Claire Denis heiðursgestur RIFF Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2019 12:06 Claire Denis er þekkt frönsk kvikmyndagerðarkona. vísir/getty Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni en á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár eru Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch. Denis er margverðlaunuð fyrir kvikmyndagerð sína og hlaut síðast hin virtu SACD verðlaun á Cannes fyrir myndina Un beau soleil intérieur. Þá situr hún í dómnefnd stuttmynd á Cannes-hátíðinni í ár. „Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travail sem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Life kom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim,“ segir í tilkynningu RIFF þar sem jafnframt er haft eftir Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda hátíðarinnar, að það sé mikill heiður að taka á móti Denis og kynna hana fyrir íslenskum áhorfendum og bransafólki. „Denis er þekkt fyrir áhugaverð sjónarhorn þar sem jaðarhópar og mismunandi menningarheimar fá vægi og rödd sína heyrða. Sjónheimurinn í myndum hennar er afar sterkur; samspil lita, hljóða, sjónarhorna og forma leika meðal annars lykilhlutverk í myndum hennar. Sögur hennar varpa ljósi á hið mannlega en hún er einstaklega næmur sagnasmiður og eru fáir með tærnar þar sem hún er með hælana. Líf hennar og bakgrunnur móta þar sérstaklega drifkraft sagna hennar en hún var alin upp í Afríku til fjórtán ára aldurs. Fyrsta mynd hennar Chocolat bar þess svo sannarlega merki en þar fjallar hún um áhrif nýlendustefnunnar á líf fólks í Vestur - Afríku árið 1950. Þar er aðalsöguhetjan einmitt ung, frönsk stúlka en hennar sjónarhorn skírskotar til líf Claire sjálfrar á yngri árum. Fyrir þá mynd hlaut hún tilnefningu til Gull pálmans á Cannes auk César verðlaunanna sem eru ein virtustu verðlaun Frakklands,“ segir í tilkynningu. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni en á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár eru Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch. Denis er margverðlaunuð fyrir kvikmyndagerð sína og hlaut síðast hin virtu SACD verðlaun á Cannes fyrir myndina Un beau soleil intérieur. Þá situr hún í dómnefnd stuttmynd á Cannes-hátíðinni í ár. „Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travail sem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Life kom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim,“ segir í tilkynningu RIFF þar sem jafnframt er haft eftir Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda hátíðarinnar, að það sé mikill heiður að taka á móti Denis og kynna hana fyrir íslenskum áhorfendum og bransafólki. „Denis er þekkt fyrir áhugaverð sjónarhorn þar sem jaðarhópar og mismunandi menningarheimar fá vægi og rödd sína heyrða. Sjónheimurinn í myndum hennar er afar sterkur; samspil lita, hljóða, sjónarhorna og forma leika meðal annars lykilhlutverk í myndum hennar. Sögur hennar varpa ljósi á hið mannlega en hún er einstaklega næmur sagnasmiður og eru fáir með tærnar þar sem hún er með hælana. Líf hennar og bakgrunnur móta þar sérstaklega drifkraft sagna hennar en hún var alin upp í Afríku til fjórtán ára aldurs. Fyrsta mynd hennar Chocolat bar þess svo sannarlega merki en þar fjallar hún um áhrif nýlendustefnunnar á líf fólks í Vestur - Afríku árið 1950. Þar er aðalsöguhetjan einmitt ung, frönsk stúlka en hennar sjónarhorn skírskotar til líf Claire sjálfrar á yngri árum. Fyrir þá mynd hlaut hún tilnefningu til Gull pálmans á Cannes auk César verðlaunanna sem eru ein virtustu verðlaun Frakklands,“ segir í tilkynningu.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira