Fótbolti

Valencia hirti síðasta Meistaradeildarsætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rodrigo skoraði annað mark Valencia gegn Valladolid.
Rodrigo skoraði annað mark Valencia gegn Valladolid. vísir/getty
Valencia tryggði sér 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, með 0-2 sigri á Valladolid í lokaumferðinni í dag.

Carlos Soler og Rodrigo skoruðu mörk Valencia sem endaði einnig í 4. sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Getafe og Sevilla áttu einnig möguleika á að ná Meistaradeildarsæti fyrir lokaumferðina. Þau urðu hins vegar að gera sér sæti í Evrópudeildinni að góðu. Þá tryggði Espanyol sér Evrópudeildarsæti með 2-0 sigri á Real Sociedad í dag.

Getafe gerði 2-2 jafntefli við Villarreal á heimavelli. Liðið var í góðri stöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti en vann aðeins einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum.

Getafe endaði í 5. sæti, einu sæti fyrir ofan Sevilla sem vann 2-0 sigur á Athletic Bilbao á heimavelli í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×