Lykke Li með tónleika í Hörpu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 7. maí 2019 10:00 Þetta verða fyrstu tónleikar söngkonunnar á Íslandi. nordicphotos/Getty Sænska tónlistarkonan Lykke Li heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí í sumar. Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu og eru hluti af tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni So sad, so sexy, sem hefur hlotið einróma lof. Fyrsta EP-plata hennar, Little bit, kom út árið 2008 og varð þó nokkuð vinsæl hérlendis en stjarna Lykke Li hefur skinið skærar og skærar með árunum. Hennar helstu smellir eru til að mynda I follow rivers og No rest for the wicked. Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson og er fædd 11. mars árið 1986 í bænum Ystad á Skáni í Suður-Svíþjóð. Mamma hennar var ljósmyndari og pabbi hennar er í pönk-bandinu Dag Vag, svo ætla má að tónlistarhæfileikana hafi hún að einhverju leyti frá honum. Þegar söngkonan var 6 ára fluttist fjölskylda hennar til Stokkhólms og svo á fjallstopp í Portúgal þar sem hún dvaldi í 5 ár. Í kjölfarið bjó hún meðal annars í Lissabon í Portúgal, Marokkó, Nepal og Indlandi og því má segja að hún hafi átt nokkuð fjölbreytta æsku.Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson.Lykke Li lék í sinni fyrstu bíómynd árið 2014 en þá fór hún með hlutverk í sænsku krimmamyndinni Tommy. Árið 2017 lék hún svo í kvikmynd Terrence Malick, Song to Song, ásamt leikurunum Ryan Gosling, Natalie Portman og Michael Fassbender. Söngkonan segist vera undir áhrifum frá Neil Young, The Shangri-Las, Bítlunum og The Rolling Stones í tónlistargerð sinni. Hún er mikill aðdáandi hugleiðslu og segir hana hafa hjálpað sér mikið við lagasmíðar. „Áður fyrr gat ég bara skrifað örfáar setningar og svo varð ég að taka hlé frá skrifunum. Eftir að ég byrjaði að hugleiða breyttist það alveg og ég gat sest niður og klárað heilt lag á örskotsstund. Það var eins og einhver innri flóðgátt hefði opnast.“ Lykke Li eignaðist soninn Dion með tónlistarframleiðandanum Jeff Bhasker en hann hefur unnið með stórstjörnum á borð við Kanye West og Mark Ronson. Frekari upplýsingar um miðasölu verða kynntar síðar í mánuðinum. Tónlist Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Sænska tónlistarkonan Lykke Li heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí í sumar. Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu og eru hluti af tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni So sad, so sexy, sem hefur hlotið einróma lof. Fyrsta EP-plata hennar, Little bit, kom út árið 2008 og varð þó nokkuð vinsæl hérlendis en stjarna Lykke Li hefur skinið skærar og skærar með árunum. Hennar helstu smellir eru til að mynda I follow rivers og No rest for the wicked. Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson og er fædd 11. mars árið 1986 í bænum Ystad á Skáni í Suður-Svíþjóð. Mamma hennar var ljósmyndari og pabbi hennar er í pönk-bandinu Dag Vag, svo ætla má að tónlistarhæfileikana hafi hún að einhverju leyti frá honum. Þegar söngkonan var 6 ára fluttist fjölskylda hennar til Stokkhólms og svo á fjallstopp í Portúgal þar sem hún dvaldi í 5 ár. Í kjölfarið bjó hún meðal annars í Lissabon í Portúgal, Marokkó, Nepal og Indlandi og því má segja að hún hafi átt nokkuð fjölbreytta æsku.Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson.Lykke Li lék í sinni fyrstu bíómynd árið 2014 en þá fór hún með hlutverk í sænsku krimmamyndinni Tommy. Árið 2017 lék hún svo í kvikmynd Terrence Malick, Song to Song, ásamt leikurunum Ryan Gosling, Natalie Portman og Michael Fassbender. Söngkonan segist vera undir áhrifum frá Neil Young, The Shangri-Las, Bítlunum og The Rolling Stones í tónlistargerð sinni. Hún er mikill aðdáandi hugleiðslu og segir hana hafa hjálpað sér mikið við lagasmíðar. „Áður fyrr gat ég bara skrifað örfáar setningar og svo varð ég að taka hlé frá skrifunum. Eftir að ég byrjaði að hugleiða breyttist það alveg og ég gat sest niður og klárað heilt lag á örskotsstund. Það var eins og einhver innri flóðgátt hefði opnast.“ Lykke Li eignaðist soninn Dion með tónlistarframleiðandanum Jeff Bhasker en hann hefur unnið með stórstjörnum á borð við Kanye West og Mark Ronson. Frekari upplýsingar um miðasölu verða kynntar síðar í mánuðinum.
Tónlist Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira