Lífið

„Það tók mig þrjú ár að fatta að ég þyrfti á hjálp að halda“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron í ítarlegu viðtali í Einkalífinu.
Aron í ítarlegu viðtali í Einkalífinu. vísir/vilhelm
Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er einn efnilegasti leikari landsins í dag og sló hann rækilega í gegn í annarri þáttaröð af Ófærð fyrir nokkrum mánuðum. Aron er ein fyrsta samfélagsmiðlastjarna landsins og vakti fyrst athygli árið 2015 þegar hann var að fara á kostum á Snapchat.

Aron er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum en þegar Aron var í Versló missti hann systur sína árið 2011 eftir skelfilegt slys og segir Aron að það hafi haft gríðarleg áhrif á hans líf.

„Við lendum öll í einhverju áfalli einhver tímann á ævinni. Fólk getur upplifað áföll mjög mismunandi,“ segir Aron og bætir við að t.d. þegar drengurinn hans datt úr rúminu hafi hann fengið flashback og kvíðaköst í kjölfarið.

„Maður þarf að tala um áföllin og ekki byrgja þau inni. Ef þú talar ekki um þetta, þá er ekkert að fara gerast. Það tók mig þrjú ár að fatta það að ég þyrfti á hjálp að halda. Á þessum þremur árum leið mér ógeðslega illa og skaðaði sjálfan mig bæði líkamlega og andlega og var ekki að díla við raunveruleikann.“

Í þættinum ræðir Aron Már einnig um Snapchat-lífið, föðurhlutverkið og samband sitt við Hildi Skúladóttur, frægðina, að hann hafi verið lagður í einelti í æsku, um hlutverk sitt í Ófærð og framtíðina en þessi frábæri leikari er á leiðinni á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu.


Tengdar fréttir

Drakk frá mér alla ábyrgð

Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum fer söngvarinn um víðan völl og kemur inn á það að hann hafi ekki drukkið áfengi í sjö mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.