Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2019 17:40 ZENA flytur framlag Hvíta-Rússlands í Eurovision þetta árið. Guy Prives/Getty Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem stendur að Eurovision, hefur staðfest að dómnefnd Hvíta-Rússlands hefur verið vísað úr keppni. Ástæða brottrekstrarins er að meðlimir dómnefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum í fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar á þriðjudag. Það brýtur í bága við reglur Eurovision, en þær kveða á um að úrslit undanúrslitakvöldanna megi ekki vera ljós fyrr en að úrslitakvöldinu loknu. Í samtali við miðilinn Eurovox staðfesti fjölmiðlateymi Eurovision að dómnefnd Hvíta-Rússlands hafi verið vísað úr keppni. „Hvítrússneska dómnefndin varð í viðtali við fjölmiðla uppvís að því að brjóta reglur Eurovision-söngvakeppninnar. Svo að reglum keppninnar sé fylgt hefur EBU gripið til þess ráðs að vísa dómnefnd Hvíta-Rússlands úr keppni fyrir úrslitakvöldið.“ Þá kemur fram að sökum brottrekstursins verði vægi atkvæða símakosningarinnar í Hvíta-Rússlandi aukið og munu atkvæði hvítrússneskra áhorfenda alfarið ráða því hvert stig Hvíta-Rússlands fara. Venjulega hefur ákvörðun dómnefndar 50% vægi á móti símakosningu. Athygli blaðamanns vakti að einn dómnefndarmeðlima, Angelina Mikulskaya, sagði í viðtali við miðilinn tut.by að hún hafi ekki hrifist af íslenska atriðinu og hafi því ekki kosið Ísland upp úr riðlinum á þriðjudag. Hvítrússneska lagið komst líkt og íslenska framlagið upp úr undanúrslitakvöldinu á þriðjudag. Framlag Hvíta-Rússlands er lagið Like It og er sungið af söngkonunni ZENU. Hún er 19. á svið í kvöld. Hatari verður atriði númer 17 á úrslitakvöldinu. Eurovision Hvíta-Rússland Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem stendur að Eurovision, hefur staðfest að dómnefnd Hvíta-Rússlands hefur verið vísað úr keppni. Ástæða brottrekstrarins er að meðlimir dómnefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum í fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar á þriðjudag. Það brýtur í bága við reglur Eurovision, en þær kveða á um að úrslit undanúrslitakvöldanna megi ekki vera ljós fyrr en að úrslitakvöldinu loknu. Í samtali við miðilinn Eurovox staðfesti fjölmiðlateymi Eurovision að dómnefnd Hvíta-Rússlands hafi verið vísað úr keppni. „Hvítrússneska dómnefndin varð í viðtali við fjölmiðla uppvís að því að brjóta reglur Eurovision-söngvakeppninnar. Svo að reglum keppninnar sé fylgt hefur EBU gripið til þess ráðs að vísa dómnefnd Hvíta-Rússlands úr keppni fyrir úrslitakvöldið.“ Þá kemur fram að sökum brottrekstursins verði vægi atkvæða símakosningarinnar í Hvíta-Rússlandi aukið og munu atkvæði hvítrússneskra áhorfenda alfarið ráða því hvert stig Hvíta-Rússlands fara. Venjulega hefur ákvörðun dómnefndar 50% vægi á móti símakosningu. Athygli blaðamanns vakti að einn dómnefndarmeðlima, Angelina Mikulskaya, sagði í viðtali við miðilinn tut.by að hún hafi ekki hrifist af íslenska atriðinu og hafi því ekki kosið Ísland upp úr riðlinum á þriðjudag. Hvítrússneska lagið komst líkt og íslenska framlagið upp úr undanúrslitakvöldinu á þriðjudag. Framlag Hvíta-Rússlands er lagið Like It og er sungið af söngkonunni ZENU. Hún er 19. á svið í kvöld. Hatari verður atriði númer 17 á úrslitakvöldinu.
Eurovision Hvíta-Rússland Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira