„I remember you from previous Eurovisions“ Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 15:30 Jóhannes Haukur mun vafalítið standa sig vel á skjánum í kvöld. fbl/anton brink Jóhannes Haukur Jóhannesson kynnir stigin frá Íslandi í Eurovision í kvöld. Lokaæfing fyrir kvöldið stendur yfir og nú er verið að æfa stigagjöfina. Þá birtast kynnarnir í öllum löndunum 41 og kynna hvaða þjóð fær tólf stig. Leikarinn góðkunni birtist í bláum stuttermabol með Hörpu í baksýn og bauð gott kvöld ásamt því að þakka fyrir flotta sýningu. Þá greip annar ísraelsku kynnanna boltann á lofti og sagði: „I remember you from...“ Gerðu flestir íslensku blaðamannanna ráð fyrir að kynnirinn ætlaði að vísa í Game of Thrones eða eitthvert verkefni Jóhannesar á erlendri grundu. Alls ekki. Setningin var botnuð með: „... from previous Eurovisions.“Sjá einnig:Eurovison-vaktin á Vísi - allt á einum stað Samkvæmt þessu virðast ísraelsku kynnarnir ekki alveg búnir að kynna sér sögu kynnanna í hverju landi fyrir sig. Í það minnsta rekur engan minni til þess að Jóhannes Haukur hafi komið fram í Eurovision. Jóhannes Haukur gaf Kýpur 12 stig frá Íslandi en að sjálfsögðu er bara um æfingu að ræða. Full alvara er í æfingunni og því ansi sérstakt að ísraelsku kynnarnir hafi kynnt Jóhannes til leiks sem fyrrverandi Eurovision-stjörnu. Ýmsar Eurovision kempur hafa verið að kynna stigin og þar virðast kynnarnir hafa haft réttar upplýsingar fyrir framan sig. Koma verður í ljós hvort kynnarnir bregðist öðruvísi við þegar Jóhannes Haukur birtist á skjám Evrópubúa og Ástrala í kvöld. Eurovision Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
Jóhannes Haukur Jóhannesson kynnir stigin frá Íslandi í Eurovision í kvöld. Lokaæfing fyrir kvöldið stendur yfir og nú er verið að æfa stigagjöfina. Þá birtast kynnarnir í öllum löndunum 41 og kynna hvaða þjóð fær tólf stig. Leikarinn góðkunni birtist í bláum stuttermabol með Hörpu í baksýn og bauð gott kvöld ásamt því að þakka fyrir flotta sýningu. Þá greip annar ísraelsku kynnanna boltann á lofti og sagði: „I remember you from...“ Gerðu flestir íslensku blaðamannanna ráð fyrir að kynnirinn ætlaði að vísa í Game of Thrones eða eitthvert verkefni Jóhannesar á erlendri grundu. Alls ekki. Setningin var botnuð með: „... from previous Eurovisions.“Sjá einnig:Eurovison-vaktin á Vísi - allt á einum stað Samkvæmt þessu virðast ísraelsku kynnarnir ekki alveg búnir að kynna sér sögu kynnanna í hverju landi fyrir sig. Í það minnsta rekur engan minni til þess að Jóhannes Haukur hafi komið fram í Eurovision. Jóhannes Haukur gaf Kýpur 12 stig frá Íslandi en að sjálfsögðu er bara um æfingu að ræða. Full alvara er í æfingunni og því ansi sérstakt að ísraelsku kynnarnir hafi kynnt Jóhannes til leiks sem fyrrverandi Eurovision-stjörnu. Ýmsar Eurovision kempur hafa verið að kynna stigin og þar virðast kynnarnir hafa haft réttar upplýsingar fyrir framan sig. Koma verður í ljós hvort kynnarnir bregðist öðruvísi við þegar Jóhannes Haukur birtist á skjám Evrópubúa og Ástrala í kvöld.
Eurovision Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira