Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 13. maí 2019 08:15 John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. Lundvik var í banastuði þegar útsendarar Vísis hittu á hann í norræna partýinu þar sem fulltrúar Norðurlandanna auk Eistlands tróðu upp. Lundvik syngur lagið Too Late for Love en með honum á sviðinu eru fjórar bandarískar söngkonur sem voru sömuleiðis í banastuði í partýinu í gær. Lundvik er í öðru sæti veðbanka þessa stundina þangað sem hann hefur skotist upp undanfarna daga, á sama tíma og Hatari hefur lækkað á listanum. Því eru það Svíar, eins og svo oft áður, sem taldir eru líklegir til að sigra og halda keppnina á næsta ári. „Þetta er svo geggjað. Okkur leið vel eftir fyrstu æfinguna en ákváðum samt að gera nokkrar breytingar. Þess vegna var ég svolítið stressaður fyrir seinni æfinguna. En þá small þetta. Ég hef góða tilfinningu í hjarta mínu,“ segir Lundvik sem segist hafa farið hoppandi af sviðinu í gleði.Auðvitað Svíþjóð Spurður um gott gengi Svía árum saman bendir Lundvik á Melodifestivalen, undankeppni þeirra Svía, sem mikið sé lagt í. Allir vilji standa sig vel og það sé hugarfarið sem þurfi. Hann lenti í þriðja sæti í Melodifestivalen í fyrra og stóð svo uppi sem sigurvegari í ár. Lundvik samdi einnig lagið Bigger than us sem Bretarnir flytja og má því segja að hann eigi plan b uppi í erminni. Það sé þó alveg á hreinu hvort lagið sé númer eitt hjá honum. „Auðvitað Svíþjóð!“ Lundvik dvelur ásamt sænska hópnum á Dan Panorama við ströndina í Tel Aviv. Þar er einnig íslenski hópurinn. John hefur þó ekki hitt Hatara enn sem komið er. Honum líst ágætlega á lagið. „Það er kúl, svo öðruvísi. Þegar lögin eru 41 þá þarftu eitthvað öðruvísi,“ segir Lundvik. Listamenn hafi rétt á að hafa sínar skoðanir þótt hann deili þeim ekki endilega. Öll hans orka fari í lagið hans.ABBA, Herreys, Carola, Charlotte Nielsson, Loreen og Måns hafa öll staðið uppi sem sigurvegarar í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Måns árið 2015 svo kannski er komið að Svíunum eins og veðbankar telja líklegt. „Ég ætla að njóta hverrar stundar. Hvað sem gerist finnst mér ég vera sigurvegari,“ segir Lundvik um að vera hér fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann heldur sér á jörðinni en að sjálfsögðu yrði það draumi líkast að vinna. Þjálfarar á Íslandi hafa stundum lofað liðum sínum að þeir skokki heim nái liðið góðum úrslitum. Þetta hafa þjálfarar til dæmis gert fyrir leiki í Keflavík og svo skokkað til Reykjavíkur vinnist leikurinn. Lundvik er hlaupari svo það er spurning hvort hann sé tilbúinn að taka þeirri áskorun? Að hlaupa heim til Svíþjóðar ef hann vinnur? „Það gæti reynst snúið að hlaupa yfir vatnið en ég skal reyna.“Viðtalið við Lundvik má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Eurovision Svíþjóð Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. Lundvik var í banastuði þegar útsendarar Vísis hittu á hann í norræna partýinu þar sem fulltrúar Norðurlandanna auk Eistlands tróðu upp. Lundvik syngur lagið Too Late for Love en með honum á sviðinu eru fjórar bandarískar söngkonur sem voru sömuleiðis í banastuði í partýinu í gær. Lundvik er í öðru sæti veðbanka þessa stundina þangað sem hann hefur skotist upp undanfarna daga, á sama tíma og Hatari hefur lækkað á listanum. Því eru það Svíar, eins og svo oft áður, sem taldir eru líklegir til að sigra og halda keppnina á næsta ári. „Þetta er svo geggjað. Okkur leið vel eftir fyrstu æfinguna en ákváðum samt að gera nokkrar breytingar. Þess vegna var ég svolítið stressaður fyrir seinni æfinguna. En þá small þetta. Ég hef góða tilfinningu í hjarta mínu,“ segir Lundvik sem segist hafa farið hoppandi af sviðinu í gleði.Auðvitað Svíþjóð Spurður um gott gengi Svía árum saman bendir Lundvik á Melodifestivalen, undankeppni þeirra Svía, sem mikið sé lagt í. Allir vilji standa sig vel og það sé hugarfarið sem þurfi. Hann lenti í þriðja sæti í Melodifestivalen í fyrra og stóð svo uppi sem sigurvegari í ár. Lundvik samdi einnig lagið Bigger than us sem Bretarnir flytja og má því segja að hann eigi plan b uppi í erminni. Það sé þó alveg á hreinu hvort lagið sé númer eitt hjá honum. „Auðvitað Svíþjóð!“ Lundvik dvelur ásamt sænska hópnum á Dan Panorama við ströndina í Tel Aviv. Þar er einnig íslenski hópurinn. John hefur þó ekki hitt Hatara enn sem komið er. Honum líst ágætlega á lagið. „Það er kúl, svo öðruvísi. Þegar lögin eru 41 þá þarftu eitthvað öðruvísi,“ segir Lundvik. Listamenn hafi rétt á að hafa sínar skoðanir þótt hann deili þeim ekki endilega. Öll hans orka fari í lagið hans.ABBA, Herreys, Carola, Charlotte Nielsson, Loreen og Måns hafa öll staðið uppi sem sigurvegarar í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Måns árið 2015 svo kannski er komið að Svíunum eins og veðbankar telja líklegt. „Ég ætla að njóta hverrar stundar. Hvað sem gerist finnst mér ég vera sigurvegari,“ segir Lundvik um að vera hér fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann heldur sér á jörðinni en að sjálfsögðu yrði það draumi líkast að vinna. Þjálfarar á Íslandi hafa stundum lofað liðum sínum að þeir skokki heim nái liðið góðum úrslitum. Þetta hafa þjálfarar til dæmis gert fyrir leiki í Keflavík og svo skokkað til Reykjavíkur vinnist leikurinn. Lundvik er hlaupari svo það er spurning hvort hann sé tilbúinn að taka þeirri áskorun? Að hlaupa heim til Svíþjóðar ef hann vinnur? „Það gæti reynst snúið að hlaupa yfir vatnið en ég skal reyna.“Viðtalið við Lundvik má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Eurovision Svíþjóð Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira