Segir eiginmann sinn beittan andlegu ofbeldi í fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 23:30 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Eiginkona svissnesks karlmanns, sem er ákærður fyrir aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember í fyrra, segir eiginmann sinn hafa verið beittan miklu andlegu ofbeldi í fangelsi í Marokkó og fullyrðir að hann sé saklaus. Maðurinn er á þrítugsaldri og bæði svissneskur og spænskur ríkisborgari. Hann er einn 24 karlmanna sem hafa verið ákærðir í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jesepersen. Réttað verður yfir mönnunum þann 30. maí næstkomandi.Sjá einnig: Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Manninum er gefið að sök að hafa þjálfað mennina fjóra, sem eru sakaðir um að hafa myrt konurnar, í bogfimi og átt þátt í því að sannfæra þá um að skipuleggja hryðjuverk gegn útlendingum. Hann var handtekinn í Marokkó þann 29. desember síðastliðinn.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóKona hans, sem norska dagblaðið VG ræddi við þegar sakborningarnir voru leiddir fyrir dómara í Marrakesh á fimmtudag, segir í samtali við blaðið að maðurinn sé saklaus. „Hann talaði um andlegt ofbeldi. Hann sefur á gólfinu, fær ekki að baða sig og fær ekki ferskt loft,“ er einnig haft eftir henni. Hún viðurkennir að maðurinn hafi vissulega hitt einhverja af mönnunum sem ákærður eru fyrir morðin en að hann hafi ekki aðhyllst sömu kenningar íslamstrúar og morðingjarnir. Þá fullyrðir móðir mannsins að hann hafi verið staddur í Sviss þegar eiginkona hans sendi honum myndband af morðunum. Myndbandið, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, hafi enn fremur fengið mjög á manninn. Annar Svisslendingur hefur þegar hlotið tíu ára fangelsisdóm í tengslum við morðin á Maren og Louisu. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka. Þá var greint frá því fyrir helgi að höfuðpaurarnir fjórir, sem frömdu voðaverkin, hafi ætlað að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir hafi hins vegar ekki átt efni á ferðalaginu og því ákveðið að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Marokkó Marokkó-morðin Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira
Eiginkona svissnesks karlmanns, sem er ákærður fyrir aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember í fyrra, segir eiginmann sinn hafa verið beittan miklu andlegu ofbeldi í fangelsi í Marokkó og fullyrðir að hann sé saklaus. Maðurinn er á þrítugsaldri og bæði svissneskur og spænskur ríkisborgari. Hann er einn 24 karlmanna sem hafa verið ákærðir í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jesepersen. Réttað verður yfir mönnunum þann 30. maí næstkomandi.Sjá einnig: Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Manninum er gefið að sök að hafa þjálfað mennina fjóra, sem eru sakaðir um að hafa myrt konurnar, í bogfimi og átt þátt í því að sannfæra þá um að skipuleggja hryðjuverk gegn útlendingum. Hann var handtekinn í Marokkó þann 29. desember síðastliðinn.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóKona hans, sem norska dagblaðið VG ræddi við þegar sakborningarnir voru leiddir fyrir dómara í Marrakesh á fimmtudag, segir í samtali við blaðið að maðurinn sé saklaus. „Hann talaði um andlegt ofbeldi. Hann sefur á gólfinu, fær ekki að baða sig og fær ekki ferskt loft,“ er einnig haft eftir henni. Hún viðurkennir að maðurinn hafi vissulega hitt einhverja af mönnunum sem ákærður eru fyrir morðin en að hann hafi ekki aðhyllst sömu kenningar íslamstrúar og morðingjarnir. Þá fullyrðir móðir mannsins að hann hafi verið staddur í Sviss þegar eiginkona hans sendi honum myndband af morðunum. Myndbandið, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, hafi enn fremur fengið mjög á manninn. Annar Svisslendingur hefur þegar hlotið tíu ára fangelsisdóm í tengslum við morðin á Maren og Louisu. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka. Þá var greint frá því fyrir helgi að höfuðpaurarnir fjórir, sem frömdu voðaverkin, hafi ætlað að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir hafi hins vegar ekki átt efni á ferðalaginu og því ákveðið að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó.
Marokkó Marokkó-morðin Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira
Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26
Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29