Umhverfis- og efnahagsmál í brennidepli í aðdraganda kosninga í Ástralíu Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2019 11:17 Bill Shorten og Scott Morrison í kappræðum í aðdraganda kosninganna. Getty Verkamannaflokkurinn í Ástralíu mælist með naumt forskot í skoðanakönnunum, degi fyrir þingkosningarnar þar í landi. Umhverfismál og efnahagsmál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of vilhallur í garð koliðnaðar og þá hafa andstæðingar Bill Shorten, leiðtoga Verkamannaflokksins, sakað hann um vera ekki treystandi til að fara með fjármál landsins. Skoðanakönnun Sydney Morning Herald og The Age bendir til að Verkamannaflokkurinn fái 51 prósent fylgi, og Frjálslyndi flokkur Morrison og stuðningsflokkar hans 49 prósent. Er því búist við að naumt verði á munum þó að forysta Verkamannaflokksins hafi verið nokkuð stöðug í könnunum. Í kosningabaráttunni hefur spjótunum verið beint að Morrison þar sem hann hefur átt í vandræðum með að útskýra hvernig Ástralía skuli standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum, en Ástralir glíma reglulega við bæði þurrka og mikil flóð. Hefur Morrison ekki viljað draga úr vægi kols þegar kemur að orkugjöfum framtíðarinnar í Ástralíu, en kolaiðnaðurinn er rótgróinn í Ástralíu og mikilvæg útflutningsvara fyrir Ástrali. Andstæðingar Shorten hafa fyrst og fremst sagt að honum sé ekki treystandi til að stýra efnahag landsins og segist Morrison geta heitið áframhaldandi blómstrandi efnahag eftir sex ára hægristjórn. Hefur Morrison verið duglegur að notast við frasann „A bill you can‘t afford“ (í Bill/reikningur sem þið hafið ekki efni á), þar sem hann vísar í fornafn andstæðings síns. Ástralía Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Verkamannaflokkurinn í Ástralíu mælist með naumt forskot í skoðanakönnunum, degi fyrir þingkosningarnar þar í landi. Umhverfismál og efnahagsmál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of vilhallur í garð koliðnaðar og þá hafa andstæðingar Bill Shorten, leiðtoga Verkamannaflokksins, sakað hann um vera ekki treystandi til að fara með fjármál landsins. Skoðanakönnun Sydney Morning Herald og The Age bendir til að Verkamannaflokkurinn fái 51 prósent fylgi, og Frjálslyndi flokkur Morrison og stuðningsflokkar hans 49 prósent. Er því búist við að naumt verði á munum þó að forysta Verkamannaflokksins hafi verið nokkuð stöðug í könnunum. Í kosningabaráttunni hefur spjótunum verið beint að Morrison þar sem hann hefur átt í vandræðum með að útskýra hvernig Ástralía skuli standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum, en Ástralir glíma reglulega við bæði þurrka og mikil flóð. Hefur Morrison ekki viljað draga úr vægi kols þegar kemur að orkugjöfum framtíðarinnar í Ástralíu, en kolaiðnaðurinn er rótgróinn í Ástralíu og mikilvæg útflutningsvara fyrir Ástrali. Andstæðingar Shorten hafa fyrst og fremst sagt að honum sé ekki treystandi til að stýra efnahag landsins og segist Morrison geta heitið áframhaldandi blómstrandi efnahag eftir sex ára hægristjórn. Hefur Morrison verið duglegur að notast við frasann „A bill you can‘t afford“ (í Bill/reikningur sem þið hafið ekki efni á), þar sem hann vísar í fornafn andstæðings síns.
Ástralía Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira