Matthías: Getum ekki farið að guggna á þessu núna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2019 22:29 Matthías Orri í leiknum í kvöld. Vísir/Daníel Matthías Orri Sigurðarson var eins og gefur að skilja afar svekktur með niðurstöðuna í Seljaskóla í kvöld. ÍR fékk tækifæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en tapaði fyrir KR, 80-75, í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram í DHL-höllinni á laugardag. „Það er slæm tilfinning í mér núna. En við vorum bara ekki nógu góðir í dag og þeir almennt betri í lengri tíma,“ sagði Matthías. „Það er ekki nóg að vera góðir í tíu mínútur eins og við vorum í dag.“ Matthías segir að vörn KR-inga hafi verið erfið fyrir hans menn. „Þeir spiluðu frábærlega í vörn. Þeir hreyfðu líka boltann mjög vel í sókn og fengu dýrmætt framlag frá strákunum á bekknum sínum. Það skiptir miklu máli að fá stigin frá Finni Atla eins og fleirum.“ „En oft á tíðum skelltu þeir í lás í vörn og við áttum því miður ekki nógu mikil svör við því. Við þurfum að finna betri leiðir til að vinna á því á laugardaginn.“ Matthías segir eðlilegt að það sé meiri ákefð í leikjunum eftir því sem líður á úrslitaeinvígið enda meira í húfi. „Þegar nær dregur titlinum er meira undir. En við getum ekkert farið að guggna á því. Við höfum verið að spila jafna leiki í allan vetur og erum vanalega góðir í því.“ „Ég er því mjög svekktur að hafa ekki klárað leikinn út af því, sérstaklega af því að það var lítið skorað. Oftast klárum við þannig leiki. Ég hefði líka viljað klára þennan leik á heimavelli og fagna með okkar stuðningsmönnum hér.“ Matthías segir þó ljóst að hans menn ætli ekki að dvelja lengi við tapið í kvöld. „Við höfum verið að vinna oddaleikina og við höfum verið að vinna útileikina. Við komum fullir sjálfstrausts inn í leikinn á laugardaginn og ætlum að negla á þá.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Atli: Ætlaði ekkert endilega að spila í vetur Finnur Atli Magnússon var óvænt hetja KR-inga í Seljaskóla í kvöld, þegar hans menn tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn KR. 2. maí 2019 22:19 Leik lokið: ÍR - KR 75-80 | KR náði í oddaleik Það verður oddaleikur sem mun ráða úrslitum um Íslandsmeistaratitlinn í Dominos deild karla í ár. 2. maí 2019 22:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Matthías Orri Sigurðarson var eins og gefur að skilja afar svekktur með niðurstöðuna í Seljaskóla í kvöld. ÍR fékk tækifæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en tapaði fyrir KR, 80-75, í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram í DHL-höllinni á laugardag. „Það er slæm tilfinning í mér núna. En við vorum bara ekki nógu góðir í dag og þeir almennt betri í lengri tíma,“ sagði Matthías. „Það er ekki nóg að vera góðir í tíu mínútur eins og við vorum í dag.“ Matthías segir að vörn KR-inga hafi verið erfið fyrir hans menn. „Þeir spiluðu frábærlega í vörn. Þeir hreyfðu líka boltann mjög vel í sókn og fengu dýrmætt framlag frá strákunum á bekknum sínum. Það skiptir miklu máli að fá stigin frá Finni Atla eins og fleirum.“ „En oft á tíðum skelltu þeir í lás í vörn og við áttum því miður ekki nógu mikil svör við því. Við þurfum að finna betri leiðir til að vinna á því á laugardaginn.“ Matthías segir eðlilegt að það sé meiri ákefð í leikjunum eftir því sem líður á úrslitaeinvígið enda meira í húfi. „Þegar nær dregur titlinum er meira undir. En við getum ekkert farið að guggna á því. Við höfum verið að spila jafna leiki í allan vetur og erum vanalega góðir í því.“ „Ég er því mjög svekktur að hafa ekki klárað leikinn út af því, sérstaklega af því að það var lítið skorað. Oftast klárum við þannig leiki. Ég hefði líka viljað klára þennan leik á heimavelli og fagna með okkar stuðningsmönnum hér.“ Matthías segir þó ljóst að hans menn ætli ekki að dvelja lengi við tapið í kvöld. „Við höfum verið að vinna oddaleikina og við höfum verið að vinna útileikina. Við komum fullir sjálfstrausts inn í leikinn á laugardaginn og ætlum að negla á þá.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Atli: Ætlaði ekkert endilega að spila í vetur Finnur Atli Magnússon var óvænt hetja KR-inga í Seljaskóla í kvöld, þegar hans menn tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn KR. 2. maí 2019 22:19 Leik lokið: ÍR - KR 75-80 | KR náði í oddaleik Það verður oddaleikur sem mun ráða úrslitum um Íslandsmeistaratitlinn í Dominos deild karla í ár. 2. maí 2019 22:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Finnur Atli: Ætlaði ekkert endilega að spila í vetur Finnur Atli Magnússon var óvænt hetja KR-inga í Seljaskóla í kvöld, þegar hans menn tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn KR. 2. maí 2019 22:19
Leik lokið: ÍR - KR 75-80 | KR náði í oddaleik Það verður oddaleikur sem mun ráða úrslitum um Íslandsmeistaratitlinn í Dominos deild karla í ár. 2. maí 2019 22:45