Mjög góð veiði í Hlíðarvatni við opnun Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2019 08:52 Fallegar bleikjur úr Hlíðarvatni Mynd: María Petrína Veiði er hafin í Hlíðarvatni í Selvogi en þetta vatn hefur lengi verið eitt það vinsælasta á landinu enda er takmarkaður stangafjöldi og veiðin góð. Þó veiðin í Hlíðarvatni geti auðvitað verið misjöfn er vatnið heild yfir eitt það allra bestu bleikjuvatn sem er að finna hér á landi. Bæði er það aðgengilegt og skemmtilegt að veiða en þarna er líka hægt að gera mjög fína veiði. Fyrstu fréttir úr vatninu eftir opnun í gær lofa góðu en við höfum haft fréttir af nokkrum góðkunningjum Veiðivísis sem gerðu það gott í gær. Þeir voru með hátt í 40 bleikjur eftir daginn og mest af því var mjög falleg 2-3 punda bleikja. Fleiri áttu góðan dag við vatnið og í samtali við Halldór Gunnarsson hjá Flugubúllunni sem er við vatnið núna í morgunsárið er mikið líf og bleikja að vaka um allt. Mest lesið Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Nú er tími hnýtinga Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Stærsti laxinn úr Víðidalsá í sumar Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði
Veiði er hafin í Hlíðarvatni í Selvogi en þetta vatn hefur lengi verið eitt það vinsælasta á landinu enda er takmarkaður stangafjöldi og veiðin góð. Þó veiðin í Hlíðarvatni geti auðvitað verið misjöfn er vatnið heild yfir eitt það allra bestu bleikjuvatn sem er að finna hér á landi. Bæði er það aðgengilegt og skemmtilegt að veiða en þarna er líka hægt að gera mjög fína veiði. Fyrstu fréttir úr vatninu eftir opnun í gær lofa góðu en við höfum haft fréttir af nokkrum góðkunningjum Veiðivísis sem gerðu það gott í gær. Þeir voru með hátt í 40 bleikjur eftir daginn og mest af því var mjög falleg 2-3 punda bleikja. Fleiri áttu góðan dag við vatnið og í samtali við Halldór Gunnarsson hjá Flugubúllunni sem er við vatnið núna í morgunsárið er mikið líf og bleikja að vaka um allt.
Mest lesið Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Nú er tími hnýtinga Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Stærsti laxinn úr Víðidalsá í sumar Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði