Matthías og Klemens eftir dómararennslið: Vilja fund með Trump Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 23:13 Matthías og Klemens fyrir utan Dan Panorama hótelið í kvöld. vísir/sáp „Það gekk bara mjög vel. Við vorum afslappaðri en vanalega held ég,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson. Íslenski hópurinn kom á hótel sitt um klukkan 02 að staðartíma að loknu dómararennslinu í Eurovision í Expo-höllinni í Tel Aviv.Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé farið að venjast en þetta er ekki glænýtt. Við vorum svona rólegri í skinninu heldur en við höfum verið,“ segir Matthías. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann myndi eftir atriðinu að því loknu. Það segði sína sögu. Klemens Hanningan var frábær á dómararennslinu í kvöld og var sérstaklega tekið eftir því í blaðamannahöllinni hvernig hann negldi falsettuna sína.Ljóst hvar við stöndum Aðspurður segist Klemens vera ánægður með sjálfan sig og Matthías bætir við að það séu þau öll. Í vikunni hefur Hatari farið í viðtöl við marga af stærstu miðlum heims og segja þeir að mikið sé verið að spyrja þá út í pólitík. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Ekki sárir út í Trump Hann segist vera sáttur við það að hafa slegið þennan tón. „En við erum samt að dansa á þessari línu að halda okkur í keppninni,“ segir Matthías. Þeir báðir segjast ekki vera orðnir leiðir á því að svara spurningum í tengslum við pólitík. Klippa þurfti skyndilega á viðtal við drengina á CNN í gær þegar skipt var yfir á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem var að taka á móti kollega sínum frá Sviss við Hvíta húsið. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess.“ Þeir vilja segja þetta við íslensku þjóðina fyrir morgundaginn.Ætla sér sigur „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar. Ég táraðist yfir svissneska atriðinu. Það hitti einhvern streng í mér í dag sem er í senn svo óræður en samt svo sammannlegur að maður getur ekki annað en tárast.“ Þeir vinna bæði fyrir stuðning og uppbyggilegri gagnrýni frá Íslandi. „Við fögnum hvoru tveggja.“ Aðspurður segir Matthías að lokum að markmiðið sé enn skýrt. Hatari ætli að sigra í Eurovision. Eurovision Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
„Það gekk bara mjög vel. Við vorum afslappaðri en vanalega held ég,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson. Íslenski hópurinn kom á hótel sitt um klukkan 02 að staðartíma að loknu dómararennslinu í Eurovision í Expo-höllinni í Tel Aviv.Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé farið að venjast en þetta er ekki glænýtt. Við vorum svona rólegri í skinninu heldur en við höfum verið,“ segir Matthías. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann myndi eftir atriðinu að því loknu. Það segði sína sögu. Klemens Hanningan var frábær á dómararennslinu í kvöld og var sérstaklega tekið eftir því í blaðamannahöllinni hvernig hann negldi falsettuna sína.Ljóst hvar við stöndum Aðspurður segist Klemens vera ánægður með sjálfan sig og Matthías bætir við að það séu þau öll. Í vikunni hefur Hatari farið í viðtöl við marga af stærstu miðlum heims og segja þeir að mikið sé verið að spyrja þá út í pólitík. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Ekki sárir út í Trump Hann segist vera sáttur við það að hafa slegið þennan tón. „En við erum samt að dansa á þessari línu að halda okkur í keppninni,“ segir Matthías. Þeir báðir segjast ekki vera orðnir leiðir á því að svara spurningum í tengslum við pólitík. Klippa þurfti skyndilega á viðtal við drengina á CNN í gær þegar skipt var yfir á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem var að taka á móti kollega sínum frá Sviss við Hvíta húsið. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess.“ Þeir vilja segja þetta við íslensku þjóðina fyrir morgundaginn.Ætla sér sigur „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar. Ég táraðist yfir svissneska atriðinu. Það hitti einhvern streng í mér í dag sem er í senn svo óræður en samt svo sammannlegur að maður getur ekki annað en tárast.“ Þeir vinna bæði fyrir stuðning og uppbyggilegri gagnrýni frá Íslandi. „Við fögnum hvoru tveggja.“ Aðspurður segir Matthías að lokum að markmiðið sé enn skýrt. Hatari ætli að sigra í Eurovision.
Eurovision Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira