Annað árið í röð sem Alisson á þátt í ótrúlegri endurkomu gegn Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2019 07:46 Alisson fagnar með liðsfélögum sínum eftir sigurinn frækna á Barcelona. vísir/getty Alisson hélt marki sínu hreinu þegar Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með 4-0 sigri á Barcelona á Anfield í gær. Börsungar unnu fyrri leikinn á Nývangi, 3-0. Þetta er annað árið í röð sem brasilíski markvörðurinn tekur þátt í ótrúlegri endurkomu gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Á síðasta tímabili stóð hann milli stanganna hjá Roma sem sneri að því er virtist ómögulegri stöðu gegn Barcelona í Meistaradeildinni við. Í fyrra vann Barcelona fyrri leikinn gegn Roma í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, 4-1, og Katalónarnir voru þar með komnir með annan fótinn í undanúrslit keppninnar. Rómverjar gáfust hins vegar ekki upp, unnu seinni leikinn með þremur mörkum gegn engu og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í fyrsta sinn síðan 1984. Þar mætti Roma Liverpool. Alisson þurfti að hirða boltann fimm sinnum úr netinu hjá sér í fyrri leiknum á Anfield sem Liverpool vann, 5-2. Roma vann seinni leikinn á sínum heimavelli, 4-2, en það dugði ekki til. Liverpool keypti Alisson frá Roma fyrir um 67 milljónir punda í sumar. Hann var dýrasti markvörður í heimi í nokkrar vikur, eða þar til Chelsea keypti Kepa Aarrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 72 milljónir punda. Alisson, sem er 26 ára, hefur leikið 49 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum á tímabilinu. Liðið er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir Manchester City. Í lokaumferðinni á sunnudaginn mætir Liverpool Wolves. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15 „Mjög pirraður“ Wijnaldum kom af bekknum og skoraði tvö mörk Wijnaldum var ekki sáttur með Klopp fyrir leikinn í kvöld. 7. maí 2019 21:47 „Vissum að við gætum gert eitthvað sérstakt á Anfield“ Henderson var magnaður í kvöld. 7. maí 2019 21:34 Fyrsti úrslitaleikurinn síðan 2013 án Ronaldo og Messi Það verður enginn Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 8. maí 2019 06:00 Twitter eftir ótrúlega endurkomu Liverpool: „Elska Klopp meira en börnin mín“ Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir í kvöld. Eðlilega. 7. maí 2019 21:12 Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir kraftaverk gegn Barcelona Það gekk allt upp hjá Liverpool í kvöld. 7. maí 2019 20:45 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Alisson hélt marki sínu hreinu þegar Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með 4-0 sigri á Barcelona á Anfield í gær. Börsungar unnu fyrri leikinn á Nývangi, 3-0. Þetta er annað árið í röð sem brasilíski markvörðurinn tekur þátt í ótrúlegri endurkomu gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Á síðasta tímabili stóð hann milli stanganna hjá Roma sem sneri að því er virtist ómögulegri stöðu gegn Barcelona í Meistaradeildinni við. Í fyrra vann Barcelona fyrri leikinn gegn Roma í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, 4-1, og Katalónarnir voru þar með komnir með annan fótinn í undanúrslit keppninnar. Rómverjar gáfust hins vegar ekki upp, unnu seinni leikinn með þremur mörkum gegn engu og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í fyrsta sinn síðan 1984. Þar mætti Roma Liverpool. Alisson þurfti að hirða boltann fimm sinnum úr netinu hjá sér í fyrri leiknum á Anfield sem Liverpool vann, 5-2. Roma vann seinni leikinn á sínum heimavelli, 4-2, en það dugði ekki til. Liverpool keypti Alisson frá Roma fyrir um 67 milljónir punda í sumar. Hann var dýrasti markvörður í heimi í nokkrar vikur, eða þar til Chelsea keypti Kepa Aarrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 72 milljónir punda. Alisson, sem er 26 ára, hefur leikið 49 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum á tímabilinu. Liðið er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir Manchester City. Í lokaumferðinni á sunnudaginn mætir Liverpool Wolves.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15 „Mjög pirraður“ Wijnaldum kom af bekknum og skoraði tvö mörk Wijnaldum var ekki sáttur með Klopp fyrir leikinn í kvöld. 7. maí 2019 21:47 „Vissum að við gætum gert eitthvað sérstakt á Anfield“ Henderson var magnaður í kvöld. 7. maí 2019 21:34 Fyrsti úrslitaleikurinn síðan 2013 án Ronaldo og Messi Það verður enginn Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 8. maí 2019 06:00 Twitter eftir ótrúlega endurkomu Liverpool: „Elska Klopp meira en börnin mín“ Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir í kvöld. Eðlilega. 7. maí 2019 21:12 Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir kraftaverk gegn Barcelona Það gekk allt upp hjá Liverpool í kvöld. 7. maí 2019 20:45 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15
„Mjög pirraður“ Wijnaldum kom af bekknum og skoraði tvö mörk Wijnaldum var ekki sáttur með Klopp fyrir leikinn í kvöld. 7. maí 2019 21:47
„Vissum að við gætum gert eitthvað sérstakt á Anfield“ Henderson var magnaður í kvöld. 7. maí 2019 21:34
Fyrsti úrslitaleikurinn síðan 2013 án Ronaldo og Messi Það verður enginn Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 8. maí 2019 06:00
Twitter eftir ótrúlega endurkomu Liverpool: „Elska Klopp meira en börnin mín“ Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir í kvöld. Eðlilega. 7. maí 2019 21:12
Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir kraftaverk gegn Barcelona Það gekk allt upp hjá Liverpool í kvöld. 7. maí 2019 20:45