Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. maí 2019 11:45 Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. Eurovision Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar sem trommari Hatara notaðist við í Söngvakeppninni fyrr í vetur. Sleggjunni hefur verið skipt út fyrir svipur sem notaður eru til að berja trommurnar. Hatari tók sína fyrstu æfingu á sviði í Tel Aviv í gær og gekk hún ágætlega að mörgu leyti að mati margra erlendra Eurovision-spekinga.Á vefnum ESC EXTRA er Íslendingum hrósað fyrir valið á Hatara. Íslendingar eru sagðir hafa verið komnir með nóg af því að senda „örugg“ atriði í Eurovision og hafi því ákveðið að taka áhættu þetta árið. „Það er eins og keppnisskapið hafi vaknað aftur í Íslendingum eftir mögur ár,“ skrifar einn þeirra á vef ESC Xtra.Hér má sjá æfingu Hatara.Einhverjir eru á því að flutningur lagsins gæti fengið einhver mínusstig frá dómnefndum en að því muni vegna vel hjá áhorfendum. Eitt er víst að Hatari vekur athygli hvert sem þeir koma, og skiptir þá ekki máli hvort að fræðingarnir kunna að meta tónlist þeirra eða ekki. Matt Fredericks, hjá vefnum escYOUnited, segir sönginn hjá Hatara á fyrstu æfingunni ekki hafa verið nógu stöðugan og að hann þurfi meiri stuðning í viðlaginu, sér í lagi þegar viðlagið hækkar í tón. „Þeir þurfa að bæta það og dómnefndin mun horfa í þetta. Hún mun ekki bara dæma út frá söngnum einum saman, en hann skiptir máli. Áhorfendur gefa meiri afslátt á söngnum en hann getur þó haft áhrif á þá,“ segir Fredericks.Hér má sjá umsögn þeirra Matt og Sean.Hann saknar einnig sleggjunnar sem trommari Hatara notaði í Söngvakeppninni þar sem sveitin tryggði sér farseðilinn til Tel Aviv. Í stað sleggjunnar hefur trommarinn tekið sér svipur í hönd til að berja trommurnar. „Hvað gerðist? Mér finnst þetta kjánalegt. Í forkeppninni var hann með stóra sleggju sem hann barði til beggja hliða. Það var svo kraftmikið og bar með sér þessa árásargirni sem lagið þarfnast. Sean Tarbuck, hjá ESC Younited, segist skilja af hverju svipurnar urðu fyrir valinu. „En þetta þarf að vera kraftmeira,“ segir Tarbuck. „Fyrir mér voru þetta mikil vonbrigði því þetta var í uppáhaldi hjá mér,“ segir Fredericks.Hér má sjá atriði Hatara í Söngvakeppninni þar sem trommarinn var með sleggju.Hann tekur þó fram að sjónræna hlið atriðisins hafi gert mikið fyrir hann og þá sérstaklega notkun ljósa og elds. Hollendingurinn Dennis Van Ee, á vefnum ESC Daily, segir atriði Hatara mun hógværara en hann átti von á. „Þrátt fyrir það er búist við að þeir muni fanga, í það minnsta, athygli áhorfenda í næstu viku,“ skrifar Van Ee. Samlandi hans á vef ESC Daily, Erik Bolks, segir atriðið ekki hafa vakið hrifningu þeirra enn sem komið er. „Stuðunaráhrifin eru ekki til staðar ef þú hefur séð atriðið áður,“ skrifar Bolks. Hann segir margt gott í atriðinu, sjónrænt sé það flott en eitthvað þurfi að slípa til myndatöku atriðisins svo það dragi ekki úr drunganum. Söngurinn sé þó vandamál sem þurfi að vinna í. Hatari mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudagskvöldið 14. næstkomandi. Þeirra bíður ærið verkefni, að koma Íslandi upp úr undanriðlinum en síðastliðin fjögur ár hefur það ekki gengið eftir. Síðast komst Ísland upp úr undanriðlinum árið 2014 þegar fulltrúar Íslands voru meðlimir hljómsveitarinnar Pollapönks með lagið No Prejudice. Eurovision Ísrael Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar sem trommari Hatara notaðist við í Söngvakeppninni fyrr í vetur. Sleggjunni hefur verið skipt út fyrir svipur sem notaður eru til að berja trommurnar. Hatari tók sína fyrstu æfingu á sviði í Tel Aviv í gær og gekk hún ágætlega að mörgu leyti að mati margra erlendra Eurovision-spekinga.Á vefnum ESC EXTRA er Íslendingum hrósað fyrir valið á Hatara. Íslendingar eru sagðir hafa verið komnir með nóg af því að senda „örugg“ atriði í Eurovision og hafi því ákveðið að taka áhættu þetta árið. „Það er eins og keppnisskapið hafi vaknað aftur í Íslendingum eftir mögur ár,“ skrifar einn þeirra á vef ESC Xtra.Hér má sjá æfingu Hatara.Einhverjir eru á því að flutningur lagsins gæti fengið einhver mínusstig frá dómnefndum en að því muni vegna vel hjá áhorfendum. Eitt er víst að Hatari vekur athygli hvert sem þeir koma, og skiptir þá ekki máli hvort að fræðingarnir kunna að meta tónlist þeirra eða ekki. Matt Fredericks, hjá vefnum escYOUnited, segir sönginn hjá Hatara á fyrstu æfingunni ekki hafa verið nógu stöðugan og að hann þurfi meiri stuðning í viðlaginu, sér í lagi þegar viðlagið hækkar í tón. „Þeir þurfa að bæta það og dómnefndin mun horfa í þetta. Hún mun ekki bara dæma út frá söngnum einum saman, en hann skiptir máli. Áhorfendur gefa meiri afslátt á söngnum en hann getur þó haft áhrif á þá,“ segir Fredericks.Hér má sjá umsögn þeirra Matt og Sean.Hann saknar einnig sleggjunnar sem trommari Hatara notaði í Söngvakeppninni þar sem sveitin tryggði sér farseðilinn til Tel Aviv. Í stað sleggjunnar hefur trommarinn tekið sér svipur í hönd til að berja trommurnar. „Hvað gerðist? Mér finnst þetta kjánalegt. Í forkeppninni var hann með stóra sleggju sem hann barði til beggja hliða. Það var svo kraftmikið og bar með sér þessa árásargirni sem lagið þarfnast. Sean Tarbuck, hjá ESC Younited, segist skilja af hverju svipurnar urðu fyrir valinu. „En þetta þarf að vera kraftmeira,“ segir Tarbuck. „Fyrir mér voru þetta mikil vonbrigði því þetta var í uppáhaldi hjá mér,“ segir Fredericks.Hér má sjá atriði Hatara í Söngvakeppninni þar sem trommarinn var með sleggju.Hann tekur þó fram að sjónræna hlið atriðisins hafi gert mikið fyrir hann og þá sérstaklega notkun ljósa og elds. Hollendingurinn Dennis Van Ee, á vefnum ESC Daily, segir atriði Hatara mun hógværara en hann átti von á. „Þrátt fyrir það er búist við að þeir muni fanga, í það minnsta, athygli áhorfenda í næstu viku,“ skrifar Van Ee. Samlandi hans á vef ESC Daily, Erik Bolks, segir atriðið ekki hafa vakið hrifningu þeirra enn sem komið er. „Stuðunaráhrifin eru ekki til staðar ef þú hefur séð atriðið áður,“ skrifar Bolks. Hann segir margt gott í atriðinu, sjónrænt sé það flott en eitthvað þurfi að slípa til myndatöku atriðisins svo það dragi ekki úr drunganum. Söngurinn sé þó vandamál sem þurfi að vinna í. Hatari mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudagskvöldið 14. næstkomandi. Þeirra bíður ærið verkefni, að koma Íslandi upp úr undanriðlinum en síðastliðin fjögur ár hefur það ekki gengið eftir. Síðast komst Ísland upp úr undanriðlinum árið 2014 þegar fulltrúar Íslands voru meðlimir hljómsveitarinnar Pollapönks með lagið No Prejudice.
Eurovision Ísrael Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira