Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2019 19:07 Meðal annars verður hægt að veðja á afdrif Daenerys. Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. Þátturinn verður sýndur klukkan eitt í nótt á Stöð 2.Þeim sem ekki hafa lokið við alla þætti GOT, að þeim síðasta undanskildum, er ráðlagt að lesa ekki lengra. Eðli málsins samkvæmt inniheldur þessi frétt spennuspilla sem kunna að draga úr þeirri ánægju sem fæst við áhorf á þættina.Þrenns konar markaðir eru í boði hjá Betsson þegar kemur að lokaþættinum. Hægt verður að veðja á hver mun standa uppi sem konungur Westeros, hver kemur til með að deyja fyrst í þættinum og hver mun eiga lokaorð þáttanna. Eðli málsins samkvæmt eru stuðlarnir á hvert atriði misháir eftir því hvað veðmálafyrirtækin telja líklegast. Þannig er stuðullinn á því að Bran Stark muni fara með völdin í Westeros aðeins 1.20. Veðji einhver á það fær sá hinn sami 120% af veðmálsupphæðinni til baka. Stuðullinn á því að Hot Pie, sem gegnt hefur heldur minna hlutverki en margir í þáttunum, standi uppi sem konungur er þannig 201. Alla veðmálamöguleika og stuðla má sjá hér. Martin Steen, markaðsstjóri Betsson, segir veðmálið að mörgu leyti óvenjulegt. Til þess að veðmál geti átt sér stað má niðurstaða þeirra ekki liggja fyrir áður en veðjað er. Auk þess verði þau að hafa óvéfengjanlega niðurstöðu og skýr tímamörk. Eins og flestum aðdáendum Game of Thrones ætti að vera ljóst lýkur þáttunum í kvöld og niðurstaðan því ljós innan nokkurra klukkustunda. Það er þó einnig alveg ljóst að einhverjir, það eru framleiðendur þáttanna, vita hvernig fer. Mikil leynd hefur þó ríkt yfir afdrifum þeirra sögupersóna sem eftir lifa og vel gætt að því að engir spillar leki úr herbúðum Game of Thrones. Betsson hefur því lagt traust sitt á þagnareið þeirra sem að gerð þáttanna koma og treyst sér til að bjóða upp á þetta óvenjulega veðmál. Game of Thrones Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. Þátturinn verður sýndur klukkan eitt í nótt á Stöð 2.Þeim sem ekki hafa lokið við alla þætti GOT, að þeim síðasta undanskildum, er ráðlagt að lesa ekki lengra. Eðli málsins samkvæmt inniheldur þessi frétt spennuspilla sem kunna að draga úr þeirri ánægju sem fæst við áhorf á þættina.Þrenns konar markaðir eru í boði hjá Betsson þegar kemur að lokaþættinum. Hægt verður að veðja á hver mun standa uppi sem konungur Westeros, hver kemur til með að deyja fyrst í þættinum og hver mun eiga lokaorð þáttanna. Eðli málsins samkvæmt eru stuðlarnir á hvert atriði misháir eftir því hvað veðmálafyrirtækin telja líklegast. Þannig er stuðullinn á því að Bran Stark muni fara með völdin í Westeros aðeins 1.20. Veðji einhver á það fær sá hinn sami 120% af veðmálsupphæðinni til baka. Stuðullinn á því að Hot Pie, sem gegnt hefur heldur minna hlutverki en margir í þáttunum, standi uppi sem konungur er þannig 201. Alla veðmálamöguleika og stuðla má sjá hér. Martin Steen, markaðsstjóri Betsson, segir veðmálið að mörgu leyti óvenjulegt. Til þess að veðmál geti átt sér stað má niðurstaða þeirra ekki liggja fyrir áður en veðjað er. Auk þess verði þau að hafa óvéfengjanlega niðurstöðu og skýr tímamörk. Eins og flestum aðdáendum Game of Thrones ætti að vera ljóst lýkur þáttunum í kvöld og niðurstaðan því ljós innan nokkurra klukkustunda. Það er þó einnig alveg ljóst að einhverjir, það eru framleiðendur þáttanna, vita hvernig fer. Mikil leynd hefur þó ríkt yfir afdrifum þeirra sögupersóna sem eftir lifa og vel gætt að því að engir spillar leki úr herbúðum Game of Thrones. Betsson hefur því lagt traust sitt á þagnareið þeirra sem að gerð þáttanna koma og treyst sér til að bjóða upp á þetta óvenjulega veðmál.
Game of Thrones Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira