Stærsta partýið í Tel Aviv í garðinum hjá Hatara Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 17:45 Hótel íslenska hópsins með Eurovision-merkingu á gaflinum. Þúsundir voru í Eurovision Village á sjöunda tímanum þegar Vísismenn litu við. Vísir/Kolbeinn Tumi Segja má að stærsta partýið í Tel Aviv sé í bakgarði Hatara. Frá tíu á morgnana og langt fram á kvöld. Eurovision Village er afdrep Eurovision aðdáenda og annarra við ströndina í Tel Aviv. Þar kemur fólk saman til að hlusta á tónlist, fá sér að borða, baða sig í sólinni og skemmta sér.Neðst í fréttinni má sjá innlag frá heimsókn í Euro Village.Gestir í garðinum eru í áskrift að sól og blíðu líkt og aðrir sem staddir eru í Tel Aviv.Vísir/Kolbeinn TumiEin umferðargata skilur að Dan Panorama hótelið þar sem Hatari og íslenski hópurinn dvelur og þorpið. Lætin frá þorpinu eru mikil stærstan hluta dagsins enda risastórir hátalarar sem sjá til þess að hljóðið berist sem víðast, hvort sem fólki líkar betur eða verr.Stærsta sviðið í þorpinu.Vísir/Kolbeinn TumiÞorpið er þó alls ekkert þorp að stærð. Það spannar afar stórt svæði og þegar fulltrúar Vísis litu við á sjöunda tímanum að staðartíma voru mörg þúsund manns mætt til að skemmta sér. Þá voru enn þrír til fjórir tímar þar til síðara undanúrslitakvöldið í Eurovision hæfist.Kunnugleg andlit en alls konar listamenn selja varning í garðinum.Vísir/Kolbeinn TumiÍ garðinum er hægt að hlusta á lifandi tónlist á nokkrum sviðum, kaupa sér að því er virðist allan mögulegan mat, njóta áfengra sem óáfengra drykkja og kaupa Eurovision-varning eða aðrar vörur. Þótt margan Eurovision-aðdáandann sé að finna í garðinum þá fjölmenna heimamenn frá Ísrael í garðinn til að skemmta sér.Þessi fjölskylda verður vonandi ekki fyrir vonbrigðum með myndina af sér.Vísir/Kolbeinn TumiHeimamenn sem blaðamenn ræddu við voru allir á einu máli um að þeir kynnu virkilega vel að meta Ísland. Íslenska lagið? Það voru skiptar skoðanir um það og sumir höfðu hreinlega ekki heyrt um Hatara. Vísir tók púlsinn á gestum í þorpinu. Eurovision Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Sjá meira
Segja má að stærsta partýið í Tel Aviv sé í bakgarði Hatara. Frá tíu á morgnana og langt fram á kvöld. Eurovision Village er afdrep Eurovision aðdáenda og annarra við ströndina í Tel Aviv. Þar kemur fólk saman til að hlusta á tónlist, fá sér að borða, baða sig í sólinni og skemmta sér.Neðst í fréttinni má sjá innlag frá heimsókn í Euro Village.Gestir í garðinum eru í áskrift að sól og blíðu líkt og aðrir sem staddir eru í Tel Aviv.Vísir/Kolbeinn TumiEin umferðargata skilur að Dan Panorama hótelið þar sem Hatari og íslenski hópurinn dvelur og þorpið. Lætin frá þorpinu eru mikil stærstan hluta dagsins enda risastórir hátalarar sem sjá til þess að hljóðið berist sem víðast, hvort sem fólki líkar betur eða verr.Stærsta sviðið í þorpinu.Vísir/Kolbeinn TumiÞorpið er þó alls ekkert þorp að stærð. Það spannar afar stórt svæði og þegar fulltrúar Vísis litu við á sjöunda tímanum að staðartíma voru mörg þúsund manns mætt til að skemmta sér. Þá voru enn þrír til fjórir tímar þar til síðara undanúrslitakvöldið í Eurovision hæfist.Kunnugleg andlit en alls konar listamenn selja varning í garðinum.Vísir/Kolbeinn TumiÍ garðinum er hægt að hlusta á lifandi tónlist á nokkrum sviðum, kaupa sér að því er virðist allan mögulegan mat, njóta áfengra sem óáfengra drykkja og kaupa Eurovision-varning eða aðrar vörur. Þótt margan Eurovision-aðdáandann sé að finna í garðinum þá fjölmenna heimamenn frá Ísrael í garðinn til að skemmta sér.Þessi fjölskylda verður vonandi ekki fyrir vonbrigðum með myndina af sér.Vísir/Kolbeinn TumiHeimamenn sem blaðamenn ræddu við voru allir á einu máli um að þeir kynnu virkilega vel að meta Ísland. Íslenska lagið? Það voru skiptar skoðanir um það og sumir höfðu hreinlega ekki heyrt um Hatara. Vísir tók púlsinn á gestum í þorpinu.
Eurovision Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Sjá meira