Mourinho kallaði Messi guð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 09:00 Lionel Messi fagnar öðru marka sinna á móti Liverpool. Getty/Chris Brunskill Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefur kynnst ýmislegu í fótboltanum og þjálfað marga af bestu leikmönnum heims. Mourinho hefur aftur á móti aldrei þjálfað Lionel Messi. Mourinho er hins vegar í aðdáendaklúbbi Argentínumannsins eins og kannski flestir knattspyrnuáhugamenn heimsins. Mourinho var að vinna sem knattspyrnusérfræðingur þegar Messi gerði út um fyrri undanúrslitaviðureign Barcelona og Liverpool í fyrrakvöld. Jose Mourinho hefur margoft staðið frammi fyrir því risastóra verkefni að finna leiðir til þess að reyna að halda aftur af Lionel Messi. Samband þeirra hefur ekki verið allt of gott síðan að Mourinho sakaði Argentínumanninn um leikaraskap þegar þeir mættust fyrst í Meistaradeildinni. Það batnaði heldur ekki þau þrjú ár sem Jose Mourinho stýrði liði Real Madrid. Það virðist vera allt gleymt í dag því Jose Mourinho sparaði ekki hrósið á Argentínumanninn þegar hann fjallaði um 3-0 sigur Barcelona á Liverpool. Mourinho var þar mættur í vinnuna hjá Russia Today en Manchester Evening News sagði frá. „Liverpool sýndi hugrekki í nálgun sinni. Ég held að á síðustu tuttugu árum hafi ekki mörg lið verið meira með boltann en Barcelona í leik í Meistaradeildinni,“ sagði Jose Mourinho. „Guð fótboltans breytti öllu í þessum leik. Barcelona er auðvitað með gott fótboltalið og frábæra leikmenn en þessi leikur er algjörlega ótrúlegur,“ sagði Mourinho. „Liverpool átti miklu meira skilið en 3-0 tap en á lokakafla leiksins hefði þetta líka geta orðið 4-0 eða 5-0 því leikurinn var galopin og þeir réðu ekki við þá. Stóra spurningin er hvernig Barcelona lið munum við sjá þegar Messi ákveður að kveðja,“ sagði Mourinho. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið. 2. maí 2019 17:00 Messi komst upp með að færa boltann á mun betri stað í aukaspyrnunni Lionel Messi skoraði magnað mark í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann innsiglaði 3-0 sigur Barcelona á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna. 2. maí 2019 09:00 Messi sá markahæsti á móti bestu liðum Englands og spilar ekki einu sinni í deildinni Lionel Messi sýndi enn einu sinni snilli sína í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 2. maí 2019 12:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefur kynnst ýmislegu í fótboltanum og þjálfað marga af bestu leikmönnum heims. Mourinho hefur aftur á móti aldrei þjálfað Lionel Messi. Mourinho er hins vegar í aðdáendaklúbbi Argentínumannsins eins og kannski flestir knattspyrnuáhugamenn heimsins. Mourinho var að vinna sem knattspyrnusérfræðingur þegar Messi gerði út um fyrri undanúrslitaviðureign Barcelona og Liverpool í fyrrakvöld. Jose Mourinho hefur margoft staðið frammi fyrir því risastóra verkefni að finna leiðir til þess að reyna að halda aftur af Lionel Messi. Samband þeirra hefur ekki verið allt of gott síðan að Mourinho sakaði Argentínumanninn um leikaraskap þegar þeir mættust fyrst í Meistaradeildinni. Það batnaði heldur ekki þau þrjú ár sem Jose Mourinho stýrði liði Real Madrid. Það virðist vera allt gleymt í dag því Jose Mourinho sparaði ekki hrósið á Argentínumanninn þegar hann fjallaði um 3-0 sigur Barcelona á Liverpool. Mourinho var þar mættur í vinnuna hjá Russia Today en Manchester Evening News sagði frá. „Liverpool sýndi hugrekki í nálgun sinni. Ég held að á síðustu tuttugu árum hafi ekki mörg lið verið meira með boltann en Barcelona í leik í Meistaradeildinni,“ sagði Jose Mourinho. „Guð fótboltans breytti öllu í þessum leik. Barcelona er auðvitað með gott fótboltalið og frábæra leikmenn en þessi leikur er algjörlega ótrúlegur,“ sagði Mourinho. „Liverpool átti miklu meira skilið en 3-0 tap en á lokakafla leiksins hefði þetta líka geta orðið 4-0 eða 5-0 því leikurinn var galopin og þeir réðu ekki við þá. Stóra spurningin er hvernig Barcelona lið munum við sjá þegar Messi ákveður að kveðja,“ sagði Mourinho.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið. 2. maí 2019 17:00 Messi komst upp með að færa boltann á mun betri stað í aukaspyrnunni Lionel Messi skoraði magnað mark í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann innsiglaði 3-0 sigur Barcelona á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna. 2. maí 2019 09:00 Messi sá markahæsti á móti bestu liðum Englands og spilar ekki einu sinni í deildinni Lionel Messi sýndi enn einu sinni snilli sína í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 2. maí 2019 12:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið. 2. maí 2019 17:00
Messi komst upp með að færa boltann á mun betri stað í aukaspyrnunni Lionel Messi skoraði magnað mark í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann innsiglaði 3-0 sigur Barcelona á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna. 2. maí 2019 09:00
Messi sá markahæsti á móti bestu liðum Englands og spilar ekki einu sinni í deildinni Lionel Messi sýndi enn einu sinni snilli sína í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 2. maí 2019 12:30