Hatari flutti lagið Hatrið mun sigra á æfingu fyrir dómararennslið í Expo-höllinni í Tel Aviv rétt í þessu og gekk það mjög vel.
Inni í blaðmannahöllinni heyrðist örlítið of lítið í Matthíasi en svo var víst ekki inni í sal. Atriðið rann vel í gegn og var klappað mikið fyrir Íslandi hér í blaðamannahöllinni í Tel Aviv. Póstkort okkar Íslendinga er virkilega vel heppnað í ár.
Klukkan 19:00 hefst síðan dómararennslið sjálft sem telur jafn mikið og atkvæði Evrópubúa annað kvöld. Það er því til mikils að vinna fyrir Íslendinganna og vonandi hittu þau í mark meðal dómnefndanna.
Hatari fer 13. á svið annað kvöld á fyrri undanriðlinum í Eurovision árið 2019. Íslendingum er spáð áfram af helstu veðbönkum.
Æfingin gekk vel hjá Hatara
Stefán Árni Pálsson skrifar
