Klæðist stórum fötum svo fólk geti ekki haft skoðanir á líkama hennar Sylvía Hall skrifar 12. maí 2019 17:49 Billie Eilish er aðeins sautján ára gömul en er á meðal þekktustu tónlistarmanna í bransanum í dag. Vísir/Getty Ungstirnið Billie Eilish er ein þeirra sem taka þátt í nýjustu herferð tískurisans Calvin Klein og hefur auglýsing hennar vakið mikla athygli fyrir þær sakir að hún opnar sig í fyrsta sinn um fataval sitt. Eilish, sem er aðeins sautján ára gömul, hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn síðasta árið. Í auglýsingunni, sem gengur út á að fólk segi „sinn sannleika“, talar Eilish um ástæðu þess að hún klæðist stórum fötum en afslappað fataval hennar hefur vakið athygli aðdáenda hennar allt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Vísir/GettyÁstæðan hefur vakið mikið umtal og ristir dýpra en margir gerðu sér grein fyrir og endurspeglar upplifun hennar af því að vera ung kona í sviðsljósinu.damn so she dresses the way she does so she won’t be bodyshamed nor sexualized pic.twitter.com/uFA5ToMlPv — (@donewithfaking) May 9, 2019 „Ég vil ekki að heimurinn viti allt um mig. Þess vegna klæðist ég stórum fötum, enginn getur haft skoðun því þeir hafa ekki séð það sem er undir,“ segir Eilish í auglýsingunni. „Enginn getur sagt: Hún er grönn, hún er ekki grönn. Hún er með flatan rass, hún er með stóran rass. Enginn getur sagt þetta því þeir vita það ekki.“ Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Ungstirnið Billie Eilish er ein þeirra sem taka þátt í nýjustu herferð tískurisans Calvin Klein og hefur auglýsing hennar vakið mikla athygli fyrir þær sakir að hún opnar sig í fyrsta sinn um fataval sitt. Eilish, sem er aðeins sautján ára gömul, hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn síðasta árið. Í auglýsingunni, sem gengur út á að fólk segi „sinn sannleika“, talar Eilish um ástæðu þess að hún klæðist stórum fötum en afslappað fataval hennar hefur vakið athygli aðdáenda hennar allt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Vísir/GettyÁstæðan hefur vakið mikið umtal og ristir dýpra en margir gerðu sér grein fyrir og endurspeglar upplifun hennar af því að vera ung kona í sviðsljósinu.damn so she dresses the way she does so she won’t be bodyshamed nor sexualized pic.twitter.com/uFA5ToMlPv — (@donewithfaking) May 9, 2019 „Ég vil ekki að heimurinn viti allt um mig. Þess vegna klæðist ég stórum fötum, enginn getur haft skoðun því þeir hafa ekki séð það sem er undir,“ segir Eilish í auglýsingunni. „Enginn getur sagt: Hún er grönn, hún er ekki grönn. Hún er með flatan rass, hún er með stóran rass. Enginn getur sagt þetta því þeir vita það ekki.“
Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira