Heimamaður fagnar ógurlega framlagi Hatara en telur fæsta landa sína sammála Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 23:00 Nevo Lederman, fimmti frá hægri, var í skýjunum með úrslitin og ekki síður að kynnast fólkinu á bak við Hatara. Vísir/Kolbeinn Tumi Nevo Lederman er Ísraeli búsettur í Tel Aviv en grjótharður stuðningsmaður Íslands í Eurovision. Hann var í skýjunum eftir að í ljós kom að Hatari var kominn í úrslit. „Ég studdi Ísland líka í Eurovision 2017, þegar Svala keppti. Ég er bara grjótharður stuðningsmaður Íslands,“ sagði Lederman augnablikum eftir að úrslitin voru ljós.En af hverju Ísland?„Þið sendið bara bestu lögin í Eurovision, ég ræð ekki við mig. Og með þessi skilaboð í ár. Stjórnmál eru stór hluti daglegs lífs í Ísrael. Ísland hundsaði ekki ástandið heldur sendi lag með skilaboð sem tekur á stöðunni.“Lederman hitti meðlimi Hatara á rennslinu í gær.Nevo LedermanLederman og vinur hans eru sannfærðir um að Hatari hafi hafnað í öðru tveggja efstu sætanna í kvöld. Hann fagnar framlagi Hatara. „Lagið á svo vel við nú árið 2017. Þetta er ekki bara eitthvert ár. Þetta talar til mín í minni Eurovision í minni heimaborg.“ Hann telur þó alls ekki marga samlanda hans á sömu skoðun. Meiri mótbyr sé með laginu en meðbyr hér í landi. „En Tel Aviv er ekki eins og restin á Ísrael. Eins og Eurovision blaðran þá er Tel Aviv öðruvísi en restin af landinu. Þetta er líklega víða svona að í stórum borgum er fólk með opnari hug á meðan íhaldsemin og hræðslan ræður meira ríkjum í minni plássum.“ Eftir fjögur mögur ár er Ísland loksins komið í úrslit. Lederman fagnar ógurlega. „Þið eigið það svo skilið. Þetta hefur tekið alltof langan tíma.“ Lederman datt í lukkupottinn en hann eignaðist íslenska vini á meðan á keppni stóð. Fjölskyldur meðlima Hatara. „Ég kallaði áfram Ísland og þau sögðust vera fjölskyldan. Gleðin var svo fölskvalaus og yndislegt að fá að vera hluti af því.“Nevo Lederman með söngvurunum Klemensi og Matthíasi Tryggva.Nevo LedermanÞótt Lederman sé mikill aðdáandi Hatara er annar íslensku tónlistarmaður í uppáhaldi, söngkonan Svala Björgvinsdóttir. „Ég hitti Svölu árið 2017 í Íslendingapartýinu í Kiev. Ég er vandræðalega mikill aðdáandi hennar. Hún áritaði lítið plakat fyrir mig sem hangir í svefnherberginu mínu.“ Svala keppti fyrir Íslands hönd fyrir tveimur árum með lag sitt Paper. „Ég elska hana, fylgist með henni og varð fyrir vonbrigðum að lagið hennar komst ekki í úrslit Söngvakeppninnar. Ég elskaði lagið hennar, sendi henni mínar bestu kveðjur og vonandi man hún eftir mér.“ Eurovision Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Nevo Lederman er Ísraeli búsettur í Tel Aviv en grjótharður stuðningsmaður Íslands í Eurovision. Hann var í skýjunum eftir að í ljós kom að Hatari var kominn í úrslit. „Ég studdi Ísland líka í Eurovision 2017, þegar Svala keppti. Ég er bara grjótharður stuðningsmaður Íslands,“ sagði Lederman augnablikum eftir að úrslitin voru ljós.En af hverju Ísland?„Þið sendið bara bestu lögin í Eurovision, ég ræð ekki við mig. Og með þessi skilaboð í ár. Stjórnmál eru stór hluti daglegs lífs í Ísrael. Ísland hundsaði ekki ástandið heldur sendi lag með skilaboð sem tekur á stöðunni.“Lederman hitti meðlimi Hatara á rennslinu í gær.Nevo LedermanLederman og vinur hans eru sannfærðir um að Hatari hafi hafnað í öðru tveggja efstu sætanna í kvöld. Hann fagnar framlagi Hatara. „Lagið á svo vel við nú árið 2017. Þetta er ekki bara eitthvert ár. Þetta talar til mín í minni Eurovision í minni heimaborg.“ Hann telur þó alls ekki marga samlanda hans á sömu skoðun. Meiri mótbyr sé með laginu en meðbyr hér í landi. „En Tel Aviv er ekki eins og restin á Ísrael. Eins og Eurovision blaðran þá er Tel Aviv öðruvísi en restin af landinu. Þetta er líklega víða svona að í stórum borgum er fólk með opnari hug á meðan íhaldsemin og hræðslan ræður meira ríkjum í minni plássum.“ Eftir fjögur mögur ár er Ísland loksins komið í úrslit. Lederman fagnar ógurlega. „Þið eigið það svo skilið. Þetta hefur tekið alltof langan tíma.“ Lederman datt í lukkupottinn en hann eignaðist íslenska vini á meðan á keppni stóð. Fjölskyldur meðlima Hatara. „Ég kallaði áfram Ísland og þau sögðust vera fjölskyldan. Gleðin var svo fölskvalaus og yndislegt að fá að vera hluti af því.“Nevo Lederman með söngvurunum Klemensi og Matthíasi Tryggva.Nevo LedermanÞótt Lederman sé mikill aðdáandi Hatara er annar íslensku tónlistarmaður í uppáhaldi, söngkonan Svala Björgvinsdóttir. „Ég hitti Svölu árið 2017 í Íslendingapartýinu í Kiev. Ég er vandræðalega mikill aðdáandi hennar. Hún áritaði lítið plakat fyrir mig sem hangir í svefnherberginu mínu.“ Svala keppti fyrir Íslands hönd fyrir tveimur árum með lag sitt Paper. „Ég elska hana, fylgist með henni og varð fyrir vonbrigðum að lagið hennar komst ekki í úrslit Söngvakeppninnar. Ég elskaði lagið hennar, sendi henni mínar bestu kveðjur og vonandi man hún eftir mér.“
Eurovision Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira