Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 17:12 Íslenski hópurinn bíður eftir stigagjöfinni í Eurovision-höllinni í gærkvöldi. Þarna höfðu fánar Palestínu ekki litið dagsins ljós. Getty/Guy Prives Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. Undirskriftasöfnuninni var hleypt af stokkunum í gær og safnast undirskriftirnar afar hratt. Gera má ráð fyrir að markmiðið, 10 þúsund undirskriftir, náist áður en dagurinn er úti - og gott betur - en þegar þetta er ritað eru þær orðnar 8489. Á síðu söfnunarinnar eru liðsmenn Hatara harðlega gagnrýndir fyrir gjörning sinn í gærkvöldi. „Eftir dásamlegt kvöld sem snerist um að grafa stríðsöxina og sameinast í tónlist, sýndu fulltrúar Ísland af sér gríðarlegt virðingarleysi í garð andrúmsloftsins og gestgjafanna með því að halda uppi fána Palestínu í beinni útsendingu. Eftir svo hryllilega yfirlýsingu fyrirlitningar gagnvart Ísrael krefjumst við undirrituð þess að Íslandi verði meinað að keppa í Eurovision á næsta ári.“ Gjörningur Hatara hefur vakið mikla athygli, bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Þá er stuðningsyfirlýsing sveitarinnar við Palestínu jafnframt umdeild en henni hefur ýmist verið fagnað eða hún fordæmd, og þá úr herbúðum beggja deiluaðila. Talið er ljóst að einhver viðurlög verði við gjörningnum. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri gera þó ekki ráð fyrir að Íslandi verði vikið úr keppni. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. Undirskriftasöfnuninni var hleypt af stokkunum í gær og safnast undirskriftirnar afar hratt. Gera má ráð fyrir að markmiðið, 10 þúsund undirskriftir, náist áður en dagurinn er úti - og gott betur - en þegar þetta er ritað eru þær orðnar 8489. Á síðu söfnunarinnar eru liðsmenn Hatara harðlega gagnrýndir fyrir gjörning sinn í gærkvöldi. „Eftir dásamlegt kvöld sem snerist um að grafa stríðsöxina og sameinast í tónlist, sýndu fulltrúar Ísland af sér gríðarlegt virðingarleysi í garð andrúmsloftsins og gestgjafanna með því að halda uppi fána Palestínu í beinni útsendingu. Eftir svo hryllilega yfirlýsingu fyrirlitningar gagnvart Ísrael krefjumst við undirrituð þess að Íslandi verði meinað að keppa í Eurovision á næsta ári.“ Gjörningur Hatara hefur vakið mikla athygli, bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Þá er stuðningsyfirlýsing sveitarinnar við Palestínu jafnframt umdeild en henni hefur ýmist verið fagnað eða hún fordæmd, og þá úr herbúðum beggja deiluaðila. Talið er ljóst að einhver viðurlög verði við gjörningnum. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri gera þó ekki ráð fyrir að Íslandi verði vikið úr keppni.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11
Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42