Mourinho kallaði Messi guð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 09:00 Lionel Messi fagnar öðru marka sinna á móti Liverpool. Getty/Chris Brunskill Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefur kynnst ýmislegu í fótboltanum og þjálfað marga af bestu leikmönnum heims. Mourinho hefur aftur á móti aldrei þjálfað Lionel Messi. Mourinho er hins vegar í aðdáendaklúbbi Argentínumannsins eins og kannski flestir knattspyrnuáhugamenn heimsins. Mourinho var að vinna sem knattspyrnusérfræðingur þegar Messi gerði út um fyrri undanúrslitaviðureign Barcelona og Liverpool í fyrrakvöld. Jose Mourinho hefur margoft staðið frammi fyrir því risastóra verkefni að finna leiðir til þess að reyna að halda aftur af Lionel Messi. Samband þeirra hefur ekki verið allt of gott síðan að Mourinho sakaði Argentínumanninn um leikaraskap þegar þeir mættust fyrst í Meistaradeildinni. Það batnaði heldur ekki þau þrjú ár sem Jose Mourinho stýrði liði Real Madrid. Það virðist vera allt gleymt í dag því Jose Mourinho sparaði ekki hrósið á Argentínumanninn þegar hann fjallaði um 3-0 sigur Barcelona á Liverpool. Mourinho var þar mættur í vinnuna hjá Russia Today en Manchester Evening News sagði frá. „Liverpool sýndi hugrekki í nálgun sinni. Ég held að á síðustu tuttugu árum hafi ekki mörg lið verið meira með boltann en Barcelona í leik í Meistaradeildinni,“ sagði Jose Mourinho. „Guð fótboltans breytti öllu í þessum leik. Barcelona er auðvitað með gott fótboltalið og frábæra leikmenn en þessi leikur er algjörlega ótrúlegur,“ sagði Mourinho. „Liverpool átti miklu meira skilið en 3-0 tap en á lokakafla leiksins hefði þetta líka geta orðið 4-0 eða 5-0 því leikurinn var galopin og þeir réðu ekki við þá. Stóra spurningin er hvernig Barcelona lið munum við sjá þegar Messi ákveður að kveðja,“ sagði Mourinho. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið. 2. maí 2019 17:00 Messi komst upp með að færa boltann á mun betri stað í aukaspyrnunni Lionel Messi skoraði magnað mark í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann innsiglaði 3-0 sigur Barcelona á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna. 2. maí 2019 09:00 Messi sá markahæsti á móti bestu liðum Englands og spilar ekki einu sinni í deildinni Lionel Messi sýndi enn einu sinni snilli sína í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 2. maí 2019 12:30 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefur kynnst ýmislegu í fótboltanum og þjálfað marga af bestu leikmönnum heims. Mourinho hefur aftur á móti aldrei þjálfað Lionel Messi. Mourinho er hins vegar í aðdáendaklúbbi Argentínumannsins eins og kannski flestir knattspyrnuáhugamenn heimsins. Mourinho var að vinna sem knattspyrnusérfræðingur þegar Messi gerði út um fyrri undanúrslitaviðureign Barcelona og Liverpool í fyrrakvöld. Jose Mourinho hefur margoft staðið frammi fyrir því risastóra verkefni að finna leiðir til þess að reyna að halda aftur af Lionel Messi. Samband þeirra hefur ekki verið allt of gott síðan að Mourinho sakaði Argentínumanninn um leikaraskap þegar þeir mættust fyrst í Meistaradeildinni. Það batnaði heldur ekki þau þrjú ár sem Jose Mourinho stýrði liði Real Madrid. Það virðist vera allt gleymt í dag því Jose Mourinho sparaði ekki hrósið á Argentínumanninn þegar hann fjallaði um 3-0 sigur Barcelona á Liverpool. Mourinho var þar mættur í vinnuna hjá Russia Today en Manchester Evening News sagði frá. „Liverpool sýndi hugrekki í nálgun sinni. Ég held að á síðustu tuttugu árum hafi ekki mörg lið verið meira með boltann en Barcelona í leik í Meistaradeildinni,“ sagði Jose Mourinho. „Guð fótboltans breytti öllu í þessum leik. Barcelona er auðvitað með gott fótboltalið og frábæra leikmenn en þessi leikur er algjörlega ótrúlegur,“ sagði Mourinho. „Liverpool átti miklu meira skilið en 3-0 tap en á lokakafla leiksins hefði þetta líka geta orðið 4-0 eða 5-0 því leikurinn var galopin og þeir réðu ekki við þá. Stóra spurningin er hvernig Barcelona lið munum við sjá þegar Messi ákveður að kveðja,“ sagði Mourinho.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið. 2. maí 2019 17:00 Messi komst upp með að færa boltann á mun betri stað í aukaspyrnunni Lionel Messi skoraði magnað mark í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann innsiglaði 3-0 sigur Barcelona á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna. 2. maí 2019 09:00 Messi sá markahæsti á móti bestu liðum Englands og spilar ekki einu sinni í deildinni Lionel Messi sýndi enn einu sinni snilli sína í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 2. maí 2019 12:30 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið. 2. maí 2019 17:00
Messi komst upp með að færa boltann á mun betri stað í aukaspyrnunni Lionel Messi skoraði magnað mark í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann innsiglaði 3-0 sigur Barcelona á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna. 2. maí 2019 09:00
Messi sá markahæsti á móti bestu liðum Englands og spilar ekki einu sinni í deildinni Lionel Messi sýndi enn einu sinni snilli sína í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 2. maí 2019 12:30