Ótrúlega fögur brjóstmyndasmíð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. maí 2019 14:00 Fyrst og fremst var valið fagurfræðilegt, segir Hildur Arna Gunnarsdóttir safnvörður. Fréttablaðið/Stefán Sýning á brjóstmyndum Einars Jónssonar verður opnuð í listasafni hans á Skólavörðuholti í dag, laugardaginn 18. maí, sem er Alþjóðlegi safnadagurinn. Frítt er á sýninguna þennan dag í tilefni dagsins. Í geymslu Listasafns Einars Jónssonar eru varðveittar á fjórða tug afsteypa af brjóstmyndum hans og nú er hluti þeirra kominn á sýningu í safninu. Hildur Arna Gunnarsdóttir er safnvörður í Listasafni Einars Jónssonar. „Hvatinn að þessari sýningu er sá að í desember síðastliðnum fengum við hringingu frá lífeyrissjóðnum Birtu sem bauð okkur að gjöf verk sem þar var í geymslu. Þetta var bronssteypt brjóstmynd af Georgíu Björnsson, eiginkonu Sveins Björnssonar og fyrstu forsetafrú Íslands. Við skoðuðum verkið og í ljós kom að við áttum gifsafsteypu af því í geymslu en merking með nafni fyrirmyndarinnar hafði fallið af og verkið var því merkt sem óþekkt kona, sem hún var svo sannarlega ekki,“ segir hún. „Við fórum þá að skoða og rannsaka þær brjóstmyndir sem við áttum og fannst ástæða til að setja þær á sýningu.“Sýning í gamla eldhúsinu Hildur Arna segir Einar hafa verið ótrúlega afkastamikinn listamann. „Hann vann við að skapa eigin listaverk en gerði einnig brjóstmyndir eftir pöntun til að eiga fyrir salti í grautinn og einnig mótaði hann fólk sem honum var kært. Þarna er á ferð ótrúlega fögur brjóstmyndasmíð. Í verkum sínum notaði Einar sjaldnast fyrirmyndir, þótt einhver dæmi finnist um það. Andlitin í verkum hans eru klassísk og hans eigin sköpun. Þannig var það auðvitað ekki í brjóstmyndagerðinni þar sem hann var með raunverulegar fyrirmyndir. Hann var ótrúlega næmur brjóstmyndasmiður, það er svo raunsær fínleiki, fegurð og mikið líf í þeim verkum. Við vildum sýna þessar myndir en getum ekki sýnt þær allar því hér í safninu er pláss af skornum skammti. Við völdum því fjórtán brjóstmyndir til að setja á sýninguna. Fyrst og fremst var valið fagurfræðilegt en þó var ekki hægt að sleppa ákveðnum persónum sem léku stórt hlutverk í lífi og list Einars og studdu hann til dæmis við byggingu safnsins. Sýningin er sett upp á jarðhæð í gamla eldhúsi hússins þar sem brjóstmyndirnar voru til sýnis í tíð listamannsins.“Tvær af brjóstmyndunum sem eru á sýningunni.Óskað eftir aðstoð gesta Brjóstmyndirnar á sýningunni eru af þekktu fólki. „Þær eru af Sveini Björnssyni forseta og Georgíu konu hans, Bjarna frá Vogi alþingismanni og Guðmundi Finnbogasyni en þau voru öll miklir velgjörðarmenn Einars. Þarna er sjálfsmynd af Einari og mynd af bróður hans, Bjarna Jónssyni sem var kallaður Bíó-Bjarni og var þekktur athafnamaður. Sömuleiðis brjóstmyndir af Indriða Einarssyni skáldi, Sigurði Jónssyni skáldi frá Arnarvatni, Steinþóri Sigurðssyni jarðfræðingi, Samúel Ólafssyni söðlasmiði, Birni Kristjánssyni kaupmanni og alþingismanni, Jónasi frá Hriflu, Sveini Sigurðssyni ritstjóra og svo er einn sem við eigum eftir að bera kennsl á og vonumst til að gestir geti aðstoðað okkur við það á sýningunni,“ segir Hildur Arna. Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Sjá meira
Sýning á brjóstmyndum Einars Jónssonar verður opnuð í listasafni hans á Skólavörðuholti í dag, laugardaginn 18. maí, sem er Alþjóðlegi safnadagurinn. Frítt er á sýninguna þennan dag í tilefni dagsins. Í geymslu Listasafns Einars Jónssonar eru varðveittar á fjórða tug afsteypa af brjóstmyndum hans og nú er hluti þeirra kominn á sýningu í safninu. Hildur Arna Gunnarsdóttir er safnvörður í Listasafni Einars Jónssonar. „Hvatinn að þessari sýningu er sá að í desember síðastliðnum fengum við hringingu frá lífeyrissjóðnum Birtu sem bauð okkur að gjöf verk sem þar var í geymslu. Þetta var bronssteypt brjóstmynd af Georgíu Björnsson, eiginkonu Sveins Björnssonar og fyrstu forsetafrú Íslands. Við skoðuðum verkið og í ljós kom að við áttum gifsafsteypu af því í geymslu en merking með nafni fyrirmyndarinnar hafði fallið af og verkið var því merkt sem óþekkt kona, sem hún var svo sannarlega ekki,“ segir hún. „Við fórum þá að skoða og rannsaka þær brjóstmyndir sem við áttum og fannst ástæða til að setja þær á sýningu.“Sýning í gamla eldhúsinu Hildur Arna segir Einar hafa verið ótrúlega afkastamikinn listamann. „Hann vann við að skapa eigin listaverk en gerði einnig brjóstmyndir eftir pöntun til að eiga fyrir salti í grautinn og einnig mótaði hann fólk sem honum var kært. Þarna er á ferð ótrúlega fögur brjóstmyndasmíð. Í verkum sínum notaði Einar sjaldnast fyrirmyndir, þótt einhver dæmi finnist um það. Andlitin í verkum hans eru klassísk og hans eigin sköpun. Þannig var það auðvitað ekki í brjóstmyndagerðinni þar sem hann var með raunverulegar fyrirmyndir. Hann var ótrúlega næmur brjóstmyndasmiður, það er svo raunsær fínleiki, fegurð og mikið líf í þeim verkum. Við vildum sýna þessar myndir en getum ekki sýnt þær allar því hér í safninu er pláss af skornum skammti. Við völdum því fjórtán brjóstmyndir til að setja á sýninguna. Fyrst og fremst var valið fagurfræðilegt en þó var ekki hægt að sleppa ákveðnum persónum sem léku stórt hlutverk í lífi og list Einars og studdu hann til dæmis við byggingu safnsins. Sýningin er sett upp á jarðhæð í gamla eldhúsi hússins þar sem brjóstmyndirnar voru til sýnis í tíð listamannsins.“Tvær af brjóstmyndunum sem eru á sýningunni.Óskað eftir aðstoð gesta Brjóstmyndirnar á sýningunni eru af þekktu fólki. „Þær eru af Sveini Björnssyni forseta og Georgíu konu hans, Bjarna frá Vogi alþingismanni og Guðmundi Finnbogasyni en þau voru öll miklir velgjörðarmenn Einars. Þarna er sjálfsmynd af Einari og mynd af bróður hans, Bjarna Jónssyni sem var kallaður Bíó-Bjarni og var þekktur athafnamaður. Sömuleiðis brjóstmyndir af Indriða Einarssyni skáldi, Sigurði Jónssyni skáldi frá Arnarvatni, Steinþóri Sigurðssyni jarðfræðingi, Samúel Ólafssyni söðlasmiði, Birni Kristjánssyni kaupmanni og alþingismanni, Jónasi frá Hriflu, Sveini Sigurðssyni ritstjóra og svo er einn sem við eigum eftir að bera kennsl á og vonumst til að gestir geti aðstoðað okkur við það á sýningunni,“ segir Hildur Arna.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Sjá meira