Í fyrsta skiptið síðan árið 1985 verður keppt í Formúlu 1 í Hollandi. Stór ástæða þess eru vinsældir Red Bull ökuþórsins Max Verstappen.
Kappaksturinn mun fara fram helgina 8. til 10. Maí árið 2020 á Zandvoort brautinni. Keppt var í Formúlu 1 á brautinni frá árunum 1952 til 1985.
Þetta er annar nýji kappaksturinn sem hefur verið staðfestur fyrir næsta tímabil. Auk keppninnar í Hollandi verður einnig keppt á götum Hanoi í Víetnam.
,,Frá því við tókum við Formúlunni höfum við lofað að keppt verði á nýjum stöðum, en einnig viljum við virða sögulegar rætur íþróttarinnar í Evrópu''. Þetta hafði Chase Carey, yfirmaður Formúlu 1, að segja er hann staðfesti kappaksturinn í Hollandi.
Fjölmargir hollenskir áhorfendur hafa mætt á keppnir í Evrópu síðastliðin ár. Keppnishaldarar gera því ráð fyrir að auðvelt verði að selja upp miða á keppnina á Zandvoort.

