41 árs og á leiðinni á sitt sjöunda heimsmeistaramót í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2019 23:00 Formiga hefur tekið þátt í sex heimsmeistaramótum og keppt á sex Ólympíuleikum. Getty/Mark Kolbe Brasilíska knattspyrnukonan Formiga mun seta nýtt met í sumar þegar hún tekur þátt í sínu sjöunda heimsmeistaramóti í fótbolta á HM í Frakklandi. Formiga er í brasilíska HM-hópnum og bætir þar með met sitt og hinnar japönsku Homare Sawa en þær voru báðar með í sjötta sinn á HM í Kanada 2015. Enginn karl eða kona hefur tekið þátt í sjö heimsmeistaramótum í stærstu íþróttagrein heims. Þrír karlar deila metinu en þeir Rafael Marquez, Antonio Carbajal og Lothar Matthaeus tóku allir þátt í fimm heimsmeistaramótumn. Formiga er leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain og hefur verið það frá árinu 2017 en hún hefur leikið í Bandaríkjunum og Svíþjóð auk heimalandsins.41-year-old Formiga is headed to her record 7th World Cup pic.twitter.com/XqAYgQXwLT — B/R Football (@brfootball) May 16, 2019Formiga var fyrst með á HM 1995 í Svíþjóð þá aðeins sautján ára gömul. Hún var einnig með Brasilíu á HM 1999, HM 2003, HM 2007, HM 2011 og HM 2015. Alls hefur hún spilað 24 leiki í úrslitakeppni HM. Formiga hefur einnig tekið þátt í sex Ólympíuleikum eða allt frá ÓL í Atalanta 1996 til ÓL í Ríó 2016. Formiga hætti í landsliðinu árið 2016 en tók landsliðsskóna af hilluna fyrir Suðurameríkukeppnina í fyrra. Um leið og Formiga tekur þátt í leik í sumar verður hún sú elsta til að spila á heimsmeistaramóti. Hún fæddist 3. mars 1978. Formiga er ekki eini reynsluboltinn í brasilíska HM-hópnum því Marta er á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót. Marta hefur skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM eða fleiri en nokkur önnur kona. Fyrsti leikur Brasilíu á HM 2019 verður á móti Jamaíka 9. júní en svo taka við leikir á móti Ástralíu og Ítalíu. Brasilíska kvennalandsliðið hefur aldrei náð að vinna heimsmeistaramótið en komst næst því á HM 2007 í Þýskalandi þegar liðið varð í öðru sæti. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Brasilíska knattspyrnukonan Formiga mun seta nýtt met í sumar þegar hún tekur þátt í sínu sjöunda heimsmeistaramóti í fótbolta á HM í Frakklandi. Formiga er í brasilíska HM-hópnum og bætir þar með met sitt og hinnar japönsku Homare Sawa en þær voru báðar með í sjötta sinn á HM í Kanada 2015. Enginn karl eða kona hefur tekið þátt í sjö heimsmeistaramótum í stærstu íþróttagrein heims. Þrír karlar deila metinu en þeir Rafael Marquez, Antonio Carbajal og Lothar Matthaeus tóku allir þátt í fimm heimsmeistaramótumn. Formiga er leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain og hefur verið það frá árinu 2017 en hún hefur leikið í Bandaríkjunum og Svíþjóð auk heimalandsins.41-year-old Formiga is headed to her record 7th World Cup pic.twitter.com/XqAYgQXwLT — B/R Football (@brfootball) May 16, 2019Formiga var fyrst með á HM 1995 í Svíþjóð þá aðeins sautján ára gömul. Hún var einnig með Brasilíu á HM 1999, HM 2003, HM 2007, HM 2011 og HM 2015. Alls hefur hún spilað 24 leiki í úrslitakeppni HM. Formiga hefur einnig tekið þátt í sex Ólympíuleikum eða allt frá ÓL í Atalanta 1996 til ÓL í Ríó 2016. Formiga hætti í landsliðinu árið 2016 en tók landsliðsskóna af hilluna fyrir Suðurameríkukeppnina í fyrra. Um leið og Formiga tekur þátt í leik í sumar verður hún sú elsta til að spila á heimsmeistaramóti. Hún fæddist 3. mars 1978. Formiga er ekki eini reynsluboltinn í brasilíska HM-hópnum því Marta er á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót. Marta hefur skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM eða fleiri en nokkur önnur kona. Fyrsti leikur Brasilíu á HM 2019 verður á móti Jamaíka 9. júní en svo taka við leikir á móti Ástralíu og Ítalíu. Brasilíska kvennalandsliðið hefur aldrei náð að vinna heimsmeistaramótið en komst næst því á HM 2007 í Þýskalandi þegar liðið varð í öðru sæti.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira