Enski boltinn

Þetta gerist með Meistaradeildarsætin ef ensk lið vinna báðar Evrópukeppnirnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk eftir úrslitaleikinn í Kiev í fyrra.
Virgil van Dijk eftir úrslitaleikinn í Kiev í fyrra. Getty/Matthew Ashton
England fær aldrei sex lið inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð þótt að ensku liðin vinni bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina í vor.

Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og gæti mætt þar öðru ensku liði, Tottenham. Tvö ensk félög gætu einnig spilað til úrslita í Evrópudeildinni því Arsenal og Chelsea eru í fínni stöðu eftir fyrri leiki sína í undanúrslitunum.

Sigurliðið í Meistaradeildinni og sigurliðið í Evrópudeildinni fá bæði sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Hvað gerðist þá ef ensk lið vinna báða þessa titla?

Staðreyndin er sú að ef lið er ekki meðal þeirra fjögurra efstu í ensku úrvalsdeildinni þá er eina leiðin fyrir það inn í Meistaradeildina að vinna aðra hvora Evrópukeppnina.





Svo gæti líka farið að liðið í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar myndi ekki komst í Meistaradeildina en jafntefli Manchester United um síðustu helgi þýðir að sú staða getur ekki komið upp í ár.

Manchester United á ekki lengur möguleika á því að enda meðal fjögurra efstu í ensku úrvalsdeildinni. Það eiga aðeins Arsenal og Tottenham fyrir utan lið Manchester City, Liverpool og Chelsea sem eru örugg.

Arsenal á tölfræðilega möguleika á að ná fjórða sætinu af Tottenham en þá þarf mikið að gerast í lokaumferðinni.

Aðeins þrjú efstu sætin í ensku úrvalsdeildinni hefðu skilað Meistaradeildaræsti ef að lið utan topp fjögur myndi vinna bæði Evrópudeildina og Meistaradeildina.

Hámarksfjöldi liða frá einu landi í hverri Meistaradeild eru fimm lið. Þá skiptir ekki máli þótt að lið frá landinu vinni báðar Evrópukeppnirnar því þá fengi landið aðeins þrjú sæti til viðbótar.

Það verður því aldrei þannig að Manchester United fái Meistaradeildarsæti þótt að Livepoool vinni Meistaradeildina og Arsenal eða Chelsea Evrópudeildina.

Liðið í fimmta sæti fer alltaf í Evrópudeildina í gegnum ensku úrvalsdeildina.

Það má lesa meira um þetta hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×