Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 09:00 Loreen hin sænska fagnar sigri árið 2012 í Aserbaídsjan. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. Þrisvar á þessari öld, og sjö sinnum í heildina, hefur sigurlagið setið í sæti númer sautján úrslitakvöldið en almennt er viðurkennt að betra sé að vera í seinni hlutanum en þeim fyrri. Eurovision hefur tekið miklum breytingum í seinni tíð. Þátttökuþjóðum hefur fjölgað til muna þannig að 17. sæti árið 1980 var þriðja síðasta sætið. Undanfarin ár, þegar 26 þjóðir hafa keppt í úrslitum, er sætið rétt fyrir aftan miðju. Fyrirkomulagið varðandi hvernig atriðin raðast er blanda af lukku og ákvörðun gestgjafans. Þannig dró Klemens Nikulás Hannigan miða eftir fyrra undanúrslitakvöldið þar sem fram kom að Ísland væri í seinni hlutanum. Síðan er það ákvörðun sjónvarpsfólksins í Ísrael hvernig löndin raðast í fyrri og seinni hlutann. Af þeim þjóðum sem taldar eru líklegastar til að vinna annað kvöld þá eru Hollendingar taldir langsigurstranglegastir með 44% líkur á sigri. Söngvari þeirra, Duncan Laurence er tólfti á svið, en Svíinn John Lundvik er níundi á svið. Aserbaídsjan er 20. á svið, Ítalir 22. atriði, Sviss 24. á svið og Ástralir 25. og næstsíðastir. Öllum þjóðunum er spáð velgengni á laugardagskvöldið.Töluverðar greiningar hafa verið gerðar á röðun laganna í gegnum tíðina og kennir ýmissa grasa. Lagið sem er númer tvö í röðinni úrslitakvöldið hefur til dæmis aldrei unnið keppnina. Sé litið til árangurs frá árinu 2003 hefur átjánda sætið skilað flestum stigum í heildina en annað sætið fæstum. Þá þykir ekki vænlegt til árangurs að vera með rólega ballöðu snemma í keppninni. Ef þú ert með lag í fyrri hlutanum er betra að það sé á góðu tempói. En á öllu þessu eru undantekningar. Atriðin sjö sem sigrað hafa í Eurovision í 17. sæti eru Íslendingum mörg hver að góðu kunn. Hlusta má á nokkur hér að neðan. Johnny Logan fyrir Írland með What's Another Year árið 1980Lordi fyrir Finnland með Hard Rock Hallelujah árið 2006Marija Serifovic fyrir Serbíu með Molitva árið 2007Loreen fyrir Svíþjóð með Euphoria árið 2012. Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. Þrisvar á þessari öld, og sjö sinnum í heildina, hefur sigurlagið setið í sæti númer sautján úrslitakvöldið en almennt er viðurkennt að betra sé að vera í seinni hlutanum en þeim fyrri. Eurovision hefur tekið miklum breytingum í seinni tíð. Þátttökuþjóðum hefur fjölgað til muna þannig að 17. sæti árið 1980 var þriðja síðasta sætið. Undanfarin ár, þegar 26 þjóðir hafa keppt í úrslitum, er sætið rétt fyrir aftan miðju. Fyrirkomulagið varðandi hvernig atriðin raðast er blanda af lukku og ákvörðun gestgjafans. Þannig dró Klemens Nikulás Hannigan miða eftir fyrra undanúrslitakvöldið þar sem fram kom að Ísland væri í seinni hlutanum. Síðan er það ákvörðun sjónvarpsfólksins í Ísrael hvernig löndin raðast í fyrri og seinni hlutann. Af þeim þjóðum sem taldar eru líklegastar til að vinna annað kvöld þá eru Hollendingar taldir langsigurstranglegastir með 44% líkur á sigri. Söngvari þeirra, Duncan Laurence er tólfti á svið, en Svíinn John Lundvik er níundi á svið. Aserbaídsjan er 20. á svið, Ítalir 22. atriði, Sviss 24. á svið og Ástralir 25. og næstsíðastir. Öllum þjóðunum er spáð velgengni á laugardagskvöldið.Töluverðar greiningar hafa verið gerðar á röðun laganna í gegnum tíðina og kennir ýmissa grasa. Lagið sem er númer tvö í röðinni úrslitakvöldið hefur til dæmis aldrei unnið keppnina. Sé litið til árangurs frá árinu 2003 hefur átjánda sætið skilað flestum stigum í heildina en annað sætið fæstum. Þá þykir ekki vænlegt til árangurs að vera með rólega ballöðu snemma í keppninni. Ef þú ert með lag í fyrri hlutanum er betra að það sé á góðu tempói. En á öllu þessu eru undantekningar. Atriðin sjö sem sigrað hafa í Eurovision í 17. sæti eru Íslendingum mörg hver að góðu kunn. Hlusta má á nokkur hér að neðan. Johnny Logan fyrir Írland með What's Another Year árið 1980Lordi fyrir Finnland með Hard Rock Hallelujah árið 2006Marija Serifovic fyrir Serbíu með Molitva árið 2007Loreen fyrir Svíþjóð með Euphoria árið 2012.
Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira