Á móti sól og GRL PWR á Þjóðhátíð Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 17. maí 2019 07:15 Lukku Láki, SpriteZeroKlan, Jói og Króli bregða á leik, en þeir bera merki samtakanna Bleiki fíllinn, sem vinnur forvarnarstarf gegn kynferðisafbrotum á hátíðinni. Mynd/Ketchup Creative Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram dagana 2.-4. ágúst í sumar, en hátíðin hefur verið haldin með hléum frá árinu 1874. Nú er búið að auglýsa að margir af vinsælustu listamönnum landsins koma fram á hátíðinni í ár. Má þar meðal annars nefna GDRN, ClubDub, Hugin og Herra Hnetusmjör, en þau fjögur munu einnig koma fram á Húkkaraballinu á fimmtudeginum. Í dag verða kynnt fimm atriði til viðbótar, en það eru Á móti sól, stúlknahljómsveitin GRL PWR, rappararnir JóiXKróli, Lukku Láki og SpriteZeroKlan. „Við erum með einvalalið tónlistarfólks að spila í ár. Það er líka skemmtilegt að Á móti sól spilar nú í tíunda skiptið á Þjóðhátíð,“ segir Jón Gunnar Geirdal, en hann er kynningarfulltrúi hátíðarinnar sjöunda árið í röð. Hann segir söluna fara vel af stað og það fari að styttast í að vinsælustu Herjólfsferðirnar verði uppseldar. Salka Sól, söng- og leikkona, kemur fram á hátíðinni með hljómsveitinni GRL PWR. Um stofnun sveitarinnar segir Salka að þær hafi upphaflega ætlað að koma fram í einungis eitt skipti, á tónleikum á Húrra þar sem þær sungu Spice Girls lög. Salka segir kvöldið hafa gengið vonum framar og því hafi þær ákveðið að halda áfram, en í dag tekur sveitin lög eftir fleiri söngdívur inn á milli Spice Girls slagaranna. „Það er alltaf nóg að gera fyrir tónlistarfólk yfir þessa helgi. Maður er yfirleitt á flakki um landið að spila eins mikið og maður getur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem fram á hátíðinni, en ég er mjög ánægð með að vera að spila á sunnudeginum. Ég spilaði einmitt á sunnudeginum í fyrra sem var alveg mögnuð upplifun,“ segir Salka. Sveitina skipa nokkrar af fremstu söngkonum landsins, þær Elísabet Ormslev, Þuríður Blær, Karó, Stefanía Svavars og svo Salka. Lukku Láki er tiltölulega nýkominn á sjónarsviðið en hann gaf út sína fyrstu plötu fyrir tveimur vikum sem hefur fengið einstaklega góðar viðtökur. „Ég bjóst ekki við að fólk myndi taka svona vel í plötuna, enda er þetta mín fyrsta útgáfa. En ég er með rosalega gott bakland með mér í þessu,“ segir Lukku Láki og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að fá að spila fyrir svona mikinn fjölda og það með mínum bestu vinum. Gaman að bæta við að ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð og spila svo þar í minni fyrstu ferð.“ Miða á hátíðina er hægt að nálgast á síðunni dalurinn.is. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram dagana 2.-4. ágúst í sumar, en hátíðin hefur verið haldin með hléum frá árinu 1874. Nú er búið að auglýsa að margir af vinsælustu listamönnum landsins koma fram á hátíðinni í ár. Má þar meðal annars nefna GDRN, ClubDub, Hugin og Herra Hnetusmjör, en þau fjögur munu einnig koma fram á Húkkaraballinu á fimmtudeginum. Í dag verða kynnt fimm atriði til viðbótar, en það eru Á móti sól, stúlknahljómsveitin GRL PWR, rappararnir JóiXKróli, Lukku Láki og SpriteZeroKlan. „Við erum með einvalalið tónlistarfólks að spila í ár. Það er líka skemmtilegt að Á móti sól spilar nú í tíunda skiptið á Þjóðhátíð,“ segir Jón Gunnar Geirdal, en hann er kynningarfulltrúi hátíðarinnar sjöunda árið í röð. Hann segir söluna fara vel af stað og það fari að styttast í að vinsælustu Herjólfsferðirnar verði uppseldar. Salka Sól, söng- og leikkona, kemur fram á hátíðinni með hljómsveitinni GRL PWR. Um stofnun sveitarinnar segir Salka að þær hafi upphaflega ætlað að koma fram í einungis eitt skipti, á tónleikum á Húrra þar sem þær sungu Spice Girls lög. Salka segir kvöldið hafa gengið vonum framar og því hafi þær ákveðið að halda áfram, en í dag tekur sveitin lög eftir fleiri söngdívur inn á milli Spice Girls slagaranna. „Það er alltaf nóg að gera fyrir tónlistarfólk yfir þessa helgi. Maður er yfirleitt á flakki um landið að spila eins mikið og maður getur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem fram á hátíðinni, en ég er mjög ánægð með að vera að spila á sunnudeginum. Ég spilaði einmitt á sunnudeginum í fyrra sem var alveg mögnuð upplifun,“ segir Salka. Sveitina skipa nokkrar af fremstu söngkonum landsins, þær Elísabet Ormslev, Þuríður Blær, Karó, Stefanía Svavars og svo Salka. Lukku Láki er tiltölulega nýkominn á sjónarsviðið en hann gaf út sína fyrstu plötu fyrir tveimur vikum sem hefur fengið einstaklega góðar viðtökur. „Ég bjóst ekki við að fólk myndi taka svona vel í plötuna, enda er þetta mín fyrsta útgáfa. En ég er með rosalega gott bakland með mér í þessu,“ segir Lukku Láki og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að fá að spila fyrir svona mikinn fjölda og það með mínum bestu vinum. Gaman að bæta við að ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð og spila svo þar í minni fyrstu ferð.“ Miða á hátíðina er hægt að nálgast á síðunni dalurinn.is.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira