Matthías og Klemens eftir dómararennslið: Vilja fund með Trump Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 23:13 Matthías og Klemens fyrir utan Dan Panorama hótelið í kvöld. vísir/sáp „Það gekk bara mjög vel. Við vorum afslappaðri en vanalega held ég,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson. Íslenski hópurinn kom á hótel sitt um klukkan 02 að staðartíma að loknu dómararennslinu í Eurovision í Expo-höllinni í Tel Aviv.Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé farið að venjast en þetta er ekki glænýtt. Við vorum svona rólegri í skinninu heldur en við höfum verið,“ segir Matthías. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann myndi eftir atriðinu að því loknu. Það segði sína sögu. Klemens Hanningan var frábær á dómararennslinu í kvöld og var sérstaklega tekið eftir því í blaðamannahöllinni hvernig hann negldi falsettuna sína.Ljóst hvar við stöndum Aðspurður segist Klemens vera ánægður með sjálfan sig og Matthías bætir við að það séu þau öll. Í vikunni hefur Hatari farið í viðtöl við marga af stærstu miðlum heims og segja þeir að mikið sé verið að spyrja þá út í pólitík. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Ekki sárir út í Trump Hann segist vera sáttur við það að hafa slegið þennan tón. „En við erum samt að dansa á þessari línu að halda okkur í keppninni,“ segir Matthías. Þeir báðir segjast ekki vera orðnir leiðir á því að svara spurningum í tengslum við pólitík. Klippa þurfti skyndilega á viðtal við drengina á CNN í gær þegar skipt var yfir á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem var að taka á móti kollega sínum frá Sviss við Hvíta húsið. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess.“ Þeir vilja segja þetta við íslensku þjóðina fyrir morgundaginn.Ætla sér sigur „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar. Ég táraðist yfir svissneska atriðinu. Það hitti einhvern streng í mér í dag sem er í senn svo óræður en samt svo sammannlegur að maður getur ekki annað en tárast.“ Þeir vinna bæði fyrir stuðning og uppbyggilegri gagnrýni frá Íslandi. „Við fögnum hvoru tveggja.“ Aðspurður segir Matthías að lokum að markmiðið sé enn skýrt. Hatari ætli að sigra í Eurovision. Eurovision Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
„Það gekk bara mjög vel. Við vorum afslappaðri en vanalega held ég,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson. Íslenski hópurinn kom á hótel sitt um klukkan 02 að staðartíma að loknu dómararennslinu í Eurovision í Expo-höllinni í Tel Aviv.Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé farið að venjast en þetta er ekki glænýtt. Við vorum svona rólegri í skinninu heldur en við höfum verið,“ segir Matthías. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann myndi eftir atriðinu að því loknu. Það segði sína sögu. Klemens Hanningan var frábær á dómararennslinu í kvöld og var sérstaklega tekið eftir því í blaðamannahöllinni hvernig hann negldi falsettuna sína.Ljóst hvar við stöndum Aðspurður segist Klemens vera ánægður með sjálfan sig og Matthías bætir við að það séu þau öll. Í vikunni hefur Hatari farið í viðtöl við marga af stærstu miðlum heims og segja þeir að mikið sé verið að spyrja þá út í pólitík. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Ekki sárir út í Trump Hann segist vera sáttur við það að hafa slegið þennan tón. „En við erum samt að dansa á þessari línu að halda okkur í keppninni,“ segir Matthías. Þeir báðir segjast ekki vera orðnir leiðir á því að svara spurningum í tengslum við pólitík. Klippa þurfti skyndilega á viðtal við drengina á CNN í gær þegar skipt var yfir á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem var að taka á móti kollega sínum frá Sviss við Hvíta húsið. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess.“ Þeir vilja segja þetta við íslensku þjóðina fyrir morgundaginn.Ætla sér sigur „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar. Ég táraðist yfir svissneska atriðinu. Það hitti einhvern streng í mér í dag sem er í senn svo óræður en samt svo sammannlegur að maður getur ekki annað en tárast.“ Þeir vinna bæði fyrir stuðning og uppbyggilegri gagnrýni frá Íslandi. „Við fögnum hvoru tveggja.“ Aðspurður segir Matthías að lokum að markmiðið sé enn skýrt. Hatari ætli að sigra í Eurovision.
Eurovision Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira