Klemens mætti í hálfum jakka á appelsínugula dregilinn Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 12. maí 2019 17:47 Hatari á appelsínugula dreglinum. Liðsmenn Hatara mættu á appelsínugula dregilinn í Tel Aviv um klukkan 17:15 að íslenskum tíma í dag en nokkur seinkun varð á athöfninni þar sem fulltrúar allra þjóðanna ræða við blaðamenn og bjóða upp á myndatökur með aðdáendum. Einn kynnanna sagði að það væri líklega vissara fyrir börn og grænmetisætur að horfa undan því Hatari legði mikla áherslu á BDSM og leður í atriði sínu. Í framhaldinu komu sexmenningarnir, söngvarar, dansarar og trommugimp, út úr bílunum og stilltu sér upp í myndatöku áður en aðalkynnar kvöldsins tóku þá tali. Var greinilegt á kynnunum að þeir höfðu áhyggjur af því að Hataramenn yrðu seinir til svars eða myndu ekkert svar. „Talið þið? Eða horfið þið bara?“ spurði karlkynnirinn. „Við elskum að tala, við elskum að horfa og allt hitt líka,“ svaraði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari sveitarinnar. Barst talið í framhaldinu að klæðnaði þeirra og sagði Matthías sveitina sækja í fatahönnuði úr nærumhverfinu. Athygli vakti að Klemens Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar, var klæddur í hálfan jakka. „Augljóslega erum við ekki vanir hitanum svo ég reif hálfan jakkann af,“ sagði Klemens. Kynnarnir virtust meðvitaðir um að pör væru að finna innan Hatara. Meðlimir væru bundnir fjölskylduböndum. „Við erum frændur,“ sagði Matthías um þá Klemens en auk þess eru Einar Hrafn Stefánsson trommugimp og Sólbjört Sigurðardóttir kærustupar.En hver eru skilaboð Hatara? „Ef við stöndum ekki saman og finnum frið þá mun Hatrið sigra,“ sagði Klemens og skellti sér í frekari göngu eftir Rauða dreglinum.Útsendingin frá Rauða dreglinum stendur enn yfir þótt farið sé að síga á seinni hlutann. Hana má sjá að neðan en hægt er að spóla til baka í spilaranum til að sjá Hatara. Eurovision Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Liðsmenn Hatara mættu á appelsínugula dregilinn í Tel Aviv um klukkan 17:15 að íslenskum tíma í dag en nokkur seinkun varð á athöfninni þar sem fulltrúar allra þjóðanna ræða við blaðamenn og bjóða upp á myndatökur með aðdáendum. Einn kynnanna sagði að það væri líklega vissara fyrir börn og grænmetisætur að horfa undan því Hatari legði mikla áherslu á BDSM og leður í atriði sínu. Í framhaldinu komu sexmenningarnir, söngvarar, dansarar og trommugimp, út úr bílunum og stilltu sér upp í myndatöku áður en aðalkynnar kvöldsins tóku þá tali. Var greinilegt á kynnunum að þeir höfðu áhyggjur af því að Hataramenn yrðu seinir til svars eða myndu ekkert svar. „Talið þið? Eða horfið þið bara?“ spurði karlkynnirinn. „Við elskum að tala, við elskum að horfa og allt hitt líka,“ svaraði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari sveitarinnar. Barst talið í framhaldinu að klæðnaði þeirra og sagði Matthías sveitina sækja í fatahönnuði úr nærumhverfinu. Athygli vakti að Klemens Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar, var klæddur í hálfan jakka. „Augljóslega erum við ekki vanir hitanum svo ég reif hálfan jakkann af,“ sagði Klemens. Kynnarnir virtust meðvitaðir um að pör væru að finna innan Hatara. Meðlimir væru bundnir fjölskylduböndum. „Við erum frændur,“ sagði Matthías um þá Klemens en auk þess eru Einar Hrafn Stefánsson trommugimp og Sólbjört Sigurðardóttir kærustupar.En hver eru skilaboð Hatara? „Ef við stöndum ekki saman og finnum frið þá mun Hatrið sigra,“ sagði Klemens og skellti sér í frekari göngu eftir Rauða dreglinum.Útsendingin frá Rauða dreglinum stendur enn yfir þótt farið sé að síga á seinni hlutann. Hana má sjá að neðan en hægt er að spóla til baka í spilaranum til að sjá Hatara.
Eurovision Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira