggja metra gaurnum í sætaröðinni gekk svo illa að skipta á milli fótaplássinu, þá er ferskleikinn langt í frá við það sem Nýkaup bauð upp á í verslunum sínum um aldamótin.Einu skiptin sem ég væri til í að vera 30 cm lægri er í flugvélum.Wiki CommonsEkkert fyrir myntina En hey, fimm tímar til að nýta tímann í Varsjá í Póllandi sem ég hef heyrt góða hluti um og lengi langað að skoða. Skella töskunni í skáp og taka strætó niður í bæ. Lítið mál ef þú ert með pólska mynt, en alls ekki seðla. Verslunar- og veitingahússeigendur á Chopin-flugvellinum virtust hafa sofið minna en ég um nóttina og tóku afar fálega í beiðni mína til að fá seðlum skipt í mynt. Sumir svöruðu hreinlega ekki, strunsuðu út úr samtalinu eða bentu á McDonald's. Sem átti heldur enga mynt. Reyndar var ég ekki sá eini sem lenti í basli því einn ferðalangur, sem ætlaði að fá sér rúnstykki og safa, þurfti frá að hverfa því hann mátti ekki borga með mynt. „Bara seðlar“ ætti að vera slagorð Chopin-flugvallarins í Varsjá. Kona í upplýsingabás aumkaði sér yfir mér og skipti seðlunum í mynt. Augnablikum síðar var ég kominn í strætó sem ekur til miðborgarinnar á hálftíma. Þar náði ég að borða bragðgóða beyglu, henda í Instagram-færslu og fjárfesta í derhúfu. Já, og nýjum hvítum skóm sem mér fannst flottir þótt ég hafi aldrei heyrt um merkið áður. Tískulögga Tumi Daðason strikes again. Góð nýting á tíma en má segja að við Varsjá séum enn á „First base“ status og eigum innilegri stundir inni. Chopin-flugvöllur var öllu líflegri upp úr hádegi þegar ég mætti aftur, líkaminn að melta Whopperinn og ég í dauðaleit að innstungu til að hlaða símann minn. Boðið er upp á ókeypis þráðlaust net á flugvellinum og því kom mér á óvart þegar Ísraeli á leiðinni heim til Tel Aviv leit á mig upp úr máltíð sinni og spurði hvort ég talaði ensku. Hann vantaði nefnilega að komast á þráðlausa netið. Ég spurði hvort hann hefði lent í vandræðum með að tengjast. Hann sagðist ekki hafa prófað það. Hmm, hugsaði ég og fylgdist með honum taka upp símann sinn. Augnablikum síðar hrósaði hann happi. Hann var kominn á netið. Ótrúlegar sviptingar á skömmum tíma. Konan í vegabréfaeftirlitinu rak upp stór augu þegar ég framvísaði íslenska vegabréfinu. Þessir herramenn bið spenntir í fremstu sætunum eftir því hvort einhver farþegi myndi mæta. Flugfreyjurnar bentu þeim á að setjast í sætin sem voru merkt þeim á flugmiðanum. Svo fór að sætin fremst, dýrari sæti, voru laus og fengu þeir sínu fram.Vísir/KTDVildu ekki setjast niður Mér til undrunar virkaði fótaplássið í Wizz air vélinni á leiðinni til Tel Aviv aðeins meira en í vélinni á undan. Í vélinni var hópur af strangtrúuðum Gyðingum, klæddir í stíl, ásamt konum sínum. Ein konan sat í sætinu mínu þegar ég kom og stundi þegar ég spurði hvort það gæti ekki verið að hún væri í mínu sæti. Ég skildi lítið í pirringnum en áttaði mig svo á því að hópurinn hafði lítinn áhuga á því að setjast í þau sæti sem þeim hafði verið úthlutað á miðunum. Fólkið var stöðugt að færa sig úr sætum þegar aðrir flugfarþegar mættu á svæðið og endalaus köll flugfreyjanna, beiðnir um að fara í sætin sín, skiluðu litlu sem engu. Í millitíðinni fékk ég tösku eins þeirra í hausinn úr farangursgeymslunni fyrir ofan. Félagi hans hafði einmitt fengið skammir í öryggisgæslunni fyrir að vera með símann á lofti og taka myndir.Will you please take your seat ómaði endurtekið eftir ganginum þar sem flugfreyjurnar útskýrðu að vélin færi ekki í loftið fyrr en fólk settist í sæti sín. Eurovision-lukkan var með mér í liði því þrátt fyrir að flugvélin væri þéttsetin var laust sæti á milli mín og karlmanns frá Ísrael sem sat við gluggann. Sá var á heimleið frá Póllandi þar sem hann var með konu sinni og tveimur börnum í tveggja vikna heimsókn. Amma konunnar var ein örfárra í litlu þorpi í Póllandi sem lifði af helförina. Þau höfðu hitt barnabarn pólsks prests sem hjálpaði konunni að fela sig undan nasistunum á sínum tíma. Frásögnin var mögnuð og óvenjulegt að vera svona nálægt atburðunum enda er ég vanur því að Steven Spielberg mati ofan í mig allt sem gerðist í Þýskalandi og nágrannalöndum á sínum tíma.Spáð er sól og blíðu í Tel Aviv næstu daga og hita allt að 30 stigum.Wiki commonsMér fannst ég fara tuttugu ár og nokkrum betur aftur í tímann þegar fólk klappaði við lendinguna í Tel Aviv. Aðflugið er ansi magnað þar sem maður sér ströndina við sólsetur og háar blokkir og hótel í ísraelsku borginni. Einn fyrrnefndra ferðalanga reis úr sæti sínu um leið og vélin snerti jörð flugfreyjunum enn til ama.Sit down!! öskraði langþreytt flugfreyja í hátalarakerfið eflaust fegin að kynnum sínum af sumum í vélinni tæki lyki brátt. Farþegar sneru sig nánast úr hálslið til að sjá hvaða ofurhugi hafði brotið reglurnar í þetta skiptið. Eftir líklega tíu mínútna akstur frá flugbrautinni í flugstöðina sýndi ég vegabréfið og var kominn inn. Fánar voru blaktandi um allt, reyndar ekkert fánar heldur fáni, sá ísraelski. 9. maí er Þjóðhátíðardagur Ísraels sem fagnaði 71 árs afmæli í gær. Veisluhöldum var hins vegar lokið enda hófust þau við sólsetur 8. maí. Þá byrjaði partýið og var víst dansað á götum úti um alla borg fram á rauða nótt. Ísraelskt par var í góðu stuði í lestinni frá flugvellinum inn til Tel Aviv. Þau urðu ekkert lítið spennt þegar ég sagði þeim að ég væri frá Íslandi á leið á Eurovision. Stemmningin og eftirvæntingin væri mikil að þeirra sögn og þau sögðust hafa mikla trú á íslenska atriðinu. „BDSM“ sagði strákurinn og hló. Benti mér svo á að ég ætti að fara út á næstu stoppustöð. Fleiri heimamenn eru spenntir fyrir keppninni og Hatari klárlega eitt þeirra atriða sem vekur mesta eftirtekt, ef ekki þá mestu.Ísraelski fáninn blaktir víða í Tel Aviv í tilefni þjóhátíðardagsins í gær.Wiki commonsSvissneskur ferðalangur útskýrði fyrir mér að stemmningin hér væri allt öðruvísi en til dæmis í Jerúsalem eða Betlehem. Tel Aviv sé partýborg og muni vafalítið standa undir nafni næstu tíu dagana á meðan Eurovision stendur. Hommarnir muni njóta sín hér eins og annars staðar þar sem Eurovision fer fram. Einn sem ég ræddi við í morgun var sérstaklega sáttur enda búinn að eignast nýjan „vin“ eftir aðeins nokkurra daga dvöl. Annar útskýrði fyrir mér að þegar maður kemur úr lítilli bubblu, eins og til dæmis Ísland sé með lítinn fjölda samkynhneigðra, sé stórkostlegt að koma inn í stórt mengi homma héðan og þaðan sem séu allir með það að markmiði að skemmta sér og kynnast öðrum hommum. Ég kíkti aðeins út á lífið með Svisslendingum, Þjóðverjum og Dönum í gærkvöldi. Fórum á næturklúbb sem sannarlega má lýsa sem pylsupartýi. Dönsku vinkonurnar, rétt skriðnar yfir tvítugt með ljóst hár, nutu mikilla vinsælda hjá karlpeningnum sem gaf sig óhræddur á tal við píurnar svissnesku strákunum til nokkurs ama. Reyndar var 24 ára aldurstakmark á staðinn en dyraverðirnir litu greinilega fram hjá ártalinu á skilríkjunum sem stelpurnar framvísuðu í dyrunum.Dan Panorama hótelið sem íslenski hópurinn gistir á líkt og fjölmargar aðrar þátttökuþjóðir.Sá líklegasti tekur á því í gymminu Eftir eina nótt á skemmtilegu farfuglaheimili er ég mættur á Dan Panorama hótelið þar sem íslenski hópurinn heldur til auk íslensku pressunnar en fjölga mun í hópi hennar næstu daga. Hótelið er sannarlega Eurovision-hótel enda eru ellefu þátttökuþjóðir á meðal gesta hótelsins sem stendur við ströndina. Duncan Laurence, hollenski söngvarinn sem talinn er líklegur til að standa uppi sem sigurvegari, er víst duglegur að taka á því í ræktinni en laus við stjörnustæla. Enda engin stjarna, ekki enn þá að minnsta kosti. Sigur þann 18. maí gæti breytt því. Auk þess eru flestar Norðurlandaþjóðirnar á hótelinu, allar nema Danmörk, auk Ástralanna, Íranna og fleiri. Þá fjölgar Íslendingum líka í dag þegar Friðrik Ómar, Hera Björk og Selma Björns mæta til Tel Aviv en þau munu koma fram á skemmtikvöldi á Eurocafé, Euroclub skemmtistaðnum, um helgina. Liðsmenn Hatara héldu til æfinga um ellefuleytið að staðartíma í morgun að loknum morgunmat. Þar stendur til að liðka liðina með teygjuæfingum og jafnvel hugleiða ásamt því að nokkur rennsli verða tekin á æfingunni sem danshöfundurinn Lee Proud stjórnar. Sá hinn sami og klæddi sig upp sem gimp fyrir innslag RÚV á dögunum. Allt fyrir stuðið. Þjóðirnar sem syngja á seinna undanúrslitakvöldinu æfa í Expo Tel Aviv höllinni í dag ásamt stóru þjóðunum sex sem eiga tryggt sæti í úrslitunum. Þar með verður öllum formlegum undirbúningi þjóðanna á sviðinu í höllinni lokið fyrir undanúrslitakvöldin tvö í næstu viku.Vísir verður með ítarlega umfjöllun um Eurovision næstu tíu dagana þar sem ber hæst Júrógarðinn í umsjón Stefán Árna Pálssonar (fyrsta þáttinn má sjá hér að neðan) auk þess sem Norræna partýinu, appelsínugula (rauða) dreglinum og öðrum viðburðum verða gerð góð skil. Eurovision Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. Ferðalagið hingað til Tel Aviv, borgarinnar sem sagt er að sofi aldrei, gekk áfallalaust fyrir sig og var um margt áhugavert. Flugstöðin í Keflavík er í öðrum gír þegar farið er í næturflug. Gleymdu heimsókn í Elko, að skoða sólgleraugu eða reifarakaupum í Eymundsson. Meira að segja Loksins bar er lokaður. Sem betur er samt hægt að nesta sig upp með sælgæti í Fríhöfninni, sem er einhverra hluta vegna engu ódýrara en í bænum, og kaupa sér svo langloku og flöskubjór á bensínstöðvarverði.Wizz air minnir um margt á WOW air, ekki síst hinn fjólublái einkennislitur.Wiki commonsSvefnlaus næturleggur Þetta er í annað skiptið sem ég flýg með ungverska lággjaldaflugfélaginu Wizz air og þar virðist eins til tveggja tíma seinkun vera regla frekar en undantekning. Pólverjar voru í miklum meirihluta í vélinni sem lagði af stað til Varsjár á öðrum tímanum aðfaranótt fimmtudags. Þeir á leið heim í heiðardalinn en ég aðeins lengra. Næturflug er fínn ferðamáti þegar maður ætlar að sofa í vélinni. En þegar þú ert lentur fjórum tímum síðar í Varsjá, klukkan er átta að morgni og þú náðir lítið sem ekkert að sofa því þér og hinum tveggja metra gaurnum í sætaröðinni gekk svo illa að skipta á milli fótaplássinu, þá er ferskleikinn langt í frá við það sem Nýkaup bauð upp á í verslunum sínum um aldamótin.Einu skiptin sem ég væri til í að vera 30 cm lægri er í flugvélum.Wiki CommonsEkkert fyrir myntina En hey, fimm tímar til að nýta tímann í Varsjá í Póllandi sem ég hef heyrt góða hluti um og lengi langað að skoða. Skella töskunni í skáp og taka strætó niður í bæ. Lítið mál ef þú ert með pólska mynt, en alls ekki seðla. Verslunar- og veitingahússeigendur á Chopin-flugvellinum virtust hafa sofið minna en ég um nóttina og tóku afar fálega í beiðni mína til að fá seðlum skipt í mynt. Sumir svöruðu hreinlega ekki, strunsuðu út úr samtalinu eða bentu á McDonald's. Sem átti heldur enga mynt. Reyndar var ég ekki sá eini sem lenti í basli því einn ferðalangur, sem ætlaði að fá sér rúnstykki og safa, þurfti frá að hverfa því hann mátti ekki borga með mynt. „Bara seðlar“ ætti að vera slagorð Chopin-flugvallarins í Varsjá. Kona í upplýsingabás aumkaði sér yfir mér og skipti seðlunum í mynt. Augnablikum síðar var ég kominn í strætó sem ekur til miðborgarinnar á hálftíma. Þar náði ég að borða bragðgóða beyglu, henda í Instagram-færslu og fjárfesta í derhúfu. Já, og nýjum hvítum skóm sem mér fannst flottir þótt ég hafi aldrei heyrt um merkið áður. Tískulögga Tumi Daðason strikes again. Góð nýting á tíma en má segja að við Varsjá séum enn á „First base“ status og eigum innilegri stundir inni. Chopin-flugvöllur var öllu líflegri upp úr hádegi þegar ég mætti aftur, líkaminn að melta Whopperinn og ég í dauðaleit að innstungu til að hlaða símann minn. Boðið er upp á ókeypis þráðlaust net á flugvellinum og því kom mér á óvart þegar Ísraeli á leiðinni heim til Tel Aviv leit á mig upp úr máltíð sinni og spurði hvort ég talaði ensku. Hann vantaði nefnilega að komast á þráðlausa netið. Ég spurði hvort hann hefði lent í vandræðum með að tengjast. Hann sagðist ekki hafa prófað það. Hmm, hugsaði ég og fylgdist með honum taka upp símann sinn. Augnablikum síðar hrósaði hann happi. Hann var kominn á netið. Ótrúlegar sviptingar á skömmum tíma. Konan í vegabréfaeftirlitinu rak upp stór augu þegar ég framvísaði íslenska vegabréfinu. Þessir herramenn bið spenntir í fremstu sætunum eftir því hvort einhver farþegi myndi mæta. Flugfreyjurnar bentu þeim á að setjast í sætin sem voru merkt þeim á flugmiðanum. Svo fór að sætin fremst, dýrari sæti, voru laus og fengu þeir sínu fram.Vísir/KTDVildu ekki setjast niður Mér til undrunar virkaði fótaplássið í Wizz air vélinni á leiðinni til Tel Aviv aðeins meira en í vélinni á undan. Í vélinni var hópur af strangtrúuðum Gyðingum, klæddir í stíl, ásamt konum sínum. Ein konan sat í sætinu mínu þegar ég kom og stundi þegar ég spurði hvort það gæti ekki verið að hún væri í mínu sæti. Ég skildi lítið í pirringnum en áttaði mig svo á því að hópurinn hafði lítinn áhuga á því að setjast í þau sæti sem þeim hafði verið úthlutað á miðunum. Fólkið var stöðugt að færa sig úr sætum þegar aðrir flugfarþegar mættu á svæðið og endalaus köll flugfreyjanna, beiðnir um að fara í sætin sín, skiluðu litlu sem engu. Í millitíðinni fékk ég tösku eins þeirra í hausinn úr farangursgeymslunni fyrir ofan. Félagi hans hafði einmitt fengið skammir í öryggisgæslunni fyrir að vera með símann á lofti og taka myndir.Will you please take your seat ómaði endurtekið eftir ganginum þar sem flugfreyjurnar útskýrðu að vélin færi ekki í loftið fyrr en fólk settist í sæti sín. Eurovision-lukkan var með mér í liði því þrátt fyrir að flugvélin væri þéttsetin var laust sæti á milli mín og karlmanns frá Ísrael sem sat við gluggann. Sá var á heimleið frá Póllandi þar sem hann var með konu sinni og tveimur börnum í tveggja vikna heimsókn. Amma konunnar var ein örfárra í litlu þorpi í Póllandi sem lifði af helförina. Þau höfðu hitt barnabarn pólsks prests sem hjálpaði konunni að fela sig undan nasistunum á sínum tíma. Frásögnin var mögnuð og óvenjulegt að vera svona nálægt atburðunum enda er ég vanur því að Steven Spielberg mati ofan í mig allt sem gerðist í Þýskalandi og nágrannalöndum á sínum tíma.Spáð er sól og blíðu í Tel Aviv næstu daga og hita allt að 30 stigum.Wiki commonsMér fannst ég fara tuttugu ár og nokkrum betur aftur í tímann þegar fólk klappaði við lendinguna í Tel Aviv. Aðflugið er ansi magnað þar sem maður sér ströndina við sólsetur og háar blokkir og hótel í ísraelsku borginni. Einn fyrrnefndra ferðalanga reis úr sæti sínu um leið og vélin snerti jörð flugfreyjunum enn til ama.Sit down!! öskraði langþreytt flugfreyja í hátalarakerfið eflaust fegin að kynnum sínum af sumum í vélinni tæki lyki brátt. Farþegar sneru sig nánast úr hálslið til að sjá hvaða ofurhugi hafði brotið reglurnar í þetta skiptið. Eftir líklega tíu mínútna akstur frá flugbrautinni í flugstöðina sýndi ég vegabréfið og var kominn inn. Fánar voru blaktandi um allt, reyndar ekkert fánar heldur fáni, sá ísraelski. 9. maí er Þjóðhátíðardagur Ísraels sem fagnaði 71 árs afmæli í gær. Veisluhöldum var hins vegar lokið enda hófust þau við sólsetur 8. maí. Þá byrjaði partýið og var víst dansað á götum úti um alla borg fram á rauða nótt. Ísraelskt par var í góðu stuði í lestinni frá flugvellinum inn til Tel Aviv. Þau urðu ekkert lítið spennt þegar ég sagði þeim að ég væri frá Íslandi á leið á Eurovision. Stemmningin og eftirvæntingin væri mikil að þeirra sögn og þau sögðust hafa mikla trú á íslenska atriðinu. „BDSM“ sagði strákurinn og hló. Benti mér svo á að ég ætti að fara út á næstu stoppustöð. Fleiri heimamenn eru spenntir fyrir keppninni og Hatari klárlega eitt þeirra atriða sem vekur mesta eftirtekt, ef ekki þá mestu.Ísraelski fáninn blaktir víða í Tel Aviv í tilefni þjóhátíðardagsins í gær.Wiki commonsSvissneskur ferðalangur útskýrði fyrir mér að stemmningin hér væri allt öðruvísi en til dæmis í Jerúsalem eða Betlehem. Tel Aviv sé partýborg og muni vafalítið standa undir nafni næstu tíu dagana á meðan Eurovision stendur. Hommarnir muni njóta sín hér eins og annars staðar þar sem Eurovision fer fram. Einn sem ég ræddi við í morgun var sérstaklega sáttur enda búinn að eignast nýjan „vin“ eftir aðeins nokkurra daga dvöl. Annar útskýrði fyrir mér að þegar maður kemur úr lítilli bubblu, eins og til dæmis Ísland sé með lítinn fjölda samkynhneigðra, sé stórkostlegt að koma inn í stórt mengi homma héðan og þaðan sem séu allir með það að markmiði að skemmta sér og kynnast öðrum hommum. Ég kíkti aðeins út á lífið með Svisslendingum, Þjóðverjum og Dönum í gærkvöldi. Fórum á næturklúbb sem sannarlega má lýsa sem pylsupartýi. Dönsku vinkonurnar, rétt skriðnar yfir tvítugt með ljóst hár, nutu mikilla vinsælda hjá karlpeningnum sem gaf sig óhræddur á tal við píurnar svissnesku strákunum til nokkurs ama. Reyndar var 24 ára aldurstakmark á staðinn en dyraverðirnir litu greinilega fram hjá ártalinu á skilríkjunum sem stelpurnar framvísuðu í dyrunum.Dan Panorama hótelið sem íslenski hópurinn gistir á líkt og fjölmargar aðrar þátttökuþjóðir.Sá líklegasti tekur á því í gymminu Eftir eina nótt á skemmtilegu farfuglaheimili er ég mættur á Dan Panorama hótelið þar sem íslenski hópurinn heldur til auk íslensku pressunnar en fjölga mun í hópi hennar næstu daga. Hótelið er sannarlega Eurovision-hótel enda eru ellefu þátttökuþjóðir á meðal gesta hótelsins sem stendur við ströndina. Duncan Laurence, hollenski söngvarinn sem talinn er líklegur til að standa uppi sem sigurvegari, er víst duglegur að taka á því í ræktinni en laus við stjörnustæla. Enda engin stjarna, ekki enn þá að minnsta kosti. Sigur þann 18. maí gæti breytt því. Auk þess eru flestar Norðurlandaþjóðirnar á hótelinu, allar nema Danmörk, auk Ástralanna, Íranna og fleiri. Þá fjölgar Íslendingum líka í dag þegar Friðrik Ómar, Hera Björk og Selma Björns mæta til Tel Aviv en þau munu koma fram á skemmtikvöldi á Eurocafé, Euroclub skemmtistaðnum, um helgina. Liðsmenn Hatara héldu til æfinga um ellefuleytið að staðartíma í morgun að loknum morgunmat. Þar stendur til að liðka liðina með teygjuæfingum og jafnvel hugleiða ásamt því að nokkur rennsli verða tekin á æfingunni sem danshöfundurinn Lee Proud stjórnar. Sá hinn sami og klæddi sig upp sem gimp fyrir innslag RÚV á dögunum. Allt fyrir stuðið. Þjóðirnar sem syngja á seinna undanúrslitakvöldinu æfa í Expo Tel Aviv höllinni í dag ásamt stóru þjóðunum sex sem eiga tryggt sæti í úrslitunum. Þar með verður öllum formlegum undirbúningi þjóðanna á sviðinu í höllinni lokið fyrir undanúrslitakvöldin tvö í næstu viku.Vísir verður með ítarlega umfjöllun um Eurovision næstu tíu dagana þar sem ber hæst Júrógarðinn í umsjón Stefán Árna Pálssonar (fyrsta þáttinn má sjá hér að neðan) auk þess sem Norræna partýinu, appelsínugula (rauða) dreglinum og öðrum viðburðum verða gerð góð skil.
Eurovision Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp