Enski boltinn

„Mjög pirraður“ Wijnaldum kom af bekknum og skoraði tvö mörk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wijnaldum fagnar öðru marki sínu í kvöld.
Wijnaldum fagnar öðru marki sínu í kvöld. vísir/getty
Georginio Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, spilaði stórt hlutverk er Liverpool tryggði sig á ótrúlegan hátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Wijnaldum byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður í hálfleik eftir að Andy Robertson meiddist. Hollendingurinn skoraði tvö mörk í síðari hálfleik með þriggja mínútna millibili.

Hann var þó ekki sáttur fyrir leikinn og sagðist ekki hafa verið glaður með knattspyrnustjórann, Jurgen Klopp:

„Ég var mjög pirraður að stjórinn setti mig á bekkinn. Ég reyndi svo að hjálpa liðnu og er ánægður með mörkin tvö,“ sagði Gigi í samtali við BT Sport.







„Þetta er ótrúlegt. Eftir leikinn á Spáni vorum við fullir sjálfstraust að við gætum skorað fjögur mörk og unnið 4-0. Fólk efaðist um okkur og hélt að við gætum þetta ekki en einu sinni enn sýndum við að allt er hægt í fótbolta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×